Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Mikil atvinnuuppbygging Orkuveitunnar

laugardagur, 7. ágúst 2004

 

 

Eftir að Orkuveita Reykjavíkur gerði ásamt Hitaveitu Suðurnesja samning við Norðurál um að útvega raforku til stækkunar álverksmiðju fyrirtækisins er Orkuveitan komin í hóp þeirra aðila er vinna að stórfelldri atvinnuuppbyggingu hér  á landi. Tvöfalda á afkastagetu Norðuráls eða úr 90 þús. tonnum í 180 þús. tonn á ársgrundvelli. Raforka verður fengin frá gufuaflsvirkjun Orkuveitunnar á Hellisheiði svo og frá  slíkri virkjun Hitaveitu Suðurnesja.Er þetta í fyrsta sinn sem stóriðja fær alfarið raforku frá gufuaflsvirkjun.Aðrir aðilar en Landsvirkjun hafa ekki áður gert orkusölusamning að slíku umfangi. Alls verður hér um  50 milljarða kr. fjárfestingu að ræða,þar af um 20 milljarðar í orkuframkvæmdum að meðtöldum flutningsvirkjum.Reist verður 120 MW rafstöð á Hellisheiði. Alls munu  um 800 manns vinna við uppbyggingu orkuvera og álvera vegna  stækkunar Norðuráls.

 Ástæða er til þess að óska Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja til hamingju með framkvæmdir þessar.

Nokkrar deilur hafa staðið  um Orkuveituna.Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið uppi gagnrýni á stjórn Orkuveitunnar en R-listinn hefur haldið fast um stjórnvölinn þar og ekki látið  hrekja sig af leið.R-listinn og stjórn Orkuveitunnar, undir forustu Alfreðs Þorsteinssonar, hafa fylgt fast þeirri stefnu,að Orkuveitan  ætti að vera opinbert fyrirtæki og að  Orkuveitan ætti að standa fyrir  mikilli atvinnuuppbyggingu eins og nú er verið að gera. Jafnframt hefur Orkuveitan gert útrás til  nágranna sveitarfélaga og til fjarlægra sveitarfélaga og hefur sú útþensla stóreflt  Orkuveituna.Orkuveitan hefur jafnframt látið sig dreyma enn stærri stórveldadrauma, samanber, er Alfreð Þorsteinsson lýsti því yfir,að  til greina kæmi að Orkuveitan keypti Símann í samvinnu við aðra fjárfesta.

 Hið eina sem  má gagnrýna hjá Orkuveitunni er það,að  fyrirtækið hefur ekki látið Reykvíkinga  njóta þess nægilega í orkuverðinu,að vel hefur gengið hjá fyrirtækinu. Hækkun á orkuverði sumarið 2003 olli þannig miklum deilum. Æskilegt er,að Orkuveitan  láti  Reykvíkinga njóta  velgengni sinnar með lægra orkuverði.Mér er að vísu ljóst,að mikil fjárfesting Orkuveitunnar er kostnaðarsöm en dreifa verður slíkum fjárfestingarkostnaði á langt tímabil.

  Orkuveitan varð til við sameiningu Hitaveitunnar og Rafmagnsveitunnar árið 1999.Árið eftir bættist Vatnsveitan  við. Reykjavík á 93,5% í Orkuveitunni en 3 önnur sveitarfélög eiga hlut í Orkuveitunni.Akraneskaupstaður á þar stærstan hlut. Er Orkuveitan nú sameignarfélag.Afkoma Orkuveitunnar var mjög góð árið 2003.Tekjur fyrirtækisins námu 12 milljörðum kr. og rekstrarhagnaður fyrir afskiftir 4,3 milljörðum. Eignastaða félagsins er gífurlega sterk.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu 7.ágúst 2004

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn