Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnLitlar efndir á kosningaloforðum

laugardagur, 9. október 2004

 

 

Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2005 hefur nú verið lagt fram á alþingi. Kemur þar fram,að lækka eigi tekjuskatt einstaklinga um 1% á næsta ári. Er  þetta upplýst á alþingi ári síðar en fyrrverandi forsætisráðherra sagði í kosningabaráttunni  2003 að gera ætti. En þá sagði hann,að það yrði lagt fyrir alþingi strax haustið 2003 hvernig staðið yrði að skattalækkunum.Ekki var staðið við það.

 

  Fjórðungur þess,sem lofað var

 

Fyrir kosningarnar 2003 sagði þáverandi forsætisráðherra,að Sjálfstæðisflokkurinn lofaði 20 milljarða skattalækkun eða lækkun um 4%,ef flokkurinn héldi völdum. Það var ekkert minnst á það þá að skipta ætti þessari skattalækkun í áfanga. Nú  1 ½ ári eftir kosningar er lagt til,að skattar verði lækkaðir um fjórðung af því sem lofað var í kosningabaráttunni! Vitað er að Framsókn var treg til þess að fallast að þessa skattalækkun en hún  varð að beygja sig. Alls er óvíst,að nokkur frekari lækkun tekjuskatts verði á kjörtímabilinu  enda þótt því hafi verið  lofað fyrir kosningar.

 

Þeir ríku fá mesta lækkun

 

 Á alþingi fær þessi 1% tekjuskattslækkun  misjafnar móttökur. Vinstri grænir eru andvígir henni og segja,að nær hefði verið að styrkja velferðarkerfið. Óttast þeir að,ef ráðist verði í  þessa skattalækkun muni það bitna á velferðarkerfinu og valda niðurskurði þar. Samfylkingin segir,að  umrædd 1% tekjuskattslækkun muni koma þeim ríku helst til góða. Þeir ríku fái mesta lækkun á tekjuskatti í krónutölu en þeir efnaminni og tekjulægri fái litla  sem enga  lækkun tekjuskatts. 35%  framteljanda fær í dag engan tekjuskatt vegna lágra tekna og fær því enga lækkun. Samfylkingin bendir  á,að lækkun á virðisaukaskatti mundi gagnast hinum efnaminni mun meira. Hefur Samfylkingin lagt til,að virðisaukaskattur á matmælum verði lækkaður úr 14% í 7%. Í þeirri breytingu mundi felast mikil kjarabót. Frjálslyndi flokkurinn er einnig gagnrýninn á skattalækkunaráform ríkisstjórnarinnar.

 

Verðbólga yfir viðmiðunarmörkum Seðlabanka

 

  Mikil þensla er nú í efnahagslífinu og verðbólga meiri en viðmiðunarmörk Seðlabankans leyfa.Verðbólgan er nú 3,5% á ársgrundvelli. Kjarasamningar eru í hættu af þeim sökum.Verkalýðshreyfingin getur sagt samningum upp,ef verðbólga er yfir ákveðnum mörkum.Við þessar aðstæður telja margir hagfræðingar varhugavert að lækka tekjuskatt einstaklinga. Þeir telja,að við skattalækkun muni þensla aukast. Þeir vilja,að ríkið skeri niður útgjöld til þess að draga úr þenslu.Halli á viðskiptum við útlönd er nú mikill og eykst.Steingrímur J. Sigfússon formaður VG gerði hinn mikla viðskiptahalla að umtalsefni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Sagði hann mikla hættu felast í stórauknum viðskiptahalla og gæti hann leitt til þess að gengi krónunnar félli skyndilega eftir ákveðinn tíma. Ljóst er af ummmælum Steingríms og þeirri mynd,sem hér hefur verið dregin upp, að það er enginn stöðugleiki í íslensku efnahagslífi. Stöðugleikinn er aðallega í kollinum á stjórnarherrunum en í raun er efnahagslífið á brauðfótum og  knúið áfram með erlendum lánum að verulegu leyti.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu 19.oktober 2004N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn