Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Engin Evra án ESB aðildar.Misskilningur hjá Valgerði

fimmtudagur, 9. mars 2006

Valgerður Sverrisdóttir,iðnaðar-og viðskiptaráðherra hefur hreyft þeirri hugmynd,að Ísland gangi í Myntbandalag Evrópu og taki upp evru án aðildar að Evrópusambandinu (ESB).Það gengur ekki. Þessi hugmynd Valgerðar byggist á misskilningi. Það er ekki unnt að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið. Það hefur verið reynt en ekki gengið.

 

Noregur fékk synjun

 

 Bondevik, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, lét á þetta reyna fyrir nokkrum árum, þegar hann var forsætisráðherra Noregs.Hann fór þá til Brussel og ræddi við ráðamenn ESB um þá ósk Noregs  að taka upp evru  án þess að ganga í ESB. En hann fékk þvert nei hjá Evrópusambandinu. Honum var tjáð,að Noregur gæti ekki fengið  að taka upp evru án aðildar að Evrópusambandinu. Með því,að Noregi hefur verið neitað um að taka  upp evru án ESB aðildar fengi Ísland það ekki fremur. Noregur er  ríkara land en Ísland, er með mikinn olíugróða,sterkt efnahagslíf og traustan gjaldmiðil en samt var erindi Noregs synjað hjá ESB.

Það er virðingarvert hjá Valgerði að leiða hugann að nauðsyn þess að taka upp evru hér á landi, þar eð krónan er  farin að skaða íslensk útflutningsfyrirtæki og  engin framtíð er í því fyrir Ísland að halda í krónuna.En tillaga um evru er í rauninni  óbein tillaga um aðild að ESB.

 

Björgvin Guðmundsson



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn