Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Lög og mannréttindi brotin á öldruðum og öryrkjum

þriðjudagur, 25. mars 2014

Aldraðir og öryrkjar hafa mikið knúið á stjórnvöld að leiðrétta kjaraskerðinguna ( og kjaragliðnunina),sem þessir hópar urðu fyrir á krepputímanum.Meðaltekjur öryrkja ( allar tekjur þeirra, þar á meðal fjármagnstekjur) hækkuðu aðeins um 4,7% á tímabilinu janúar 2009 til janúar 2013.Á sama tímabili hækkaði launavísitalan um 23,5% .Og vísitala neysluverðs hækkaði um 20,5% á sama tímabili. Af þessum tölum er ljóst, að kjaragliðnun sú, sem öryrkjar urðu fyrir á tímabilinu 2009-2013 er mikil.Aðalástæðan er sú, að í janúar 2009 var 69.grein almannatryggingalaganna tekin úr sambandi og lífeyrir öryrkja og aldraðra var frystur.Samkvæmt þessari grein á lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka í samræmi við hækkanir launa og aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs hækkar. Það var Talnakönnun,sem kannaði kaupmáttarskerðinguna fyrir Öryrkjabandalagið.Talnakönnun athugaði einnig breytingu bóta,verðlags og launa á tímabilinu 2008-2013. Þá kom eftirfarandi í ljós: Lágmarkslaun hækkuðu á þessu tímabili um 54,3% en lífeyrir einhleypra öryrkja hækkaði á sama tímabili aðeins um 29%. Lífeyrir sambúðarfólks hækkaði um 29,7%. Kjaraskerðingin 2009 var óheimil Kjör öryrkja og aldraðra voru einnig skert með ráðstöfnunum í ríkisfjármálum 1.júlí 2009.En þá voru kjörin ekki aðeins fryst heldur voru kjörin færð niður, færð til baka.En samkvæmt alþjóðasamningum, sem Ísland er aðili að, þá er óheimilt að færa kjör aldraðra og öryrkja til baka. Ef ætlunin er að gera slíkt vegna efnahagsáfalla, verða stjórnvöld fyrst að leita annarra leiða. Það var ekki gert 2009.Þess vegna var kjaraskerðingin þá óheimil. Ef litið er á kjaraskerðingu aldraðra á krepputímanum, kemur hið sama í ljós og hjá öryrkjum. Lífeyrir einhleypra eldri borgara hækkaði miklu minna en kaup láglaunafólks.Umræddur lífeyrir hækkaði aðeins um 17% á tímabilinu 2009-2013 ( miðað við þá,sem eingöngu hafa tekjur frá TR) en á sama tímabili hækkaði kaup láglaunafólks um 40%. Kjaragliðnunin er því eins mikil hjá öldruðum eins og hjá öryrkjum, jafnvel aðeins meiri.Þrátt fyrir skýr og ákveðin kosningaloforð bendir enn ekkert til þess, að ríkisstjórnin ætli að leiðrétta kjaragliðnun aldraðra og öryrkja Brotin mannréttindi á öldruðum og öryrkjum Það eru margir mannréttindasáttmálar,sem Ísland hefur undirritað.Þessir sáttmálar kveða á um það að veita skuli öldruðum og öryrkjum félagslegt öryggi og þeir kveða á um ýmis önnur réttindi,sem tryggja á öryrkjum og öldruðum.Einna mikilvægastur þessara sáttmála er mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna.Þá skiptir samningur Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðra miklu máli fyrir öryrkja.Ísland hefur undirritað þann sáttmála en hann hefur enn ekki tekið gildi hér á landi.Er nú unnið að gildistöku sáttmálans.En það er ekki nóg að undirrita samninga og setja þá í gildi.Það þarf að fara eftir þeim.Ég hefi áður skýrt frá því, að það er óheimilt samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasamningum, sem Ísland hefur samþykkt, að færa réttindi aldraðra og öyrkja til baka, þ.e. skerða þau eins og gert var 1.júlí 2009 .Ég kvartaði yfir því við þáverandi mannréttindaráðherra, Rögnu Árnadóttur, en hún gerði ekkert með erindið.Hún stakk því undir stól. Allir eiga rétt á lífskjörum, sem nauðsynleg eru til verndar vellíðan Mannréttindayfirlýsing Sþ.kveður á um það,að allir eigi rétt á lífskjörum,sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan; þar á meðal rétt til fæðis,klæða og félagslegrar þjónustu.Ennfremur segir þar,að allir eigi rétt á öryggi vegna atvinnuleysis, veikinda,fötlunar,fyrirvinnumissis,elli og annars, sem skorti veldur.-Það er engin spurning, að mannréttindi hafa verið brotin á öldruðum og öryrkjum hér á landi.Lög hafa einnig verið brotin á öldruðum, þar eð í lögum um málefni aldraðra segir,að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins.Svo hefur ekki verið. Björgvin Guðmundsson formaður kjaranefndar Félags eldri borgara Birt í DV 25.mars 2014


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn