
Utanríkisráðherra flutti ræðu á ársfundi viðskipta-og hagfræðideildar Háskóla Íslands í gær. Þar gagnrýndi hann háa vexti viðskiptabankanna og þá ofuráherslu,er þeir legðu á gróða. Hann sagði,að gróðinn mætti ekki vera eina markmið atvinnulífsins. Lagði ráðherra áherslu á,að vextir viðskiptabankanna yrðu lækkaðir svo þeir yrðu sambærilegir við vexti í grannríkjum okkar. KB banki svaraði þessari gagnrýni utanríkisráðherra og sagði,að vaxtamunur hefði minnkað og KB banki gæti ekki tekið þessa gagnrýni til sín. Bjarni Ármannsson bankastjóri Íslandsbanka tók undir gagnrýni ráðherra varðandi háa vexti. |