Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnBæta þarf kjör aldraðra

sunnudagur, 28. nóvember 2004

 

 

Þingmenn Samfylkingarinnar hafa verið ötulir við  að flytja mál aldraðra á alþingi.Og   fyrir frumkvæði Samfylkingarinnar  hafa verið stofnuð þrjú hagsmunafélög aldraðra ,þ.e. 60+, þar á meðal á Akureyri.Við bindum miklar vonir við þessi félög.Þau hafa farið vel af stað.

 

  Kjör aldraðra í dag eru til skammar fyrir íslenskt  samfélag. Kjör aldraðra eru óviðunandi.Lítum á nokkrar tölur:

 

Einhleypur ellilífeyrisþegi,sem hefur hámarks lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins en engar aðrar tekjur, hefur í dag í ráðstöfunartekjur 91.515 kr., þ.e. eftir skatta. Af þessum tekjum verður hann að greiða öll sín útgjöld,þar á meðal húsnæðiskostnað.Margir einhleypingar greiða 50 þús. kr. á mánuði fyrir húsnæði.Allir sjá því,að það lifir enginn mannsæmandi lífi af þessari fjárhæð. Þó erum við hér að tala um ellilífeyrisþega,sem nýtur bæði  tekjutryggingarauka og heimilisuppbótar. Ef  þeirra bóta nýtur ekki við hrapa ráðstöfunartekjur         hans verulega eða um 20-37 þús kr.  á mánuði..

 

En hafa ekki flestir aldraðir einhvern lífeyri úr lífeyrissjóði?  Jú, sem betur fer.En hvernig lítur dæmið þá út?

Einhleypur ellilífeyrisþegi,sem hefur 45.888 kr. úr lífeyrissjóði til viðbótar lífeyri Tryggingastofnunar hefur 106.559 kr. í ráðstöfunartekjur. Ég sagði  106.559 kr. Það eru öll ósköpin. Í þessu dæmi fellur tekjutryggingarauki að fjárhæð 20 þús kr.niður og skatturinn hækkar verulega.   Ráðstöfunartekurnar aukast aðeins um 15 þús. kr. við það,að ellilífeyrisþeginn fær  nær 46 þús. kr. úr lífeyrissjóði.Og þó lífeyrir  úr lífeyrissjóði nemi  tæpum 92.000 kr. fær ellilífeyrisþeginn ekki nema 116 þús kr.  í ráðstöfunartekjur eða 10 þús kr. meira enda  þótt hann fái 46 þús. kr. meira úr lífeyrissjóði en í fyrra dæminu.

  Þannig er nú réttlætið. Því meira sem þú færð úr lífeyrissjóði  því meiri verður skerðing Tryggingastofnunar og því meiri verður skattpíningin.Það skal algerlega tryggt,að aldraðir hafi ekki of mikið til ráðstöfunar.

 

  Hagstofa Ísland birti fyrr á þessu ári niðurstöðu neyslurannsóknar,sem fram fór árin 2000-2002. Könnuð voru útgjöld fjölskyldna og einstaklinga í landinu. Slíkar kannanir fara reglulega fram. Niðurstaða neyslukönnunar Hagstofunnar var sú,að einstaklingur, einhleypingur, þyrfti  161 þús.kr á mánuði sér til framfærslu fyrir utan skatta. Ég endurtek: Þetta var fyrir utan skatta og öll opinber gjöld.Hins vegar var húsnæðiskostnaður inni í þessari tölu en mjög lágt reiknaður eða aðeins 38 þús. kr á mánuði. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hefur haft þessa neyslukönnun Hagstofunnar til athugunar.Kjaranefndin telur,að með hliðsjón af henni þurfi hver aldraður einstaklingur a.m.k. 160 þús kr. á mánuði sér til framfærslu. Lífeyrir aldraðra einstaklinga frá Tryggingastofnun þurfi því að hækka  upp í þá fjárhæð,þ.e.í 160 þús kr. á mánuði  miðað við að ekki sé um neinar aðrar tekjur að ræða.Þetta er 56 þús kr. hækkun á mánuði. Sumum finnst þetta ef til vill mikil hækkun.En mér finnst það ekki.Þetta er alger lágmarkshækkun.Og í rauninni er þetta ekki nærri nóg hækkun,þar eð skv. neyslukönnun Hagstofu Íslands dugar þetta ekki fyrir sköttum einnig,heldur aðeins fyrir öðrum útgjöldum.

 

 Landssamband eldri borgara settist að samningum við ríkisstjórnina í nóvember 2002 og gerði samkomulag um lítilsháttar lagfæringar á kjörum aldraðra . Þetta samkomulag færði öldruðum sáralitlar hækkanir á lífeyri eða  eftirfarandi: Tekjutrygging aldraðra hækkaði um 3028 kr.  1.jan. 2003 og um  2000 kr.   1. jan. 2004.Tekjutryggingarauki  hækkaði um  2255 kr. 1.jan. 2003 og um 2000 kr. 1.jan 2004.Grunnlífeyrir  hækkaði um 640 kr.-640 kr. Þetta voru öll ósköpin.                              En ríkisstjórnin flaggaði þessu samkomulagi óspart í kosningunum 2003,rétt eins og hún hefði leiðrétt kjör aldraðra mjög mikið. Hið eina,sem  verulegt gagn var í úr þessu samkomulagi var að samið var um nokkra aukningu hjúkrunarrýma fyrir aldraða.

 

Fram til ársins 1995 hækkaði lífeyrir aldraðra frá Tryggingastofnun  í samræmi við hækkun lágmarkslauna á almennum vinnumarkaði. En þá var skorið á þessi tengsl.  Síðan  hefur lífeyrir aldraðra dregist verulega aftur úr og hækkað mun minna en almenn laun. Kaupmáttur lágmarkslauna  hefur hækkað um 56 % frá árinu 1990 en kaupmáttur lífeyris aldraðra hefur aðeins hækkað um 24,7% á sama tíma. Það vantar 16.248 kr. á mánuði upp á  að lífeyrir aldraðra sé eins og hann ætti að vera  miðað við,að hann hefði fylgt almennri launaþróun. Þetta eiga ellilífeyrisþegar inni hjá ríkinu.Við gerum kröfu til þess að fá þetta endurgreitt.

Þetta hefur verið  af okkur tekið.En auk þess vilja aldraðir fá almenna leiðréttingu til þess að þeir geti lifað mannsæmandi  lífi.

 

 Ríkisstjórnin hefur verið treg til þess að hækka lífeyri aldraðra. En hún getur einnig farið þá leið að stórhækka skattleysismörkin.Á þann hátt má auka kaupmátt aldraðra og  annars láglaunafólks í þjóðfélaginu. Skattleysismörkin hafa ekki fylgt launa-og verðlagsþróun undanfarin ár. Þau  hafa dregist verulega aftur úr í samanburði við kaupgjald og verðlag. Skattleysismörkin eru í dag rúmar  71.000 kr. á mánuði. En ef þau hefðu fylgt verðlagsþróun frá árinu 1988 ættu þau að vera 99.557 kr. í dag. Sú óverulega hækkun skattleysismarka,sem ríkisstjórnin boðaði fyrir viku nær ekki einu sinni þessari tölu.Ef skattleysismörkin

 hefðu fylgt launaþróun ættu þau nú að vera  114.956 kr. Það er til skammar að 104 þús kr. sem einhleypur ellilífeyrisþegi hefur í lífeyri frá Tryggingastofnun í dag, skuli  skattlagðar með  12.700 kr.  skatti. Auðvitað ætti þessi fjárhæð að vera skattfrjáls.115 þús kr. ættu að vera skattfrjálsar.Það er algert lágmark. Sumir segja,að 150-160 þús kr. ættu að vera skattfrjálsar.Það sé sú upphæð sem hver einstaklingur þurfi sér til framfærslu.

 

 

Það virðast vera nógir peningar til í íslensku þjóðfélagi,a.m.k  benda fréttir af fjármálum fyrirtækja til þess.Og ríkisstjórnin segist nú geta varið 22 milljörðum kr. í skattalækkanir næstu 3 árin. Ísland er ríkt þjóðfélag.Er þá ekki unnt að gera betur við aldraða og öryrkja og þá sem búa við fátækt? Vissulega er það hægt.Aldraðir hafa skilað  þjóðfélaginu  fram á þann veg,sem það er á í dag.Þjóðfélagið skuldar öldruðum góð lífskjör.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Flutt á ráðstefnu Samfylkingarinnar um kjör aldraðra á Akureyri 27.nóv. 2004  

 

 

 

 N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn