Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Verjum velferðarkerfið

fimmtudagur, 20. nóvember 2008

Framkvæmdastjórn Félags eldri borgara í Reykjavík samþykkti eftirfarandi á fundi sínum 16.oktober sl..:

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni lýsir stuðningi sínum við alla viðleitni ríkisstjórnar Íslands til að leysa á réttlátan hátt úr fjárhagsþrengingum íslensku þjóðarinnar. Treystir félagið því, að hlutur eldri borgara verði ekki fyrir borð borinn með skertum ævisparnaði þeirra og lífeyrisréttindum“.

 

Rætt um að skerða greiðslur lífeyrissjóða!

 

Það er ekki að ástæðulausu að eldri borgarar i Reykjavík gerðu framangreinda samþykkt.Lífeyrissjóðirnir áttu hlutabréf í bönkunum og nú er það    fé tapað.Þeir hafa því orðið fyrir skaða vegna hruns bankanna.Á undanförnum árum hafa lífeyrissjóðirnir  ávaxtað fé sitt í hlutabréfum og öðrum verðbréfum hér heima  og  erlendis. Stundum hafa þeir náð mjög góðri ávöxtun og sum árin hafa þeir grætt mjög mikið. En sjóðfélagar hafa ekki notið þess í hærri lífeyrisgreiðslum.Gróðinn af verðbréfunum hefur  hlaðist upp í lífeyrissjóðunum. Þeir hafa gildnað. En um leið og  lífeyrissjóðirnir verða fyrir skaða af fjárfestingum sínum er strax farið að tala um að skerða þurfi lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga.Að mínu mati kemur ekki til greina að skerða lífeyrisgreiðslur til lífeyrisþega.Það hefði mátt ræða það, ef    lífeyrisgreiðslur til félagsmanna hefðu verið hækkaðar  í góðærinu.En það var ekki gert og þvi eiga lífeyrisgreiðslur að haldast óbreyttar þó harðni í ári.

 

 

Dreifa verður byrðunum réttlátlega

 

 

 

Þau áföll,sem þjóðarbúið  hefur nú orðið fyrir vegna hruns bankanna og fjármálakreppunnar munu óhjákvæmilega koma  við þegna landsins. En þá ríður á að skipta byrðunum réttlátlega.Þeir,sem hafa breiðustu bökin eiga að bera þyngstu byrðarnar.Láglaunfólk,eldri borgarar og öryrkjar geta ekki tekið á sig byrðar.Kjör þessara hópa eru í lágnarki. Gengishrun krónunnar á þessu ári hefur stórskert kjör launafólks, eldri borgara  og öryrkja.Nú hefnir sín, að  góðærið var ekki notað til þess að bæta  kjör aldraðra og öryrkja myndarlega.Lengst af í góðærinu var lífeyrir aldraðra sem hlutfall af lágmarkslaunum að rýrna.Meira af segja jókst gliðnun milli lífeyris og lágmarkslauna fyrri hluta þessa árs.Sú gliðnun var ekki leiðrétt fyrr en  1.ágúst og 1.oktober. Núverandi ríkisstjórn hefur    bætt kjör þeirra eldri borgara,sem eru á vinnumarkaði  með því að draga myndarlega úr tekjutengingum.Einnig hefur skerðing tryggingabóta vegna tekna maka verið afnumin og kemur það þeim öldruðum og öryrkjum til góða sem eiga maka.Þetta er gott svo langt sem það nær.En þeir,sem hættir eru að vinna af heilsufarsástæðum eða öðrum orsökum, nutu þess ekki þegar dregið var úr tekjutengingum.Kjör þeirra bötnuðu ekki við það. En ég tel,að ráðstafanir, sem gerðar eru í þágu aldraðra og öryrkja eigi að koma öllum öldruðum og öryrkjum til góða.Þess hefur ekki verið gætt í tíð núverandi stjórnar. Úr því verður að bæta þó erfitt ástand sé  nú í efnahagsmálum.

 Það má ekki mismuna eldri borgurum   og öryrkjum.

 

Vildi miklar kjarabætur fyrir aldraða strax 2007

 

Ég byrjaði að skrifa um það strax eftir kosningar 2007, að það ætti strax að efna kosningaloforð stjórnarflokkanna um verulegar kjarabætur til handa öldruðum. Ég vildi,að Samfylkingin flytti tillögu um slíkar kjarabætur strax  á sumarþinginu 2007. En það var ekki gert. Ég hélt málinu stöðugt vakandi í blaðagreinum, í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og í 60+, stjórn eldri borgara í Samfylkingunni. Viðhorfið innan stjórnarflokkanna var það, að ekkert lægi á. Kjörtímabilið væri rétt að byrja. Það væri ekki venjan að framkvæma miklar kjarabætur í byrjun kjörtímabils.Én ég lét ekki segjast og hélt baráttunni áfram. Nú er komið  í ljós, að það hefði verið nær að efna kosningasloforðin við aldraða strax eftir kosningar á meðan peningar voru til.Ef það hefði verið gert stæðu eldri borgarar betur að vígi í dag en þeir gera. En þetta var ekki gert. Málunum var ítt á undan sér.Og eins og ég sagði hér að framan  var aðeins hugsað um þá eldri borgara sem eru á vinnumarkaði en ekkkert sinnt um að leiðrétta kjör þeirra eldri borgara,sem hættir  eru að vinna. Það verður einnig að leiðrétta kjör þeirra.

 

Sláum skjaldborg um velferðarkerfið

 

Brýnast af öllu í dag er þó að verja velferðarkerfið.Það verður sótt að því.En félagshyggjumenn,jafnaðarmenn og ríkisstjórnin öll verða að slá skjaldborg um velferðarkerfið.Það má ekki skerða lífeyristryggingar aldraðra og öryrkja,það má ekki skerða heilbrigðiskerfið. Allir eiga  áfram að fá ókeypis sjúkrahúsþjónustu án tillits til efnahags

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Morgunblaðinu 19.nóv. 2008

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn