Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnBætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?

föstudagur, 8. júlí 2016

Forsætisráðherra,Sigurður Ingi Jóhannsson,sagði í ræðu sinni á Austurvelli 17.júní, að enginn ætti að líða skort á Íslandi. Í framhaldi af þeim ummælum hefði ég talið, að forsætisráðherra mundi segja, að hann ætlaði að gera eitthvað í málinu; ætlaði sjálfur að ganga í það að uppræta skort og fátækt.En hann sagði það ekki, heldur sagði , að menn þyrftu að taka höndum saman um að leysa málið.Nú,gott og vel.Það getur einnig verið gott , ef ríkið hefur forustu í málinu. Þegar rætt er um skort a Íslandi koma mér í hug þeir eldri borgarar og öryrkjar,sem ekki eiga fyrir öllum útgjöldum í mánuði hverjum. Þeir verða að neita sér um lyf,læknishjálp eða mat. Þeir búa við skort.Sigurður Ingi var að tala um þá og aðra , sem búa við skort .Ríkið ber ábyrgð á lífeyrisgreiðslum til aldraðra og öryrkja. Alþingi og ríkisstjórn ákveða lífeyrisgreiðslur .Með því, að það er ríkið, sem annast lífeyrisgreiðslur til aldraðra og öryrkja eru hæg heimatökin hjá Sigurði Inga að ganga í að leiðrétta skortinn Engin viðbrögð frá forsætisráðherra Ég sendi forsætisráðherra opið bréf á Facebook og Mbl bloggi og fór fram á, að hann gengi sjálfur í málið en vísaði því ekki á aðra. Ég hef engin viðbrögð fengið frá forsætisráðherra. Það vantar áhugann á að svara.Auk þess er það siður margra Íslendinga að svara ekki bréfum (erindum).Og ráðherrar virðast hafa tekið þann sið upp. Þeir svara engu. Ég vann í nokkur ár í Noregi. Það kom mér eiginlega á óvart hvað Norðmenn voru fljótir að svara bréfum og erindum. Þeir svöruðu um hæl.Ég var enn meira hissa á því, þegar hringt var í opinberar stofnanir og viðkomandi starfsmaður var ekki við þá hringdu Norðmennirnir alltaf strax til baka. Þetta er nánast óþekkt hér hjá fyrirtækjum og stofnunum.Við gætum tekið okkur Norðmenn til fyrirmyndar í þessu efni. Voru þetta innantóm orð 17.júní? Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra verður að fylgja orðum sínum í ræðunni 17.júní eftir, orðunum um skort.Geri hann það ekki, hafa þetta verið innantóm orð hjá forsætisráðherra.Ég vil vona fyrir hönd aldraðra og öryrkja, að við eigum hauk í horni, þar sem Sigurður Ingi er. Aðrir ráðherrar hafa verð tregir i taumi.Þeir hafa valdið öldruðum og öryrkjum miklum vonbrigðum.Sigurður Ingi forsætisráherra er eina von aldraðra og öryrkja i augnablikinu.Ákveðin ummæli hans um, að enginn eigi að líða skort á Íslandi vekja vissar vonir.Vonandi stendur Sigurður Ingi undir þeim vonum. Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn