Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Aldraðir fái sömu hækkun og launþegar

föstudagur, 7. ágúst 2015

1.mai sl fékk ófaglært verkafólk 27 -31 þús kr kauphækkun á mánuði samkvæmt nýjum kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins Það eru þeir launalægstu meðal verkafólks,sem fengu þessa hækkun. Samkvæmt þessum samningum eiga laun að hækka í 300 þúsund kr á 3 árum. Aldraðir og öryrkjar eiga að mínu mati að fá sömu hækkun á sínum lífeyri frá almannatryggingum. Lífeyrir aldraðra hækki í 321 þúsund á mánuði Aldraðir og öryrkjar eiga því að fá 27 -31 þúsund króna hækkun á lífeyri á mánuði frá TR frá 1.mai sl og síðan á lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka í 300 þúsund krónur á mánuði á 3 árum eins og hjá verkafólki.Ég tel að vísu eðlilegra, að lífeyrir hækki í 321 þúsund á mánuði í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar.Það er meðaltalsneysla einhleypinga í dag.Eldri borgarar þurfa sömu upphæð. Hvers vegna tel ég,að aldraðir og öryrkjar eigi að fá sömu hækkun og verkafólk? Jú,vegna þess, að í lögum stendur að taka eigi mið af launabreytingum við ákvörðun lífeyris og lífeyrir aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Áður stóð í lögunum, að hækka ætti lífeyri í samræmi við hækkun lágmarkslauna.Þegar orðalaginu var breytt sagði þáverandi forsætisráðherra,Davíð Oddsson, að nýja orðalagið væri hagstæðara öldruðum og öryrkjum? Með hliðsjón af þeirri yfirlýsingu tel ég, að lífeyrisþegar eiga rétt á sömu kjarabótum og verkafólk nú. Stjórnvöld þverskallast við Það kemur ekki á óvart,að stjórnvöld reyni að þverskallast við að greiða öldruðum og öryrkjum þá hækkun lífeyris,sem þessum aðilum ber. Eins og fram kom í grein minni í Fréttablaðinu um kjör aldraðra hafa stjórnvöld ítrekað reynt að koma sér hjá því að greiða lífeyrisþegum lögbundnar hækkanir.Stjórnvöld hafa þverskallast við að greiða öldruðum og öryrkjum lögbundnar kjarabætur eða klipið duglega af þeim. Mannréttindabrot að sniðganga lífeyrisþega Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtali í útvarpsþættinum Á Sprengisandi, að ríkisstjórnin kæmist ekki upp með það að láta aldraða og öryrkja ekki fá kjarabætur eins og launþega.Og það er mergurinn málsins. Ríkisstjórnin getur þverskallast við í þessu efni og tafið málið eitthvað en hún kemst ekki hjá því að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja , þegar nálega allir launþegar landsins eru að fá kauphækkun. Það er hreint mannréttindabrot að neita lífeyrisþegum um hliðstæðar kjarabætur og launþegar fá.Fjármálaràðherra hefur verið of fljótur á sér, þegar hann lýsti því yfir á alþingi, að aldraðir og öryrkjar fengju ekki hækkun lífeyris í kjölfar nýrra kjarasamninga. Alþingi taki í taumana Ef ríkisstjórnin leiðréttir ekki lífeyri aldraðra og öryrkja til samræmis við launabreytingar láglaunafólks, verður alþingi að taka í taumana, taka fram fyrir hendurnar á ríkisstjórninni og ákveða að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja til samræmis við launahækkanir verkafólks.Alþingi hefur valdið og þar er meirihluti fyrir þessari sjálfsögðu leiðréttingu Björgvin Guðmundsson Birt í Fréttablaðinu 8.júlí 2015


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn