Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnLÆKKA ÞARF FASTEIGNAGJÖLD ALDRAÐRA VERULEGA

fimmtudagur, 18. maí 2006

 

 

 

Í forustugrein Morgunblaðsins 18.mai segir svo:”Öldruðum hefur þótt erfitt að ná eyrum ráðamanna.Þeir eru reiðir vegna þess, að þeim finnst að þeir séu ekki virtir viðlits.Í forustusveit þeirra eru menn, sem hafa mikla reynslu  af  opinberum málum sem stjórnmálamenn,verkalýðsleiðtogar og háttsettir embættismenn."

 

 

 

Þetta er hárrétt hjá Mbl..Framkoma stjórnvalda við  forustumenn eldri borgara hefur verið slík undanfarin ár, að þeir eru búnir að fá nóg. Þeir eru einnig búnir að fá nóg af skýrslugerð og nefndarskipunum.Það liggur alveg ljóst fyrir hver vandinn er.Það er komið að athöfnum eins og Afa,hin nýju samtök aðstandenda aldraðra hafa bent á.

 

Lífeyrir hefur lækkað um 17,7 prósentustig

 

 Samkvæmt staðtölum Tryggingastofnunar ríkisins 2004 nam   lífeyrir aldraðra,grunnlífeyrir,tekjutrygging og eingreiðsla 61,6% af lágmarkslaunum verkafólks það ár en árið 1988 nam sami lífeyrir  79,3% af lágmarkslaunum.Á þessu tímabili hefur  lífeyrir aldraðra sem hlutfall af  lágmarkslaunum lækkað um 17,7 prósentustig.Árið 1995 nam  ellilífeyrir  74,8% af lágmarkslaunum.Það er því alveg sama hvort miðað er við 1988 eða 1995: Það hefur orðið gífurleg skerðing á lífeyri aldraðra miðað við lágmarkslaun verkafólks.Þessar tölur  tala sínu máli. Þær segja allt sem segja þarf. Deilur fjármálaráðherra við prófessora háskólans um það hve skattar hafi hækkað mikið breyta þar engu um.Áður greiddu tekjurlágir ellilífeyrisþegar engan skatt en nú verða þeir að greiða verulega skatta.Á sama tíma hafa lyf hækkað mikið en það bitnar þungt á öldruðum.

 

Allir vilja bæta ráð sitt

 

 Allir  flokkar,sem bjóða fram við borgarstjórnarkosningar, segjast nú vilja bæta kjör aldraðra.Þeir vilja auka heimaþjónustu og heimahjúkrun aldraðra og þeir vilja fá lögbundin framlög ríkisins til þess að geta  byggt hjúkrunarheimili.Ég benti á það hér í Morgunblaðinu,að ríkið hefur tekið til reksturs 2,5 milljarða úr framkvæmdasjóði aldraðra en sá sjóður var stofnaður til þess að kosta byggingu hjúkrunarheimila.Einn frambjóðandi orðaði það svo, að ríkið hefði stolið þessum peningum!Eitt er víst: Ríkið verður að skila þessum peningum strax.

 

 

..

 Það er eðlilegt að  eldri borgarar séu tortryggnir út í stjórnmálaflokkana þegar þeir lofa nú aðgerðum í málefnum  þeirra.Þess vegna er það mjög athyglisvert  stefnumál hjá Samfylkingunni í Reykjavík,að ef aldraðrir fái ekki þá þjónustu, sem þeir eiga lögum samkvæmt að fá, þá skuli þeir fá greiðslu í staðinn. Þetta er algert nýmæli og mjög gott stefnumál hjá Samfylkingunni.

 

Lækka verður fasteignagjöld aldraðra

 

  Mikil áhersla er nú lögð á það, að aldraðir geti verið sem lengst í heimahúsum .Til þess að auðvelda það þarfa að lækka fasteignagjöld aldraðra verulega.Ég tel,að  auka eigi afslátt á fasteignagjöldum ellilífeyrisþega og þeir sem eru 70 ára og eldri eigi að greiða mjög lág fasteignagjöld.

 

 Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Morgunblaðinu 20.mai 2006

 

 

 N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn