Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnMesta ranglæti Íslandssögunnar

miðvikudagur, 3. desember 2003

 
                  
 
Kvótakerfið í sjávarútveginum felur í sér eitthvert mesta ranglæti Íslandssögunnar: Þeir,sem fengu úthlutað fríum aflaheimildum, geta selt þær með miklum hagnaði. Dæmi eru um, að kvótakóngar hafi hætt í greininni og selt kvóta fyrir hundruð milljóna króna,jafnvel milljarða.Sumir þeirra hafa  keypt verslunarhúsnæði fyrir fjármunina eða fjárfest á annan hátt. Í lögum stendur,að fiskimiðin séu sameign allrar þjóðarinnar. Hvernig má það þá vera,að vissir aðilar geti braskað með þessa sameign þjóðarinnar og hagnast óheyrilega  af því?Var það ætlun löggjafans,að svo yrði þegar lög  og reglur um kvótana voru sett? Ég hygg ekki Þó ákveðið væri að heimila frjálst framsal aflaheimilda  hygg ég,að engan hafi  órað fyrir svo miklu kvótabraski sem raun hefur orðið á.Hygg ég,að menn hafi ekki  reiknað með því,að handhafar aflaheimilda myndu ganga út úr greininni og hirða hundruð milljóna í hagnað af aflaheimildum,sem þeir fengu  úthlutað frítt. Það má undarlegt heita,að  alþingi skuli ekki hafa  tekið í taumana,þegar ljóst var hvert  stefndi. Auðvitað átti alþingi að banna frjálst framsal aflaheimilda,þegar byrjað var að braska með heimildirnar.
 
 KERFIÐ GERIR ÞÁ RÍKU RÍKARI  OG FÁTÆKU FÁTÆKARI
 
Nú er sú  röksemd notuð gegn breytingum og lagfæringum á kerfinu og þar á meðal gegn takmörkun á framsali aflaheimilda,að kerfið    sé orðið fast í sessi,allar áætlanir í útgerð miðist við óbreytt kerfi og að það gæti orðið hrun í sjávarútveginum, ef mikil breyting væri gerð.Þetta eru falsrök.Það er ekki unnt að taka þau gild.  Það er ekki með neinu móti unnt að réttlæta það ranglæti að fáir aðilar í þjóðfélaginu stórgræði á því  að selja heimildir til þess að veiða fisk úr  auðlind,sem er sameign allrar þjóðarinnar.Og síst,þegar tekið er tillit til þess, að þeir fengu þessar heimildir fríar. Þetta rangláta kerfi gerir þá ríku ríkari og þá fátæku fátækari. Stórfyrirtæki og stóreignamenn geta keypt kvóta og safnað að sér veiðiheimildum en þeir sem minni efni hafa  sitja eftir með sárt ennið og geta ekki keppt við stórlaxana í þessari grein. Verst er þó,að greinin er lokuð og nýir aðilar komast ekki inn í hana.Ef einhver vill byrja að gera út bát í dag fær hann enga  aflaheimild hjá ríkinu eins og hinir fengu,sem hafa kvótana á hendi í dag en þeir fengu heimildirnar fríar.Sá,sem vill byrja í dag verður að  kaupa aflaheimildir fyrir stórfé og keppa við stórlaxana. Það er búið að taka  lífsbjörgina frá hinum efnaminni.Áður gátu allir farið á sjó og veitt sér til matar. Nú er það liðin tíð.Þessu kerfi verður að breyta.
 
FAÐIR KVÓTAKERFISINS
 
Steingrímur Hermannson,fyrrverandi forsætisráðherra, segir frá tilurð kvótakerfisins í ævisögu sinni.Hann segir, að LÍU og hagsmunaðilar í sjávarútvegi hafi komið sér niður á þetta kerfi. Síðan hafi Halldór Ásgrímsson, sem þá var sjávarútvegsráðherra,flutt tillögu um það á alþingi.Sjálfur vildi Steingrímur fremur byggðakvóta.Samkvæmt þessu er Halldór faðir kvótakerfisins og ber meiri ábyrgð en aðrir stjórnmálamenn á þessu ranglátasta kerfi Íslandssögunnar. Það er ekki í samræmi við hina gömlu stefnu Framsóknarflokksins,stefnu félagshyggju og samvinnu, að færa auðinn á fárra hendur á kostnað fjöldans eins og gert hefur verið með þesu kerfi. Hér er enn eitt dæmið um það  hve Framsóknarflokkurinn hefur fjarlægst upphaflega stefnu sína.
 
  Björgvin Guðmundsson
  viðskiptafræðingur

Birt í DV 2003 
 


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn