Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Hagsmunum útflutningsins stefnt í hættu

þriðjudagur, 14. desember 2004

 

 

Seðlabankinn hækkaði í byrjun desember stýrivexti um eitt prósentustig eða í 8,25%. Í kjölfarið hækkaði íslenska krónan um 2,8%. Gengi dollars fór við það í sögulegt lágmark eða í tæpar 62 kr.Það vill segja,að útflutningur í dollurum,sem fyrir fáum

árum lagði sig á 110 milljónir króna gaf eftir þessar ráðstafanir Seðlabankans innan við 62 milljónir kr.Samtök atvinnuveganna hafa reiknað út að þetta þýði 15 milljarða króna tekjulækkun hjá útflutningsatvinnuvegunum á ársgrundvelli.Þetta er hrap útflutningsverðmætis og setur útflutninginn í stórhættu.Enda eru mörg útflutningsfyrirtæki í miklum rekstrarerfiðleikum í dag. Útflutningstekjurnar hafa hrunið.Það sem bjargar mörgum fyrirtækjum er að þau eru með blandaðan rekstur,útgerð og fiskvinnslu og mörg þeirra skulda mikið erlendis í dollurum og þau njóta þess við lækkun dollars. En það á ekki við nema hluta fyrirtækjanna. Hér áður fyrr, þegar slíkir rekstrarerfiðleikar steðjuðu að útflutningnum eins og nú gerist, var venjan að fella gengið en það  er liðin tíð. Nú mega fyrirtækin stöðvast og segja upp starfsfólki sínu.Fáir virðast hafa áhyggjur af því.

 

  VERIÐ AÐ SLÁ Á ÞENSLU OG VERÐBÓLGU

 

 Rök Seðlabankans fyrir mikilli hækkun stýrivaxta eru þau að slá þurfi á þenslu í efnahagslífinu og draga úr verðbólgu.Markmið Seðlabankans er að halda verðbólgu innan 2,5%  á ársgrundvelli en verðbólgan er talsvert yfir því marki í dag.Seðlabankinn spáir 3,5% verðbólgu næstu 24 mánuði en aðrir spá allt að 3,9% verðbólgu.Útlit  var fyrir,að þensla og verðbólga mundi  aukast á næstunni.Miklar framkvæmdir við Kárahnjúka valda þar miklu  en einnig aðrar framkvæmdir svo og mikil eftirspurn eftir húsnæði,sem hefur sprengt upp fasteignaverð.Hin nýju íbúðalán bankanna á lágum vöxtum,4,15%, og lánveitingum upp í 100% af verði fasteigna hafa ítt upp fasteignaverði.Þá á hátt olíuverð einnig þátt í aukinni verðbólgu.Það á eftir að koma í ljós hvort vaxtahækkun Seðlabankans slær verulega á verðbólguna.Líklegt er að svo verði  en ef viðskiptabankarnir hækka sína útlánsvexti í takt við vaxtahækkun Seðlabankans er hætt við að vaxtahækkunin fari að  hluta til  út í verðlagið og  valdi aukinni verðbólgu,sem verkar þá gegn vaxtahækkun bankans.

 

SEÐLABANKINN GAGNRÝNDUR Á ALÞINGI

 

Mjög eru skiptar skoðanir um vaxtahækkanir Seðlabankans.Hagfræðingar viðurkenna,að vaxtahækkun dragi yfirleitt úr þenslu en stjórnmálamenn eru ekki allir ánægðir með aðgerðir  Seðlabankans.Þannig gagnrýndi Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður vaxtahækkun Seðlabankans harðlega á alþingi og sagði,að hún stefndi hagsmunum útflutningsatvinnuveganna í hættu.Einnig fór mjög fyrir brjóstið á Einari,að Seðlabankinn taldi ríkisstjórnina ekki sýna nægilegt aðhald í ríkisfjármálum en Einar Oddur er varaformaður fjárlaganefndar.Var að skilja á Einar Oddi í ræðu á alþingi,að hann teldi Seðlabankann óþarfan og að leggja mætti hann niður.Einar Oddur sagði þó síðar,að þessi orð hefðu verið sögð í hálfkæringi.

 

ÞARF ENN AUKIÐ SJÁLFSTÆÐI

 

Enda þótt deila megi um aðgerðir Seðlabankans nú tel ég,að Seðlabankinn hafi mikilvægu hlutverki að gegna. Og síðan sjálfstæði Seðlabankans var aukið hefur bankinn sýnt,að hann getur veitt ríkisvaldinu aðhald í efnahagsmálum eins og hann á að gera.Birgir Ísleifur Gunnarsson formaður bankastjórnar Seðlabankans hefur staðið sig nokkuð vel í þessu efni.En betur má ef duga skal.Sjálfstæði Seðlabankans þarf enn að auka.

Björgvin Guðmundsson

Birt í Fréttablaðinu 14.desember 2004



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn