Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Lífeyrir aldraðra skammarlega lágur

mánudagur, 11. ágúst 2014

Hvernig komast eldri borgarar,sem þurfa að lifa af lífeyri almannatrygginga, af í dag? Er unnt að lifa af lífeyri Tryggingastofnunar ríkisins? Um það verður fjallað í þessari grein.Lífeyrir einhleyps eldri borgara, sem hefur engar tekjur nema frá almannatryggingum, er kr. 218.515 á mánuði fyrir skatt.Eftir skatt fær þessi eldri borgari 187.507 kr.á mánuði.Af þeirri upphæð verður hann að greiða öll sín útgjöld,matvæli,fatnað,síma og tölvukostnað,rekstur bíls, ef um hann er að ræða,húsnæðiskostnað,húsaleigu eða afborganir af húsnæði,ferðakostnað, lyf,gjafir o.fl. Það er ljóst,að það en engin leið að láta enda ná saman af þessum lága lífeyri. Hann hrekkur skammt fyrir öllum þessum útgjöldum.En ef um greiðslur úr lífeyrissjóði er að ræða? Breytist þá ekki málið? Lítum á það? Segjum, að þessi einhleypi ellilífeyrisþegi hafi 70 þús.kr. á mánuði úr lífeyrissjóði.Það er algengt hjá ófaglærðu verkafólki og jafnvel líka hjá sumum iðnaðarmönnum, sem ekki hafa greitt alla sína starfsævi í lífeyrissjóð. Gerbreytist ekki málið hjá þeim, sem hafa 70 þús. á mánuði úr lífeyrissjóði? Nei aldeilis ekki. Það sem gerist þá er það, að lífeyrir almannatrygginga hjá þessum eldri borgara skerðist um 63 þús. kr. á mánuði. Þessi eldri borgari heldur þá í raun aðeins eftir 7 þús. kr. á mánuði af ígildi lífeyris lífeyrislsjóðsins hjá almannatryggingum fyrir skatt. Þetta er eins og eignaupptaka.Enda þótt lífeyrir almannatrygginga sé skertur en ekki lífeyrir frá lífeyrissjóði er ljóst, að það er vegna lífeyris úr lífeyrissjóði,sem skerðingin á sér stað. Þessi ellilífeyrisþegi,sem fær 70 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði, er því engu betur settur en sá,sem ekkert hefur greitt í lífeyrissjóð.Svo virðist sem greiðslur hans í lífeyrissjóð mánaðarlega á langri starfsævi hafi engu skilað. Ríkið hirðir af honum hjá Tryggingastofnun nær allan viðbótarlífeyrinn.Hér er endurbóta þörf og það strax. Það getur ekki gengið áfram,að slíkar skerðingar tíðkist í almannatryggingaskerfinu. Hver er framfærslukostnaður eldri borgara? En hvað þarf einstaklingur mikið sér til framfærslu? Hvað segir Hagstofa Íslands um það? Hagstofan reiknar ekki út framfærslukostnað en hún rannsakar og reiknar úr neyslukostnað,meðaltalsútgjöld heimila og einstaklinga til neyslu.Hagstofan birti síðast slíka neyslukönnun í desember 2013.Samkvæmt henni eru meðalstalsútgjöld einhleypings til neyslu 320 þúsund kr. á mánuði.Engir skattar eru inni i þeirri tölu.Þessi upphæð er þvï sambærileg upphæð lífeyris almannatrygginga til einhleypra ellilífeyrisþega eftir skatt.Miðað við þessa neyslukönnun Hagstofunnar og miðað við neysluviðmið,sem velferðarráðuneytið hefur birt, er ljóst, að lífeyrir almannatrygginga er alveg úr tengslum við raunveruleikann.Það vantar 133 þús. kr. á mánuði til þess að lífeyrir almannatrygginga dugi fyrir meðaltalsneysluútgjöldum samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar.Þessi neyslukönnun Hagstofunnar á við eldri borgara eins og aðra. Sumir liðir í neyslukönnuninni eru jafnvel lægri en nemur útgjöldum eldri borgara til þeirra.Það á t.d. við um lyfjakostnað og lækninkostnað. Lífeyrir dugar ekki-stórhækkun húsaleigu Húsnæðiskostnaður hefur stórhækkað undanfarið.Algengt er,að húsaleiga fyrir 2ja herbergja íbúð á Stór Reykjavíkursvæðinu sé nú 150þús.kr. á mánuði.Einhleypur ellilífeyrisþegi mundi fá rúmar 20 þús. kr. á mánuði í húsaleigubætur. en eftir stæðu samt 130þús.kr. á mánuði í húsaleigu.Ellilífeyrisþegi með 155þús.kr. á mánuði í lífeyri ræður ekki við þá leigu.Staðan er betri hjá þeim,sem eiga skuldlítið eigið húsnæði.En það er samt ljóst,að það er ekki verið að búa eldri borgara sómasamlegt líf með því að skammta honum 155 þús.kr.á mánuði eftir skatt.Það er ekki unnt að reka bíl af svo lágum lífeyri og varla unnt að reka tölvu.Ekkert er til fyrir ferðalögum og tæplega unnt að gefa barnabörnunum gjafir.Þessi lífeyrir er rétt fyrir mat og fatnaði.Þessi lífeyrir er svo lágur,að hann er til skammar.Stjórnvöld ættu að sjá sóma sinn í því að stórhækka lífeyri eldri borgara og öryrkja. Lífeyrir fylgi neyslukönnun Hagstofunnar Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík telur að við ákvörðun um lífeyri aldraðra frá TR eigi að leggja neyslukönnun Hagstofunnar til grundvallar.Það eigi að hækka lífeyri aldraðra í áföngum í þá upphæð,sem neyslukönnun Hagstofunnar kveður á um.Þessa breytingu mætti gera í 2-3 áföngum. En að þeirri aðlögun lokinni ætti lífeyrir einhleypra eldri borgara að vera 320 þús. kr,. á mánuði eftir skatt,miðað við síðustu neyslukönnun.Sú upphæð mundi síðan breytast í samræmi við nýjar neyslukannanir.Það er enginn ofhaldinn af 320 þús. kr. á mánuði í dag. Björgvin Guðmundsson formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Rvk. Birt í Mbl. 11.ágúst 2014 Leyfilegur


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn