Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnEllilaun hækki og verði skattfrjáls

miðvikudagur, 28. júní 2006

 

 

Ríkisstjórnin  hefur ákveðið að hækka skattleysismörk í 90 þúsund krónur á mánuði frá og með næstu áramótum. Ef skattleysismörkin hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 eins og eðlilegt hefði verið, ættu skattleysismörkin að vera 130 þúsund krónur á mánuði í dag. Það má því með réttu segja , að ríkisstjórnin hafi látið almenning greiða mun hærri skatta en eðlilegt hefur verið  með því að láta skattleysismörkin   ekki fylgja launaþróun. Nú ætlar ríkisstjórnin að skila hluta af því til baka, sem áður hefur verið tekið af almenningi í sköttum og vill fá  þakkir fyrir.En betur má ef duga skal. Ríkisstjórnin þarf enn að hækka skattleysismörkin um 40 þúsund krónur á mánuði  til þess að  þau haldi í við launaþróunina frá 1988.Almenningur á því enn mikið inni hjá ríkinu í þessum málaflokki. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður segir, að ríkisstjórnin hafi haft  35 milljarða af almenningi sl. 10 ár með því að  “skerða” skattleysismörkin. Ekki er ástæða til þess að þakka ríkisstjórninni fyrr en hún hefur skilað öllu til baka.

 

Launin verði 130-190 þúsund

 

  Landsamband eldri borgara og Öryrkjabandalag Íslands  telja,að  skattleysismörkin eigi að hækka í  rúmlega 130 þúsund krónur á mánuði,  þ.e  þá fjárhæð,sem þau væru í, ef þau hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 (staðgreiðslukerfið var tekið upp 1988).  Þetta kemur fram í skýrslu,sem samtökin lögðu fyrir alla stjórnmálaflokkana

 fyrir skömmu. Samtökin telja, að laun eldri borgara og öryrkja frá Tryggingastofnun eigi að hækka það mikið, að þau dugi fyrir eðlilegum framfærslukostnaði  samkvæmt  neyslukönnun Hagstofu Íslands. Samtökin telja,að launin frá Tryggingastofnun eigi að hækka upp í 130-190 þúsund krónur á mánuði  en lægri   upphæðin yrði skattfrjáls, ef skattleysismörkin væru leiðrétt eðlilega.Einnig telja samtökin,að afnema eigi skerðingu launa frá almannatryggingum vegna tekna úr lífeyrissjóði og vegna tekna maka.

 

Ellilaun verði skattfrjáls

 

 Ég er  sammála  framangreindu áliti Landssambands eldri borgara og Öryrkjabandalags Íslands.Það er algert lágmark, að 130 þúsund króna tekjur á mánuði séu skattfrjálsar. Það kæmi sér vel fyrir  aldraða og öryrkja. Margir telja raunar, að skattfrjálsa upphæðin ætti að vera 150 þúsund krónur.Laun eldri borgara og öryrkja þyrftu að hækka í 130-190 þúsund krónur á mánuði (t.d. 170 þúsund krónur).Það er brot á stjórnarskránni að skerða tekjur  aldraðra og öryrkja  frá almannatryggingum vegna tekna maka. Hver einstaklingur er sjálfstæður og réttur hans er verndaður í  stjórnarskránni. Í  stjórnarskránni segir, að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinga án tillits til stöðu. Samkvæmt því ákvæði verða kjör aldraðra eða öryrkja ekki skert vegna hjúskaparstöðu.

 Greiðslur í lífeyrirsjóð eru sparnaður,sem lífeyrisþegar eiga, og því er alveg út í hött,að laun úr almannatryggingum skerðist  þegar þessi sparnaður er greiddur út.

 

Eftir hverju er beðið?

 

Þegar skýrt var frá samkomulagi verkalýðshreyfingarinnar og samtaka atvinnulífsins fyrir skömmu sagði ríkisstjórnin,að fjallað væri um lífeyri aldraðra annars staðar (Ásmundarnefndin). Samkomulagið á vinnumarkaðnum kvað.m. a. á um það,að hinir lægst launuðu fengju  15 þúsund króna hækkun frá og með 1.júlí. Hvers vegna var ekki tilkynnt,að aldraðir fengju sömu hækkun frá sama tíma? Laun aldraðra eiga að taka mið af lágmarkslaunum á vinnumarkaðnum og forsætisráðherra tilkynnti 1995,að  sú breyting, sem tók þá gildi, mundi ekki skerða kjör aldraðra. Þess vegna liggur það á borðinu, að aldraðir eiga rétt á sömu hækkun frá 1.júlí og hinir lægst launuðu fá. Það þarf enga Ásmundarnefnd til þess að fjalla um það mál. Sú nefnd á að fjalla um hækkun til viðbótar  15 þúsund króna hækkun á mánuði og hún á að fjalla um afnám tekjutenginga. Krafa aldraðra er sú,að nefndir ríkisins tefji ekki að aldraðir fái þær kjarabætur sem þeim ber.

 

Bjögvin Guðmundsson

 

Birt í Mbl. 7.júlí  2006N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn