Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Tekjuskattur lækkar um 1% næsta ár.Barnabætur skertar um 11,5 milljarða frá 1995

laugardagur, 20. nóvember 2004

 

 

Ríkisstjórnin tilkynnti í gær,19.nóvember,að  tekjuskattur einstaklinga ætti að lækka um 1 prósentustig næsta ár.Verður frumvarp þar um lagt fram á alþingi. Er þetta  einu ári síðar en lofað var í þingkosningunum en þá var því lofað,að frumvarp um skattalækkanir yrði lagt fram strax haustið 2003.

 Ríkisstjórnin segir nú,að næsti áfangi skattalækkunar,1% lækkun  á tekjuskatti, komi til framkvæmda 1.janúar 2006, og  að lokum 1.janúar 2007,  2 % lækkun. Eftir er að sjá hvort staðið verður við þessar skattalækkanir.

 

Skerðing barnabóta leiðrétt að hluta til

 Þá boðar ríkisstjórnin einnig hækkun barnabóta en í tíð þessarar ríkisstjórnar hafa barnabætur verið stórlega skertar. Hafa þær frá 1995 verið skertar um  11 1/2 milljarð.Ætlar ríkisstjórnin nú að skila til baka  2 ½ milljarði af þeim ránsfeng.Ekkert var hins vegar minnst á það  að lækka virðisaukaskatt eins og lofað hafði verið en lækkun þess skatts t.d. á matvælum yrði mesta kjarabót láglaunafólks. Almenn lækkun tekjuskatts kemur einkum hálaunamönnum til góða. Hún gagnast mikið minna þeim lægst launuðu.

Fyrirtækjum ívilnað

Tekjuskattur fyrirtækja er aðeins 18%. Ríkisstjórnin lét það hafa forgang að lækka skatt fyrirtækja á meðan almenningur var skattpíndur með 38,5% skatti.Nú gumar ríkisstjórnin af lækkun tekjuskatts einstaklinga úr 25,75% í 24,75% á næsta ári.Þetta er tekjuskattur til ríkisins en við hann bætist svo útsvar,12,8% svo alls nemur tekjuskattur einstaklinga 38,5%.Lækkun,er nemur 1 prósentustigi vigtar því lítið.

Björgvin Guðmundsson



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn