Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnÍsland á heima í samfélagi Evrópuþjóða

laugardagur, 8. maí 2010

Evrópusambandið (ESB) hefur samþykkt að hefja samningaviðræður við Ísland um  aðild þess að  ESB.Búast má við því, að viðræðurnar taki a.m.k. 2 ár.  Enda þótt Ísland sé aðili að  Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og hafi samþykkt mikið af reglum og tilskipunum ESB má samt búast við löngum og ströngum samningaviðræðum.Aðild okkar að EES auðveldar samningaviðræður. En  reikna má með því að viðræður um sjávarútvegs-og landbúnaðarmál verði erfiðar.Við munum væntanlega óska  eftir eftir því, að  Ísland verði sjálfstætt fiskveiðistjórnunarsvæði og að Íslendingar fari með  full og  óskoruð yfirráð á því.Það þýðir,að  Íslendingar haldi fullum  yfirráðum yfir sjávarútvegsmálum sínum og þar á meðal úthlutun heimilda til veiða í íslenskri fiskveiðilögsögu.  Því er haldið fram,að Ísland hafi ekkert að óttast í þessu efni  við aðild að ESB. Reynslan hafi leitt í ljós,að strandveiðiríki haldi öllum sínum fiskveiðiréttindum við aðild að sambandinu þó fiskveiðiheimildum sé úthlutað í Brussel. Ég tel þó ekki óhætt að treysta á það og því nauðsynlegt að fá undanþágur.  Í landbúnaðarmálum þurfum við einnig að fá víðtækar undanþágur. Svíar og Finnar fengu miklar undanþágur fyrir sinn landbúnað,þegar þessar þjóðir gengu í ESB. Undanþágur fengust fyrir landbúnað þessara þjóða á þeim grundvelli,að um mjög norðlægan landbúnað væri að ræða hjá báðum þjóðunum.Við þurfum að fá svipaðar undanþágur fyrir okkar landbúnað enda okkar landbúnaður einnig á norðlægum slóðum.
 
Komumst að stjórnborðinu við aðild
 
En hvers vegna er Ísland að sækja um aðild að  ESB? Hvað færir slík  aðild okkur, sem við  fáum ekki  nú þegar vegna veru okkar í EES? Eins og fram er komið verður Ísland að taka yfir mikið af reglum  og tilskipunum ESB auk margvíslegra laga.En Ísland er ekkert með í því að semja lög ESB og lítið sem ekkert með í því að móta reglur og tilskipanir ESB.Ísland á ekki fulltrúa á þingi ESB og situr ekki við stjórnborð sambandsins. Ef Ísland gengur  í ESB verður hér breyting á. Ísland kemst þá að stjórnborði ESB og getur haft áhrif á  gerð laga,reglna og tilskipana ESB. Það er vissulega óeðlilegt,að Ísland skuli þurfa að taka við og lögfesta lög og tilskipanir ESB án þess að hafa nokkur áhrif á undirbúning þeirra.
Meðal Evrópuþjóða eru nokkrar  af okkar bestu viðskiptaþjóðum.EES er stærsta viðskiptasvæði okkar..Margt er einnig líkt með menningu okkar og menningu Evrópuþjóða. Við eigum því heima í samfélagi Evrópuþjóðanna.
 
Höfum samþykkt frelsin fjögur
 
Við aðild að Evrópska efnahagssvæðinu samþykkti  Ísland frelsin fjögur: Frjáls vöruviðskipti,frjálsa fjármagnsflutninga,frjálsa flutninga vinnuafls og þjónustu.Innri markaður ESB tekur til allra þessara þátta.Ísland er aðili að þessum markaði.
Við aðild  að ESB mundi Ísland fá aðild að Evrópuþinginu,framkvæmdastjórn ESB og ráðherraráði.Þingið hefur lítil völd.Framkvæmdastjórnin og ráðherraráðið  eru valdamestu stofnanir sambandsins.Þar eru ákvarðanirnar teknar.Völd þingsins hafa þó verið að smáaukast.Ísland getur gerst aðili að ESB án þess að taka upp evru og ganga í   Efnahags- og myntbandalag Evrópu.Uppfylla þarf ströng skilyrði til þess að  fá að ganga í myntbandalagið. og taka upp evru, t.d. varðandi ríkisfjármál, verðbólgu og vexti..Það getur tekið talsverðan tíma að ná því að uppfylla þessi skilyrði.En á meðan beðið er aðildar að myntbandalaginu getur Ísland samt sem áður leitað samstarfs við Seðlabanka  Evrópu í gjaldmiðilsmálum.Ljóst er,að- Ísland getur ekki haft íslensku krónuna sem gjaldmiðil til langframa.Krónan er alltof veikur gjaldmiðill og opinn fyrir spákaupmennsku eins og best sást í aðdraganda bankahrunsins.
 
Lítið sem ekkert fullveldisafsal
 
Sumir halda því fram,að ef Ísland gangi í ESB afsali það sér miklu af fullveldi sínu.Hér gætir mikils misskilnings.Þegar Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu afsalaði það sér vissulega nokkru af fullveldi sínu.Ísland féllst þá á,að taka yfir (lögfesta) mikið af löggjöf ESB svo og  að innleiða mikið af reglum og tilskipunum  sambandsins. Um það var þá rætt, að ef til vill þyrfti að breyta stjórnarskránni svo Ísland gæti stigið þetta skref.En það var ekki gert. Fullveldisafsalið hefur þegar átt sér stað. Það verður ekki mikil breyting á í því efni við aðild að ESB.
Ef Ísland nær fram markmiðum sínum í sjávarútvegsmálum og heldur þar fullum yfirráðum getur það óhikað gengið í Evrópusambandið.
 
Björgvin Guðmundsson
 
Birt í Mbl. 4.ágúst 2010


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn