Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnVerið að níðast á öldruðum og öryrkjum

föstudagur, 4. maí 2012

“Ekkert bólar á því, að ríkisstjórnin ætli að leiðrétta þá miklu kjaraskerðingu, sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir á krepputímanum.Kjaranefnd Félags eldri borgara krefst þess, að þessi kjaraskerðing verði leiðrétt strax og þar á meðal, að afturkölluð verði nú þegar kjaraskerðing aldraðra og öryrkja frá 1.júlí 2009.Í lögum um málefni aldraðra segir, að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins.Það er búið að afturkalla kjaraskerðingu ráðherra, þingmanna og embættismanna en ekki kjaraskerðingu lífeyrisþega.Þessi mismunun er brot á umræddu ákvæði í lögunum um málefni aldraðra.Kjaranefnd krefst þess, að þessi mismunun verði þegar leiðrétt. “

Framangreind ályktun var samþykkt í kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík 13.mars sl. Það er búið að samþykkja margar ályktanir hjá Landssambandi eldri borgara (LEB) og Félagi eldri borgara (FEB) með kröfum um, að kjör aldraðra verði leiðrétt.Allar þessar ályktanir hafa farið til velferðarráðherra.En hann virðist ekki hafa neinn skilning á því, að það þurfi að leiðrétta kjör lífeyrisþega.Ég er því hræddur um, að hann hafi stungið þessum tillögum öllum undir stól.

Undanfarin 3 ár hefur lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum verið í frosti. Þó kaup hafi hækkað talsvert hjá láglaunafólki hefur lífeyrir ekkert hækkað.Þegar undirbúningur nýrra kjarasamninga stóð yfir árið 2011, gengu 3 fulltrúar LEB á fund Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ og fóru fram á það, að ASÍ mundi krefjast þess í viðræðum við ríkisstjórnina, að lífeyrir aldraðra og öryrkja mundi hækka samsvarandi launahækkunum. Ég átti þess kost að vera í viðræðunefnd LEB við ASÍ.Forseti ASÍ samþykkti erindi okkar og tók málið upp í viðræðum við ríkisstjórnina. Samþykkt var, að lífeyrisþegar fengju hliðstæðar kjarabætur og launþegar fengju.Mér er til efs, að lífeyrisþegar hefðu fengið nokkrar hækkanir á lífeyri sínum 2011, ef ASÍ hefði ekki tekið upp kröfur eldri borgara og öryrkja. Afstaða ríkisstjórnar og velferðarráðherra hefur verið mjög neikvæð gagnvart kjarakröfum lífeyrisþega. Reynt hefur verið að komast hjá því að bæta kjör þessa hóps eðlilega og línan verið sú að gera sem minnst.Nú segir velferðarráðherra, að hann hafi gert meira fyrir lífeyrisþega í tengslum við kjarasamningana 2011 en honum hafi borið skylda til! Hann hefði ekki þurft að láta lífeyrisþega fá 50 þúsund króna eingreiðslu.Hér er hlutunum snúið gersamlega á haus. Lágmarkslaun hækkuðu um 10,3% vorið 2011 vegna nýju samninganna en tryggingabætur lægst launuðu lífeyrisþega hækkuðu aðeins um 6,5%. Þarna hafði ráðherrann af lífeyrisþegum talsverða upphæð. Launþegar sömdu um eingreiðslu vegna þess að gerð nýrra kjarasamninga dróst á langinn.Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar áttu bótaþegar að fá sömu kjarabætur og launþegar.Af því leiðir, að lífeyrisþegar áttu rétt á eingreiðslunni eins og launþegar.Um síðustu áramót hélt velferðarráðherra uppteknum hætti: Hann kleip af kjarabótunum, sem aldraðir og öryrkjar áttu að fá þá.Hann lét lífeyrisþega fá 3,5% hækkun lífeyris í stað 6%.Þessu mótmælti ASÍ harðlega en allt kom fyrir ekki: Velferðarráðherra gaf sig ekki. Hann og ríkisstjórnin virðast telja nauðsynlegt að níðast á öldruðum og öryrkjum.

Þegar ríkisstjórnin tók við, lýsti hún því yfir, að hún ætlaði að koma hér á velferðarsamfélagi að norrænni fyrirmynd.En hún hefur stefnt í öfuga átt. Við höfum verið að fjarlægjast norræna velferðarsamfélagið en ekki að nálgast það.Það er búið að taka grunnlífeyrinn af stórum hópi lífeyrisþega, sem höfðu grunnlífeyri og höfðu greitt til almannatrygginga alla sína starfsævi.Frítekjumörk voru lækkuð í stað þess að hækka þau og skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkað.Lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum er svo lágur að engin leið er að lifa sómasamlegu lífi af honum.Eini hópurinn, sem hefur fengið nokkra hækkun lífeyris er sá hópur, sem fær fulla lágmarksframfærslutryggingu ( framfærsluuppbót) en sá hópur er mjög fámennur. Stjórnvöld flagga því óspart, að framfærsluuppbótin hafi hækkað eins og það sé nóg.Aldraður maður eða öryrki, sem fer í sambúð eða býr með syni eða dóttur, missir heimilisuppbótina að mestu og hrapar niður úr 174 þús.krónum eftir skatt í 156 þús.krónur eftir skatt.Það er mikið ranglæti.Til þess að nálgast norræna velferðarkerfið er ekki nóg að hækka lífeyri að kreppu lokinni um tæplega sömu upphæð og laun hækka um. Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja talsvert meira, meðal annars vegna mikillar skerðingar á kjörum lífeyrisþega undanfarin 3 ár. Ef núverandi ríkisstjórn vill reka af sér slyðruorðið verður hún að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja myndarlega á þessu ári. Geri hún það ekki er hún að haga sér eins og hver önnur íhaldsstjórn. Það dugar ekki í þessu sambandi að rétta fram tilfærslur innan almannatrygginga .Aldraðir og öryrkjar vilja kjarabætur en ekki eingöngu kerfisbreytingu  almannatrygginga.

Björgvin Guðmundsson

Birt í Morgunblaðinu í mars 2012N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn