Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Kaupmáttur ellilauna hefur aukist um 613 kr

fimmtudagur, 27. nóvember 2003

 

 

Á kosningadaginn kvað Kjaradómur upp úrskurð um laun æðstu embættismanna ríkisins. Samkvæmt honum hækka umrædd laun um allt að 19,3% %,þannig að laun forsætisráðherra hækka um  rúmar 140 þús. kr. á mánuði  og laun annarra ráðherra um 122 þús kr.á mánuði.Þetta gerist á sama tíma og rætt er hvort þjóðarbúið þoli,að aldraðir og öryrkjar fái nokkur þúsund kr. í hækkun á mánuði.ASÍ hefur þegar mótmælt úrskurði Kjaradóms og telur,að hann geti torveldað gerð næstu kjarasamninga.

 Í kosningabaráttunni vegna nýafstaðinna þingkosninga var nokkuð  rætt um kjör aldraðra og öryrkja. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar sögðu ítrekað,að kjör þessara hópa hefðu verið bætt verulega í tíð ríkisstjórnarinnar. Kaupmáttur  lífeyrisgreiðslna hefði aukist. Var á þessum talsmönnum að skilja,að kjör  aldraðra og öryrkja væru viðununandi. Ítrekað var vitnað í það,að ríkisstjórnin hefði gert samkomulag við samtök aldraðra og öryrkja um kjarabætur þeim til handa og gefið í skyn,að allt væri komið í lag! M.a. sögðu fulltrúar ríkisstjórnarinnar,að skattar á þessum láglaunahópum hefðu lækkað.Af þessum sökum sá Félag eldri borgara ástæðu til þess að birta yfirlýsingu 3.mai sl. þar sem það sýndi fram á það með rökum og staðreyndum,að skattar á öldruðum hefðu hækkað í tíð ríkisstjórnarinnar.

En hver er sannleikurinn um  kaupmátt bóta lífeyrisþega  á undanförnum árum? Hver er sannleikurinn um bætt kjör  lífeyrisþega,sem fulltrúum ríkisstjórnarinnar varð tíðrætt um í kosningabaráttunni? Sannleikurinn er þessi: ( Byggt á upplýsingum Félags eldri borgara)

Sl. 13 ár hefur kaupmáttur lífeyris  aldraðra hækkað um 10,6% á sama tíma og kaupmáttur lágmarkslauna hefur hækkað um yfir 40%. Þegar tekjuskattur hefur verið dreginn frá  stendur eftir 0,7% kaupmáttaraukning eða 613 kr. á mánuði. Þetta er sú kjarabót aldraðra,sem ríkisstjórninni varð svo tíðrætt um í kosningabaráttunni. Aldraðir fá þessar 613 kr. á mánuði í kjarabót á meðan ráðherrarnir fá nú skv. úrskurði Kjaradóms á annað hundrað þús. kr. í kauphækkun á mánuði! Þannig er réttlætið. En var þetta ranglæti ekki lagfært með samkomulagi ríkisstjórnar og Félags eldri borgara í nóvember sl. ? Lítum á það: Samkvæmt samkomulaginu var ellilífeyrir  hækkaður um 640 kr. á mánuði. Já,mikill er rausnarskapur ríkisstjórnarinnar.Tekjutrygging  einstaklinga var hækkuð um 3028 kr. á mánuði á þessu ári og skyldi hækka um 2000 kr. á mánuði   1.jan. n.k. Auk þess var nokkur hækkun á   tekjutryggingarauka en aðeins fáir njóta hans.Skerðingarhlutfall vegna tekjutryggingarauka var lækkað úr 67%  í  45%.

 Það er mikið búið að dásama þetta samkomulag. Og fulltrúar ríkisstjórnarinnar notuðu það óspart í kosningabaráttunni, að gert hefði verið samkomulag við eldri  borgara um bætt kjör þeirra. Það var engu líkara en  allt væri komið í lag varðandi kjör aldraðra. En þegar litið er á framangreindar tölur sést,að  hér var um skammarlega litlar hækkanir að ræða. Undrar það mig mjög,að Félag eldri borgara skyldi semja um svo litlar hækkanir: 640 kr. hækkun á ellilífeyri á mánuði og 3028 kr. hækkun á tekjutryggingu á mánuði á þessu ári.Þetta eru smánarbætur og síðan er tekinn skattur af þessu.

 Vonandi  tekur ríkisstjórnin sig á og gerir betur við aldraða og öryrkja. Ef hún tekur eitthvað mark á kjósendum ber henni að gera myndarlegt átak í kjarabótum fyrir þessa hópa. Allir stjórnmálaflokkar lögðu áherslu á nauðsyn þess að bæta verulega kjör aldraðra,öryrkja og atvinnulausra. Í þeim málum var alger samstaða í kosingabaráttunni.

 

 

 

Björgvin Guðmundsson

viðskiptafræðingur

Birt í Mbl. 2003 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn