Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnGott útspil bankanna

laugardagur, 4. september 2004

 

 

Sú ákvörðun viðskiptabankanna að lækka vexti á íbúðalánum og bjóða sambærileg eða betri kjör en Íbúðalánasjóður varðandi vexti og lánstíma er gott útspil bankanna. Þegar KB banki tilkynnti,að bankinn ætlaði að taka upp sérstök íbúðalán og hafa vextina lægri en Íbúðalánasjóður var sem sprengju hefði verið varpað inn á lánamarkaðinn. Þetta var alger bylting. Það hafði aldrei gerst áður,að viðskiptabanki gæti boðið betri kjör en Íbúðalánasjóður eða Húsnæðisstofnun. KB banki bauð í byrjun 4,4 % vexti og  íbúðalán til 25 eða 40 ára eins og Íbúðalánasjóður. Þetta voru 0,1% lægri vextir en Íbúðalánasjóður var með.Þetta er enn athyglisverðara fyrir þá sök,að Íbúðalánasjóður hafði nýlega lækkað vextina verulega. Strax eftir,að KB banki tilkynnti ákvörðun sína í þessu efni fylgdi hinir viðskiptabankanir í kjölfarið og lífeyrissjóðirnir að verulegu leyti einnig.

 

 

 Það,sem er  hér að gerast varðandi  íbúðalánin, er fyrsti áþreifanlegi votturinn um raunverulega samkeppni milli viðskiptabankanna. Áður hefur ekki farið mikið fyrir henni. Í kjölfar þess að bankarnir buðu 4,4% vexti á íbúðalánum  tilkynnti Íbúðalánasjóður að vextir á lánum hans yrðu 4,3%. Þá tilkynntu bankarnir að þeir lækkuðu sig í 4,2%! Spurningin er sú hvort þetta vaxtastríð heldur áfram.Og hvaða áhrif hefur þessi vaxtalækkun bankanna á Íbúðalánasjóð og  á verð á fasteignum?

Þær raddir hafa heyrst,að  engin þörf sé lengur fyrir Íbúðalánasjóð úr því,að bankarnir geti boðið sömu kjör og sjóðurinn. Ég er ekki sammála því. Ég tel,að Íbúðalánasjóður sé nokkurs konar öryggisventill á sviði íbúðalána. Enginn vafi er á því,að vaxtalækkun Íbúðalánasjóðs 1.júlí sl. á stóran þátt í vaxtalækkun bankanna. Og engin trygging er fyrir því,að bankarnir mundu bjóða áfram lága vexti á íbúðalánum ef Íbúðalánasjóður hætti starfsemi sinni.Bankanir gætu þá hæglega haft samráð um það að hækka vextina á ný. Dæmi eru um slíkt samráð á öðrum sviðum viðskiptalífsins t.d. í olíuviðskiptum. Bankanir þurfa  að sanna sig í þessu efni á löngum tíma.

 

 

Bankanir setja ströng skilyrði fyrir því að  menn geti fengið íbúðalán hjá þeim. Eitt stærsta skilyrðið er það,að  menn séu með öll sín viðskipti hjá hlutaðeigandi banka. Íbúðalán bankanna verða að vera á 1.veðrétti en það þýðir og það er skilyrði,að menn greiði upp lán sín hjá Íbúðalánasjóði ef þeir vilja taka íbúðalán hjá bönkunum. En geri þeir það geta þeir fengið að láni 80% af verðmæti  húseignar. Þetta þýðir mikla hækkun á íbúðalánum. Lánin hafa verið að hámarki 9,7 millj. kr. hjá  Íbúðalánasjóði en geta farið  í 20-30 millj. kr. til kaupa á verðmætustu eignum. Raunar er það ekki skilyrði að menn séu að kaupa eign heldur er nóg að þeir hafi nægileg veð á 1.veðrétti. Menn verða að hafa launareikning í viðkomandi banka og uppfylla nokkur önnur skilyrði. Ein fjármálastofnun veitir þó hin nýju íbúðalán án þess að setja nokkur skilyrði önnur en að menn hafi næg veð en það er Frjálsi fjárfestingarbankinn.

 

Leiðir þetta aukna framboð á hagstæðum íbúðalánum til hækkunar á verði fasteigna. Samkvæmt venjulegum hagfræðilögmálum ætti það að gerast.

 

Björgvin Guðmundsson

Birt í Fréttablaðinu í sept.2004N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn