
Steingrímur Hermannsson,fyrrverandi forsætisráðherra,var í Silfri Egils sunnudaginn 30. janúar sl. og ræddi m.a. Íraksstríðið. Hann sagði,að ríkisstjórnin hefði gert mistök í því máli og hún ætti að koma hreint fram og viðurkenna mistök sín.Hann sagði,að ríkisstjórnin hefði átt að bera málið,þ.e. samþykki við innrás í Írak,undir utanríkismálanefnd. Ekki dygði að segja,að tillaga frá VG um að vera alltaf á móti styrjaldaraðgerðum í Írak,hefði verið felld í nefndinni. Það væri ekki það sama og að leggja fyrir nefndina tillögu um að styðja innrás í Írak.Þá sagði Steingrímur einnig,að utanríkisráðherra og forsætisráðherra hefðu átt að leggja málið,aðild að innrás í Írak, fyrir þingflokkana. En það hefði ekki verið gert. Steingrímur taldi það alvarlegasta í þessu máli vera það,að umræddir ráðherrar hefðu vikið frá hefðbundinni stefnu Íslands um að styðja aldrei árásarstríð.Steingrímur sagðist alltaf hafa verið stoltur af þeirri stefnu.
Björgvin Guðmundsson |