Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnVið höfum lög um einokun og auðhringa

miðvikudagur, 26. október 2005

 

 

Rætt var um einokun og  auðhringa í Silfri Egils 23.oktober sl. Viðmælendur Egils Helgasonar voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,formaður Samfylkingarinnar og  Valgerður Sverrisdóttir,iðnaðar-og viðskiptaráðherra.Var m.a. rætt um baráttu Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins fyrir því,að sett verði lög um auðhringa.Valgerður taldi,að nýsett lög um samkeppniseftirlit nægðu og segja mætti,að þar væri um að ræða lög gegn hringamyndun.Samkeppnisreglur EES tækju einnig til Íslands. Ingibjörg Sólrún sagði,að nýsett lög um samkeppniseftirlit væru veikari en  eldri lög um samkeppnisstofun.Stjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefði veikt lögin  á alþingi.Samfylkingin hefði verið andvíg því að veikja lögin. Það væri því alrangt,sem haldið væri fram í Mbl.,að það stæði á Samfylkingunni í þessu efni.Fram kom í þætti Egils,að nefndin,sem samdi álit og frumvarp um samkeppniseftirlit hefði lagt fram strangara lagafrv. heldur en ráðherra og þingmeirihluti stjórnarinnar hefði viljað samþykkja. Samfylkingin hefði viljað samþykkja strangari útgáfuna.

 

Mb. á villigötum

 

 Af framangreindu er  ljóst,að Sjálfstæðisflokkurinn og Mbl eru á villigötum í málflutningi sínum um einokun og auðhringa. Talað er eins og það vanti lög um þessi mál. En það er nýbúið að setja lög um þetta efni. Í þessum lögum eru heimildir til þess að breyta skipulagi fyrirtækja,ef þau brjóta lög um samkeppnismál. Það eru nægar heimildir í lögunum um aðgerðir gegn  fyrirtækjum,ef þau  gerast sek um skaðlegar samkeppnishömlur. Hins vegar verða menn að gera sér ljóst,að það er ekki bannað að reka stór fyrirtæki,ef þau fara að settum reglum.

 

Framsókn vill ekki ganga lengra

 

Það kom skýrt fram í Silfri Egils,að  Framsókn vill ekki setja strangari lög um samkeppnismál, en þegar hafa verið sett. Framsókn vill heldur ekki strangari lög um eignarhald á fjölmiðlum en sátt náðist um milli allra flokka í fjölmiðlanefndinni. Svo virðist því,sem forysta Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður tali fyrir daufum eyrum þegar krafist er strangari ákvæða um einokun,auðhringa og fjölmiðla.Raunar er krafa forustu Sjálfstæðisflokksins undarleg þegar haft er í huga,að nýlega er búið að setja lög um samkeppniseftirlit.Sjálfstæðisflokkurinn átti fulla aðild að þeirri lagasetningu  og flutti engar tillögur um að ganga lengra en gert var. Svo virðist því sem “krafa” forustu Sjálfstæðisflokksins nú um lög gegn hringamyndun sé sett fram til málamynda,sennilega til þess að þóknast fyrrverandi formanni flokksins.

 

Björgvin Guðmundsson


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn