Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnStjórnarforusta Sjálfstæðisflokksins: Peningahyggja og misskipting

mánudagur, 1. nóvember 2004

 

 

 

 

“Stjórnarskipti” urðu 15.septemer sl.,a.m.k. að nafninu til. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar lét af völdum og við tók ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar.

 

EES-samningur færði okkur viðskiptafrelsið 

 

 Talsverðar umræður urðu af þessu tilefni í fjölmiðlum um hið liðna 13 ára tímabil stjórnarforustu

Sjálfstæðisflokksins.Sitt sýnist hverjum um þetta tímabil.Sjálfstæðisflokkurinn reynir að eigna sér áhrif EES-samningsins á íslenskt efnahagslíf enda þótt flokkurinn hafi í fyrstu verið algerlega á móti því, að Ísland gerðist aðili að EES.Það var Jón Baldvin Hannibalsson,sem knúði aðildina í gegn en hann var þá utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins. EES samningurinn færði okkur viðskiptafrelsið.

 

 Hagvöxtur meiri áður

 

 Talsmenn Sjálfstæðisflokksins töluðu einnig fjálglega um mikinn hagvöxt og mikla kaupmáttaraukningu  á þessu 13 ára stjórnarforustutímabili Sjálfstæðisflokksins.En þegar betur er að gáð kemur í ljós,að mun meiri uppgangur á þessu sviði hefur verið á fyrri tímabilum.Ef bornir eru saman síðustu 4 áratugir kemur eftirfarandi í ljós: Mestur er hagvöxtur og mest kaupmáttaraukning á áratugnum 1971 –1980 í stjórnartíð Ólafs Jóhannessonar,Geirs Hallgrímssonar og Benedikts Gröndal. En þá varð hagvöxtur rúm 5 %  að meðaltali á ári á mann og kaupmáttur jókst um 5,7% að meðaltali  á ári.En minnstur er hagvöxtur á áratugnum 1991-2002,þegar Sjálfstæðisflokkurinn er samfellt í forustu, eða aðeins um 2% að meðaltali á ári á mann og kaupmáttaraukning er einnig minnst á þessu tímabili eða aðeins um 1,8% að meðaltali á ári. Kaupmáttaraukning varð mjög mikil á viðreisnaráratugnum eða um 5,2% að meðaltali á ári.

 

 Árás á velferðarkerfið

 

 Það versta við tímabil stjórnarforustu Sjálfstæðisflokksins er þó það,að velferðarkerfið hefur  látið undan síga.T.d. hafa kjör aldraðra og öryrkja versnað í samanburði við kjör hinna lægst launuðu á almennum vinnumarkaði,þar eð tengsl lífeyris þessara hópa við lægstu laun á vinnumarkaðnum voru  rofin árið 1995.Síðan hafa aldraðir og öryrkjar fengið mun minni lífeyrishækkanir en nemur kauphækkunum  láglaunafólks á vinnumarkaðnum.Skattbyrði láglaunafólks og fólks með meðaltekjur hefur aukist. Félagslega íbúðakerfið hefur verið rústað.Ástandið í sjúkrahúsmálum er mjög slæmt.

 

 Peningahyggja og gróðahyggja

 

 Einkenni tímabils stjórnarforustu Sjálfstæðisflokksins hefur verið peningahyggja og gróðahyggja.Atvinnulífið stjórnast nú alveg af gróðahyggju og manneskjuleg sjónarmið eiga ekki upp á pallborðið lengur. Þetta ástand hefur skapast í kjölfar einkavæðingar  og frelsisvæðingar atvinnulífsins.Ég tel,að gengið hafi verið of langt í einkavæðingu og mál að linni. T.d. tel ég enga þörf  á því að einkavæða Símann. Síminn er vel rekið fyrirtæki,hlutafélag í eigu ríkisins.Það skilar miklum og góðum hagnaði  eins og það er rekið. Það er rekið á samkeppnisgrundvelli og nýtur engra sérréttinda þó ríkið eigi mestallt hlutaféð. Það er því engin þörf á  því að afhenda einkaaðilum fyrirtækið.

 

 Fátækt er mikil

 

 Fátækt er mikil á Íslandi og mikil misskipting auðs.Á tímabilinu 1995-2001 jókst fátækt úr 8,8% í 13,2% af tölu framteljanda. Hið rangláta kvótakerfi hefur fært mikla fjármuni til tiltölulega fárra,sem fengu kvótum úthlutað frítt.Það er blettur á íslensku samfélagi að hafa ekki útrýmt fátækt og búið öldruðum og öryrkjum sómasamleg kjör.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu  1.nóvember  2004

 

 

.N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn