Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnGamli formaðurinn ræður enn í Sjálfstæðisflokknum

miðvikudagur, 19. október 2005

 

 

 

Morgunblaðið hefur verið að hvetja til þess að Sjálfstæðisflokkurinn sveigði stefnu sína inn að miðjunni,þ.e. tæki upp mildari stefnu og legði meiri áherslu en áður  á ýmis velferðarmál.Á þennan hátt telur Mbl meiri möguleika fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ná auknu fylgi og koma í veg fyrir að Samfylkingin fái allt miðjufylgið. En Geir Haarde hinn nýi formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekkert tekið undir þessi sjónarmið Morgunblaðsins. Þegar Mbl spurði Geir að því í stóru viðtali hvort hann ætlaði ekki að  sveigja stefnuna inn að miðju sagðist hann ekki viss um það. Hann kvaðst mundu vilja halda í hin gömlu klassisku gildi sjálfstæðisstefnunnar. Eða m.ö.o.: Geir vill halda í harða hægri stefnu og nýfrjálshyggju. Þetta er raunar sú stefna sem Geir hefur lengst af aðhyllst.Það er því ekki að búast við neinni breytingu hjá Geir frá því sem áður var. Hann mun að vísu ekki sletta úr klaufunum í allar áttir eins og fyrirrennari hans. En stefnan sjálf verður svipuð og áður.

 

DO svífur  yfir vötnunum

 

Það er athyglisvert,að þó formannsskipti hafi orðið í Sjálfstæðifloknum er eins og gamli formaðurinn ráði áfram. Andi hans svifur yfir vötnunum. Meðan DO var formaður réði hann lögum og lofum í flokknum. Menn þorðu varla að opna munninn nema með leyfi formannsins og til þess að túlka sjónmið hans.Það undarlega er,að enn sem komið er virðist ástandið í þessum efnum óbreytt. Gott dæmi um þetta er fjölmiðlamálið. Þverpólitísk samstaða náðist um það mál í nefnd,sem fjallaði um málið. Og Þorgerður Katrín menntamálaráðherra lét í ljós ánægju með þá niðurstöðu og sagði,að nýtt frumvarp um fjölmiðla yrði byggt á þessari niðurstöðu. En DO sagði þá,að  það væri ekkert gagn í þessu nefndaráliti. Það væri hvorki fugl né fiskur. Það þýddi ekkert að byggja nýtt fjölmiðlafrumvarp á því áliti. Og það var eins og við manninn mælt. Þorgerður Katrín snéri strax við blaðinu og tók að éta upp eftir DO hans sjónarmið!Og eins er með Geir Haarde. Hann hefur aldrei áður sagt eitt einasta orð um einokun og samkeppnishömlur eða eignarhald á fjölmiðlum. En nú étur hann skyndilega allt upp um þau mál,sem DO hefur sagt. Og svo vill Geir ekki vera minni maður en DO og tilkynnir,að einkavæða þurfi Landsvirkjun! Þetta er furðuleg yfirlýsing.Það er engin samstaða um að afhenda einkaaðilum þetta mikilvæga fyrirtæki landsmanna. Það er of mikið í húfi varðandi orkuframleiððslu og orkudreifingu í landinu,að unnt sé að láta einkaaðila braska með þetta fjöregg þjóðarinnar. Guðni Ágústsson varaformaður Framsóknarflokksins lýsti því strax yfir,að ekki kæmi til greina að einkavæða Landsvirkjun. Málið er því stopp og yfirlýsing Geirs marklaus.

 

Einkavæðing komin út í öfgar

 

Einkavæðing íhaldsins á mikilvægastu fyrirtækjum landsins er komin út í öfgar. Það voru alger mistök að einkavæða Símann. Fyrirtækið var mjög vel rekið af ríkinu og engin rök voru fyrir því að breyta um eignarhald á fyrirækinu. Og enn síður er þörf á því að einkavæða Landsvirkjun. Það er jafnvel enn varasamara.Ég vara einnig við ráðagerðum Sjálfstæðisflokksins um að innleiða frekari einkarekstur í heilbrigðiskerfið. Það eina sem það hefur í för með sér er,að  sjúklingar verða látnir greiða meira en áður fyrir læknisþjónustu. Sjálfstæðisflokkurinn segir,að  ríkið eigi að greiða fyrir  sjúkrahúsþjónustu en einkaaðilar megi reka ákveðna heilbrigðisþætti og fá peninga frá ríkinu til reksturins.Það verði hagkvæmara. En hvers vegna yrði það hagkvæmara? Jú vegna þess að þá geta einkaðilar plokkað af sjúklingum nógu há gjöld. Það eru engin rök fyrir þessari breytingu. Sjúkrahús hins opinbera gætu  sjálf opnað  sjúkrastofur fyrir minni læknisaðgerðir,sem unnt væri að framkvæma án innlagna. Það þarf ekki einkaðila til þess að reka slíkar stofur.

 

Björgvin Guðmundsson

 N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn