Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnRíkisstjórnin svíkur samkomulagið við öryrkja

miðvikudagur, 3. desember 2003

 

 

Ríkisstjórnin hefur svikið samkomulagið við öryrkja,sem koma átti að fullu til framkvæmda um áramótin.Segir stjórnin nú,að samkomulagið muni koma til framkvæmda í tveimur áföngum,nú um áramót og eftir eitt ár.Öryrkjabandalag Íslands segir þetta svik við samkomulagið,sem var handsalað  milli heilbrigðisráðherra og formanns Öryrkjabandalags Íslands en samkvæmt því átti að framkvæma samkomulagið að fullu 1.janúar n.k. Heilbrigðisráðherra sagði á alþingi,að samkomulagið yrði efnt að fullu þó  efna yrði það í áföngum! Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar sagði,að ekki væri unnt að skipta ærunni í áfanga!

 

 BÆTA ÁTTI MEST KJÖR UNGRA ÖRYRKJA

 

 Það var í mars sl.,að heilbrigðisráðherra,Jón Kristjánsson,náði samkomulagi við Öryrkjabandalag Íslands um kjarabætur til handa öryrkjum. Samkvæmt samkomulaginu átti að bæta mest kjör þeirra,sem yrðu ungir öryrkjar eða tvöfalda grunnlífeyri þeirra  en einnig átti að bæta kjör annarra öryrkja en þó minna. Áætlað var þegar samkomulagið var gert,að það mundi kosta rúmlega einn milljarð að framkvæma það. Nú hefur komið í ljós,að samkomulagið kostar meira. Það kostar um  hálfan annan milljarð að framkvæma það.

 

 EFNDIR AÐEINS AÐ 2/3  HLUTUM

 

Heilbrigðisráðherra segir,að aðeins sé unnt að efna samkomulagið að 2/3 hlutum nú þar eð í fjárlagafrumvarpinu sé aðeins áætlað að veita 1 milljarði til framkvæmdar á samkomulaginu. 1/3 hluti samkomulagsins verði efndur eftir   1 ár. Sjálfstæðismenn segja,að  ríkisstjórnin hafi aldrei samþykkt að verja meira en 1 milljarði  til framkvæmdar á samkomulaginu. Öryrkjabandalag Íslands segir,að þetta séu hrein svik. Samkomulagið hafi verið um ákveðnar breytingar á kjörum öryrkja svo sem  tvöföldun á grunnlífeyri ungra öryrkja.Og skýrt hafi verið tekið fram,að samkomulagið ætti að taka gildi 1.janúar að fullu.Ekki hafi verið nein heildarupphæð í sjálfu samkomulaginu. Af því leiði,að framkvæma hafi átt efni samkomulagsins án tillits til þess hvað það hafi kostað. Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar líkir samkomulagi þessu við venjulega kjarasamninga. Hann segir,að þegar fjármálaráðherra geri kjarasamninga við opinbera starfsmenn þá séu samningarnir efndir að fullu enda þótt þeir kosti meira en áætlað hafi verið. Hið sama eigi að gilda um kjarasamkomulagið við öryrkja.

 

HVAÐ VELDUR?

 

Erfitt er að  sjá hvað ríkisstjórninni gengur til með því að svíkja samkomulagið við öryrkja. Er verið að niðurlægja heilbrigðisráðherra Framsóknar með því að gera hann að ómerkingi? Er ríkisstjórnin að sýna vald sitt? Öryrkjar hafa verið  harðir í baráttunni við ríkisstjórnina.Er ríkisstjórnin að segja: Hingað og ekki lengra? Sú upphæð sem deilt er um er ekki svo há að það geti verið skynsamlegt fyrir ríkisstjórnina að stofna til nýrrar deilu við öryrkja. Hér er um 500 millj. að ræða. Stjórnarflokkarnir voru að samþykkja á alþingi margra milljarða aukafjárveitingar vegna þess,að farið var fram úr fjárlögum! Það er einmitt mjög algengt,að kostnaður við kjarasamninga sé mun meiri en áætlað hefur verið. Gildir annað um öryrkja?

 

Björgvin Guðmundsson,viðskiptafræðingur

 

 

 

 N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn