Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnKjaramál aldraðra:Stefnan sú sama og þegar Framsókn var i stjórn

föstudagur, 26. október 2007

 

Eldri  borgarar  hafa ekki orðið varir við neina stefnubreytingu hjá stjórnvöldum   í kjaramálum við tilkomu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn í stað Framsóknar. Stefnan í kjaramálum aldraðra virðist alveg sú sama og hún var á meðan Framsókn fór með heilbrigðis-og tryggingaráðuneytið.Þetta eru gífurleg vonbrigði   fyrir kjósendur og sérstaklega fyrir eldri borgara.

 

Ef ríkisstjórnin ætlar að reka  af sér slyðruorðið verður hún að bæta kjör aldraðra strax en ekki síðar. Það þarf að hækka lífeyri eldri borgara strax um 30- 40 þúsund á mánuði, sem fyrsta áfanga í leiðréttingu á kjörum aldraðra. Lífeyrir aldraðra einstaklinga er í dag 126 þúsund á mánuði fyrir skatta,eða 113 þúsund eftir skatta.Ef þessi lífeyrir er hækkaður um 30 þúsund fer hann í 156 þúsund á mánuði fyrir skatta en ella í 166 þúsund fyrir skatta ef hækkunin  væri 40 þúsund á mánuði.Eftir sem áður væri þetta mjög lágur lífeyrir. Þetta verður ekki mannsæmandi fyrr en lífeyririnn fer í 210 þúsund   á mánuði fyrir skatta  eða sem svarar neysluútgjöldum einstaklinga á mánuði.

 

Allar staðreyndir liggja fyrir

 

Það hafa verið skipaðar nefndir til þess að fjalla um þessi mál en það var engin þörf

á því.Allar staðreyndir liggja fyrir. Það er búið að athuga þessi mál fram og aftur á undanförnum misserum. Það er algengt í stjórnsýslunni í dag að skipa nefndir um alla mögulega hluti og  eins þó engin þörf sé á því. Stundum er þetta gert til  þess að tefja málin. En stundum er það gert af gömlum vana. Einn ráðherra á fyrri  árum  lét verkin tala og fór ekki þá leið að setja  öll mál í nefnd. Það var Ingólfur Jónsson frá Hellu. Hann framkvæmdi hlutina strax.  Ég vildi sjá fleiri ráðherra vinna þannig. Og þannig ætti Jóhanna Sigurðardóttir að vinna. Hún hefur flutt tillögur hvað eftir annað á  alþingi um  bætt kjör aldraðra og látið framkvæma margvíslegar athuganir í tengslum við þær. Hún þarf því ekki að láta athuga málin nánar. Hún þarf að framkvæma.

Ég legg til að Jóhanna og Guðlaugur Þór, heilbrigðisráðherra  komi sér saman um fyrstu aðgerðir til leiðréttingar á  kjörum aldraðra: 40 þúsund króna hækkun á  lífeyri aldraðra einstaklinga  strax í nóvember.

Sýnið, að  það sé unnt að leiðrétta kjör aldraðra  með sama hraða og lífeyri  ráðherra og þingmanna.

 

Björgvin Guðmundsson


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn