Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Er vandi aldraðra ofmetinn?

miðvikudagur, 9. nóvember 2005

 

Stundum heyrast raddir eins og þessar: Aldraðir hafa aldrei haft það eins gott og . Þeir eiga húsnæði og hafa góða lífeyrissjóði. Og nýlega var haldin ráðstefna, þar sem því var haldið fram,að aldraðir yrðu yfirstétt framtíðarinnar,þar lífeyrissjóðir .þeirra væru alltaf bólgna meira og meira út og aldraðir yrðu þess vegna auðugir í framtíðinni. Er þetta rétt? Nei þetta eru örgustu öfugmæli.Það er aðeins hluti af öldruðum,sem hefur góð lífskjör en mjög stór hópur býr við bág kjör  og enn annar hópur hefur varla fyrir brýnustu nauðsynjum.

 

Velferðarkerfið ekki nógu gott

 

  Velferðarkerfið,tryggingakerfið, á vera það gott,að enginn þurfi líða skort.Tryggingakerfið á   miðast við þarfir henna verst settu. Ellilífeyrisþegar eiga t.d. það mikinn lífeyri, hann dugi fyrir framfærslukostnaði og tryggi það,að aldraðir geti lifað með reisn.Og dvalar-og hjúkrunarheimili eiga sjá öldruðum fyrir það mörgum rýmum,að aðeins einn þurfi búa í hverju herbergi eins og tíðkast á hinum Norðurlöndunum.Þegar bent er á vandann í dag þýðir ekkert fyrir ráðmenn,að  vitna í tölfræði og segja,að hér meira um stofnanir fyrir aldraða en í nálægum löndum.Það er ágætt auka heimaþjónustu,heimilishjálp og heimahjúkrun en það leysir ekki vanda hjúkrunarheimilanna í dag. Við sendum ekki aldraðra,sjúka aftur inn á heimili sín.

 

10 þúsund hafa aðeins 110 þúsund á mán.

 

sjálfsögðu hafa ýmsir eldri borgarar góð efni og margir þeirra eiga íbúðir.En það er ekki unnt gera kröfu til þess eldri borgarar selji húsnæði sitt til þess þeir geti framfleytt sér vegna þess,að almannatryggingar hafa brugðist. Almannatryggingar og lífeyrissjóðir eiga duga fyrir sómasamlegri framfærslu í ellinni. Þriðjungur ellilífeyrisþega ( 10 þúsund manns hefur aðeins  113 þús kr. í tekjur á mánuði.( samanlagður lífeyrir úr almannatryggingum og lífeyrissjóði) Af þeirri upphæð eiga þeir greiða allan framfærslukostnað sinn,þar á meðal húsnæði og skatta.Það lifir enginn sómasamlegu lífi af þessari upphæð. Hagstofan segir,að meðalframfærslukostnaður ( neysluútgjöld) einstaklings séu 167 þúsund kr. á mánuði  fyrir utan skatta.Það þýðir,að til þess hafa fyrir þessum framfærslukostnaði og geta greitt skatta þarf lífeyririnn vera  nokkuð yfir 200 þúsund kr. á mánuði( 230 þús. ) Það er langur vegur milli 113 þúsund kr. á mánuði og  þess framfærslukostnaðar sem Hagstofan  hefur reiknað út sem meðaltal fyrir einstaklinga.

 

Fær 80 þúsund á mánuði fyrir skatta

 

 Ellilífeyrisþegi,sem hefur engan lífeyrissjóð,sendi mér  launaseðil sinn frá Tryggingastofnun ríkisins.Hann hljóðaði svona:

Ellilífeyrir         21.999

Tekjutrygging   43.113

Tekjutryggingar-

Auki                  17.044

Samtals              82586

 

Af þessari  fjárhæð verður ellilífeyrisþeginn greiða skatta.Allir sjá,að  ekki er unnt lifa sómasamlegu lífi af  þessari fjárhæð.Þessi nánasarskömmtun  er til skammar enda hefur verið reiknað út það vanti 17 þúsund kr. á mánuði upp á  bæturnar nái því,sem þær hefðu átt vera ef þær hefðu fylgt hækkun lágmarkslauna frá 1995.

 Ellilífeyrisþeginn,sem sendi mér launaseðilinn,sagði,að nota hefði átt hluta af símapeningunum til þess hækka ellilífeyrinn.Síðan sagði hann: “ En ekki gekk það eftir. Heilbrigðisráðherra sagði,að það sem ákveðið hefði verið kæmi öllum landsmönnum til góða en spyrja hvort nýr Landspítali eftir 10-15 ár  komi núverandi ellilífeyrisþegum til góða eða vegabætur eftir  5-10 ár. Svarið er  nei. ætti ríkisstjórnin koma saman til fundar og hækka almennan ellilífeyri í 120 þús. Kr. á mánuði og jafnfram ákveða skattleysismörk verði 120 þús. Kr. “

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Blaðinu í nóv. 2005

 

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn