Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnRíkisstjórnin hefur tekið í rekstur 2,5milljarða úr framkvæmdasjóði aldraðra!

þriðjudagur, 28. febrúar 2006

 

 

Umræðan um aðbúnað og kjör aldraðra heldur áfram. Nú síðast var vakin athygli á því,að mörg dæmi eru um það,að öldruð hjón séu skilin að, þegar þau þurfa að fara á  hjúkrunarheimili.Ófremdarástandið í hjúkrunarmálum aldraðra er svo mikið,að ekki er í öllum tilvikum unnt að vista hjón  saman,þegar þau þurfa að fara á hjúkrunarheimili.Þetta hefur verið  gagnrýnt harðlega í fjölmiðlum og  fjölmargir hlustendur hafa hringt í útvarpsstöðvarnar til þess að mótmæla þessu ranglæti.Meðal þeirra,sem mótmælt hafa, er forseti Íslands,Ólafur Ragnar Grímsson.

 

Ríkisstjórnin hefur seilst í framkvæmdasjóð aldraðra

 

 Ein af ástæðunum fyrir skorti á hjúkrunarrými fyrir aldraða er sú staðreynd,að framkvæmdasjóður aldraðra hefur ekki verið notaður að fullu til þess að byggja rými fyrir aldraða eins og tilskilið var í lögum í upphafi.Mikill hluti sjóðsins hefur af ríkisstjórn verið tekinn til annarra þarfa en byggingaframkvæmda.Ríkisvaldið hefur seilst í þá fjármuni sem ætlaðir voru til þess að byggja yfir aldraða.Það er forkastanlegt og nú ætti ríkið að skila  þeim fjármunum,sem mörg undanfarin ár, hafa verið teknir úr framkvæmdasjóði aldraða til annarra þarfa en framkvæmda.Alls hafa rúmir 6 milljarðar króna runnið í framkvæmdasjóð aldraðra undanfarin 10 ár en af þeirri fjárhæð hafa innan við 60% eða aðeins 3,6 milljarðar farið í framkvæmdir samkvæmt upphaflegum tilgangi laga um sjóðinn en ríkisstjórnin hefur tekið 2,5 milljarða til annarra þarfa.

 

Lífeyrir aldraðra skertur um 40 milljarða

 

 Það er sama hvar er borið niður í málefnum aldraðra.Alls staðar blasa við vanefndir ríkisvaldsins.Ríkisstjórnin skuldar öldruðum 2,5 milljarða til uppbyggingar hjúkrunarheimila og  annarra stofnana í þágu aldraðra. Og ríkisstjórnin skuldar öldruðum tugi milljarða vegna vanefnda á lífeyrisgreiðslum til aldraðra.Alls hafa  stjórnarflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar haft 40 milljarða af ellilífeyrisþegum á liðnum 11 árum  vegna þess,að ekki var staðið við fyrirheit um að lífeyrisgreiðslur mundu ekki skerðast við rof á sjálfvirkum tengslum milli lífeyris og lágmarkslauna verkafólks.

 

450 bíða eftir hjúkrunarrými

 

 450 aldraðir bíða nú eftir rými á hjúkrunarheimilum.Er þá ekki tekið tillit til þess að margir eru víða saman í herbergi en það er óásættanlegt.Ekki munu bætast við nema 200 ný hjúkrunarrými á næstu 3-4 árum. 89 aldraðir eru vistaðir á Landsspítalanum,hátæknisjúkrahúsi, en ættu að vera á hjúkrunarheimili.Þetta er algert ófremdarástand hjá einni ríkustu þjóð í heimi. Og ekkert er gert.

 

Það er níðst á öldruðum

 

 Landsamband eldri borgara segir að það vanti 17 þúsund krónur á mánuði  nú upp á að lífeyrisgreiðslur aldraðra frá almannatryggingum nái því sem  þær ættu að vera miðað við að þær hefðu hækkað í samræmi við hækkun lágmarkslauna.En þó lífeyririnn mundi hækka um þá fjárhæð dugar það hvergi nærri til framfærslu aldraðra. Lífeyrir einstaklings,sem ekkert fær úr lífeyrissjóði, er í dag 105 þúsund krónur fyrir skatta.Hann mundi því hækka í 122 þúsund krónur á mánuði ef tillaga Landsambands eldri borgara yrði samþykkt. En  samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands þarf einstaklingur 167 þúsund krónur á mánuði til framfærslu.Skattar ekki meðtaldir.Hér vantar mikið upp á.Þessar tölur sýna svart á hvítu,að það er verið að níðast á eldri borgurum. Krafa eldri borgara er þessi: Ríkisvaldið skili aftur þeim tugum milljarða,sem hafðir hafa verið af öldruðum í lífeyri  á liðnum 11 árum  og ríkið skili þeim 2,5 milljörðum sem teknir hafa verið úr Framkvæmdasjóði aldraðra og látnir hafa verið í rekstur í stað framkvæmda.

 

Björgvin Guðmundsso


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn