Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Samfylkingin vill bæta kjör eldri borgara myndarlega

laugardagur, 5. maí 2007

 

Málefni eldri borgara hafa verið í brennidepli fyrir alþingiskosningarnar 12.mai. Allir flokkar hafa látið þau mál til sín taka og vilja gera eitthvað fyrir aldraða.
Á alþingi hefur Samfylkingin látið þessi mál mest til sín taka og flutt tillögur um úrbætur í málefnum eldri borgara mörg undanfarin ár. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður hefur á mörgum þingum flutt tillögu um afkomutryggingu aldraðra en markmið þeirrar tillögu var tryggja öldruðum sómasamleg lífskjör. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hefur einnig látið málefni aldraðra sig miklu varða. Á alþingi síðasta haust flutti stjórnarandstaðan sameiginlega tillögu um endurbætur í málefnum eldri borgara.Stjórnarandstaðan hyggst framkvæma þá tillögu, ef ríkisstjórnin fellur og flokkar stjórnarandstöðunnar mynda ríkisstjórn.

Lífeyrir almannatrygginga allt of lágur

Hvað er helst í málefnum eldri borgara? Það segja, það þrennt: 1) Lífeyrir aldraðra er allt of lágur og dugar ekki fyrir framfærslukostnaði.2) Miklar tekjutengingar og skerðingar gera eldri borgurum ókleift fara út á vinnumarkaðinn og þær valda því, þeir eldri borgarar sem hafa tekjur úr lífeyrissjóði lítið sem ekkert í lífeyri frá almannatryggingum vegna skerðinga og skatta. 3) Svo mikill skortur er á hjúkrunarrými fyrir aldraða, 400 eru á biðlista og mikill fjöldi eldri borgara er á tvíbýli eða margbýli á hjúkrunarheimilum, sem er óásættanlegt.

Frítekjumark verði 100 þúsund á mánuði frá 67 ára aldri

Ríkisstjórnin hefur lítið tekið á lífeyrismálum aldraðra. Hún hækkaði lífeyrinn um einhverja hungurlús í fyrra þannig, hann er 126 þúsund krónur á mánuði hjá einstaklingi sem ekki hefur neitt úr lífeyrissjóði. Eftir skattlagningu eru 113 þúsund krónur eftir af þeirri smánarupphæð. Það lifir enginn sómasamlega af því. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands nema neysluútgjöld einstaklinga 210 þúsund krónum á mánuði fyrir skatta. Það vantar því um 100 þúsund krónur á mánuði upp á, smánarupphæð ríkisstjórnarinnar dugi til framfærslu. Stefna Samfylkingarinnar er , lífeyrir aldraðra verði ákveðinn í samræmi við framfærslukostnað eins og hann er metinn í neyslukönnun Hagstofunnar og lífeyrir aldraðra hækki síðan reglulega samkvæmt könnun Hagstofunnar. Samfylkingin vill, frítekjumark vegna atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði verði hækkað í 100 þúsund krónur á mánuði fyrir alla ellilífeyrisþega frá 67 ára aldri og skerðing vegna tekna maka verði felld niður fullu.

Samfylkingin mun leysa hjúkrunarvandann

Samfylkingin ætlar leysa hjúkrunarvandann, þannig,að allir eldri borgarar,sem þurfa rými á hjúkrunarheimili geti fengið þar inni.Þetta vill Samfylkingin gera á 18 mánuðum.. Eldri borgar eiga vera á einbýli á hjúkrunarheimilum, ef þeir vilja ekki vera með öðrum í herbergi.Hjón eiga sjálfsögðu vera saman á stofu á hjúkrunarheimilum og dvalarheimilum eldri borgara.Allar tekjur Framkvæmdasjóðs aldraðra eiga ganga til byggingar hjúkrunarheimila og stofnana fyrir aldraða. Sjóðurinn á skila aftur þeim þremur milljörðum,sem teknar hafa verið úr sjóðnum til annarra þarfa undanfarin ár. Skattur á tekjur úr lífeyrissjóði á vera hámarki 10% en ekki tæp 36% eins og er. Skattleysismörkin þarf hækka stórlega. Ef þau hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 væru þau í dag 140 þúsund á mánuði en þau eru aðeins 90 þúsund.Það hefur haft mikla kjaraskerðingu í för með sér.Samfylkingin vill hækka skattleysimörkin til samræmis við launabreytingar.

Sérstakur umboðsmaður eldri borgara

Samfylkingin vill, eldri borgarar fái sérstakan málsvara innan stjórnsýslunnar. Sérstakur umboðsmaður aldraðra á sinna réttindamálum þeirra. Hér á landi hafa stjórnvöld verið fjandsamleg eldri borgurum til þessa. Á hinum Norðurlöndunum eru stjórnvöld jákvæð í garð eldri borgara. Það er kominn tími til,að hér verði breyting á.

Björgvin Guðmundsson

Birt í Morgunblaðinu 4.mai. 2007

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn