Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnR-listinn verði áfram í Reykjavík

miðvikudagur, 13. júlí 2005

R-listinn verði áfram í Reykjavík

Nokkur ágreiningur mun vera innan R-listans um framboð í næstu borgarstjórnarkosningum.Deilt er um hvernig haga eigi vali frambjóðenda á listann.Samfylkingin vill hafa  sameiginlegt prófkjör um val frambjóðenda og láta það ráðast í því prófkjöri hve marga fulltrúa hver flokkur fær á listann. Vinstri grænir  vilja hafa sitt eigið prófkjör eða forval um val á fulltrúum Vinstri grænna á listann.Nokkur ágreiningur er um það hve marga fulltrúa hver flokkur á að fá á R-listann.Ég tel,að unnt sé að leysa þessi ágreiningsefni  með góðum vilja.Að sjálfsögðu er ekki unnt að meina neinum flokki að velja sína eigin fulltrúa á listann. Ekki er unnt að þröngja sameiginlegu prófkjöri upp á flokkana, ef þeir vilja það ekki.Þar er því ekki um stórvægilegt ágreiningsefni að ræða.Hlutföll flokkanna á R-listanum á heldur ekki að vera erfiðara úrlausnarefni nú en áður.Enda þótt styrkur Samfylkingarinnar hafi aukist frá síðustu kosningum, miðað við skoðanakannanir, á að vera unnt að leysa þetta mál einnig.Val á borgarstjóraefni er einnig annað úrlausnarefni. Hugsanlegt væri að láta fara fram prófkjör um val á borgarstjóraefni  R-listans fyrir kosningar.Frambjóðendur í slíku prófkjöri ættu að vera borgarfulltrúar og sá flokkur,sem fengi borgarstjóraefnið, gæti slakað á kröfum sínum varðandi tölu öruggra fulltrúa á framboðslistanum. Þessi leið gæti ef til  vill auðveldað val á fulltrúum flokkanna og skapað frið um hlutföllin milli þeirra.

Ágreiningur hjá Framsókn

  Gestur Gestsson formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur norður lét þau orð falla í vetur að leysa ætti upp R-listann og að Framsóknarflokkurinn ætti að bjóða fram sjálfstætt í næstu kosningum. Sagði hann jafnframt að skipta  ætti út öllum frambjóðendum  til borgarstjórnar og hleypa nýju fólki að. Hér mun hann fyrst og fremst hafa átt við borgarfulltrúa Framsóknar,Alfreð Þorsteinsson og  Önnu Kristinsdóttur. Hér er um innanflokksátök að ræða hjá Framsókn í Reykjavík.En Alfreð Þorsteinsson vill halda R-listasamstarfinu áfram og ég hygg að hans skoðun verði ofan á.

Enginn málefnaágreiningur

Aðalatriðið er,að það er enginn málefnaágreiningur milli flokkanna,sem standa að R-listanum.Flokkunum hefur gengið vel að starfa saman og stjórn borgarinnar hefur tekist vel hjá R-listanum.Það er því eðlilegt og sjálfsagt að halda R-listasamstarfinu áfram.Ef flokkarnir bjóða fram hver fyrir sig er einnig mikil hætta á því,að  Sjálfstæðisflokkurinn nái meirihluta í borginni á ný. Það er engin ástæða til þess að færa Sjálfstæðisflokknum völdin í Reykjavík á ný vegna smávægilegs ágreinings um röðun á framboðslista,þegar málefnaágreiningur er enginn.

  Félagshyggjuflokkarnir,sem standa að R-listanum hafa sýnt það,að þeir geta starfað vel saman. Þeir hafa unnið vel að ýmsum félagslegum umbótum  og einnig  staðið sig vel í atvinnumálum borgarinnar svo sem framtak Orkuveitunnar í atvinnumálum leiðir í ljós. Framsóknarmenn í borgarstjórn hafa sýnt það,að þeir eru félagshyggjumenn enda þótt ráðherrar flokksins hafi fyrir löngu yfirgefið  þá stefnu.

 

Björgvin Guðmundsson

Birt í Morgunblaðinu 13.júlí 2005N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn