Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnEr frelsið í atvinnulífinu orðið of mikið? Svar: Nei

föstudagur, 30. júlí 2004

 

 

Öðru hverju er rætt um frelsið í atvinnulífinu í fjölmiðlum.Spurt er hvort frelsið sé orðið of mikið, hvort stíga þurfi skref til baka og hverjir hafi komið frelsinu á. Reynt verður að svara þessum spurningum í þessari grein.

 

Frumkvæði Alþýðuflokksins

 

 Frelsið í viðskipta- og atvinnulífi tekur einkum til þriggja  greina: Utanríkisviðskipta,verðlags-og samkeppnismála og fjármagnsflutninga.

Það var Gylfi Þ.Gíslason,þáverandi viðskiptaráðherra og síðar formaður Alþýðuflokksins,sem hóf afnám innflutningshafta 1960. Það var upphafið á innleiðingu frjálsræðis í utanríkisviðskiptum.Viðreisnarstjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins sat þá að völdum.Alþýðuflokkurinn vildi einnig losa um höft í útflutningsversluninni en það mál strandaði á Sjálfstæðisflokknum. Hin stóru útflutningssamtök og Sjálfstæðisflokkurinn stóðu vörð um útflutningshöftin.Afnám innflutningshafa markaði þáttaskil í utanríkisviðskiptum Íslendinga og varð upphafið að auknu frjálsræði á því sviði.

 

Verðlag gefið frjálst

 

 Það var Ólafur Jóhannesson þáverandi viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins,sem steig stærsta skrefið í þá átt að gefa vöruverð innan lands frjálst og láta samkeppni ráða. Hann setti  árið1978 lög um verðlag,samkeppni og óréttmæta viðskiptahætti en  þau lög urðu grundvöllur frjálsræðis í verðlagningu á vörum og þjónustu. Verðlag var  að mestu gefið frjálst og Verðlagsstofnun( síðar Samkeppnisstofnun) falið að fylgjast með því,að samkeppni væri næg og frelsið ekki misnotað. Áður hafði Gylfi Þ.Gíslason stigið smærri skref í átt til frjálsar verðlagningar.

Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra Alþýðuflokksins gaf síðan  fjármagnsflutninga frjálsa í samræmi við  ákvæði EES samningsins. Og Jón hóf einnig að afnema útflutningshöft eftir að andstaða Sjálfstæðisflokksins við það mál hafði verið brotin á bak aftur.

 

EES innsiglaði frjálsræðið

 

 Aðild Íslands að EES samningnum innsiglaði frjálsræði í atvinnulífi Íslands: Frjáls vöruviðskipti og þjónustuviðskipti,frjálsræði í fjármagnsflutningum og frjálsa vinnuaflsflutninga.Það var Jón Baldvin Hannibalssson þáverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins,sem kom okkur í EES,Evrópska efnahagssvæðið, 1994. Áður hafði hann í mörg ár barist fyrir því máli. Sjálfstæðisflokkurinn var þá  á móti,Framsókn  einnig á móti nema 1-2 þingmenn sem sátu hjá og Alþýðubandalagið var á móti.Nú er afstaðan breytt. Nú vildu allir Lilju kveðið  hafa.

 En núverandi ríkisstjórn? Hefur hún ekkert gert til þess að innleiða frelsi í íslenskt atvinnulíf? Svarið er: Harla lítið.(Einkavæðing bankanna er þó hennar verk). Ísland hafði samþykkt aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og gerst aðili að EES áður en núverandi stjórn tók við völdum og frjálsræði í utanríkisviðskiptum, verðlagsmálum og fjármagnsflutningum hafði þegar tekið gildi. Hins vegar hefur núverandi ríkisstjórn verið að undirbúa    takmarka frelsið og stíga skref til baka,bæði með lögum um takmörkun á eignarhaldi á fjölmiðlum og skipun nefndar,  sem fjallar um hringamyndun í atvinnulífinu. Búast má við, að sú nefnd leggi til ný höft í atvinnulífinu almennt. Ríkisstjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins,sem sat 1991-1995, innleiddi hins vegar mikið frelsi með aðildinni að  EES.

 

Einkavæðing bankanna umdeild

 

   Sem fyrr segir hafa bankarnir  verið einkavæddir og samkeppni hefur aukist milli íslenskra banka og við erlenda banka. Mjög eru þó skiptar skoðanir um það hvernig einkavæðing bankanna hefur tekist.Margir telja,að

gengið hafi verið of langt í einkavæðingu bankanna,þjónusta við atvinnulífið hafi minnkað og telja ýmsir,  að rétt hefði verið að ríkið ætti a.m.k. einn banka. Ríkisbankarnir voru þegar orðnir hlutafélög áður en þeir voru seldir. Það var því unnt  að tryggja næga samkeppni milli þeirra  enda þótt ríkið seldi ekki allt hlutaféð í bönkunum.

 

Er frelsið orðið of mikið? Ég held ekki. Að vísu verður að fylgjast  vel með því,að frelsið sé ekki misnotað. Samkeppnisstofnun á að gera það og hún hefur alla möguleika til þess og nægar lagaheimildir.

 

Björgvin Guðmundsson

 

En núverandi ríkisstjórn? Hefur hún ekkert gert til þess að innleiða frelsi í íslenskt atvinnulíf? Svarið er:

Harla lítið."

 

Birt í Fréttablaðinu  30.júlí 2004

 

 

 N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn