Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Verstu kosningaúrslit Framsóknar í Reykjavík

mánudagur, 29. maí 2006

Framsóknarflokkurinn lætur eins og flokkurinn  hafi  unnið sigur með því að fá 6,3% atkvæða í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík og 1 borgarfulltrúa kjörinn!Staðreyndin er hins vegar sú,að þetta eru verstu kosningaúrslit Framsóknar í Reykjavík í langan tíma.

 

Fengu helming  fyrri atkvæða

 

  Í þingkosningunum 2003 fékk  Framsókn 11,3% í Reykjavík suður en 11,6% í Reykjavík norður. Útkoman nú er því rétt rúmlega  helmingur þess atkvæðamagns,sem Framsókn fékk í þingkosningunum 2003.Árið 1990 í síðustu borgarstjórnarkosningum áður en R-listinn var myndaður fékk Framsókn 8,3%, árið 1986 fékk flokkurinn  7 %,árið 1982 fékk flokkurinn 9,5%, 1978 fékk Framsókn 9,4% og á árunum 1966-1974 var Framsókn með 16,4-17,7% í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Fylgi Framsóknar nú í Reykjavík er því í sögulegu lágmarki.Flokkurinn hefur ekki fengið svo lítið fylgi í hálfa öld.

Ef litið er á fylgi Framsóknar yfir allt landið kemur  í ljós,að Framsókn hefur tapað helmingi þess fylgis,er flokkurinn hafði í  sveitarstjórnarkosningunum fyrir 4 árum en þá fékk flokkurinn  22,9% Nú fékk flokkurinn aðeins 11,8% yfir allt landið..

 

Framsókn brást

 

 Í R-listanum hafði Framsókn 2 borgarfulltrúa en verður nú að láta sér nægja einn.

  Ef Framsókn hefði haldið sama fylgi og áður þá hefðu R-lista flokkarnir fengið samanlagt sama fylgi og áður  eða yfir 50% og haldið meirihluta í Reykjavík.R-lista flokkarnir fengu 47,2 %.Það vantaði aðeins  2,81 % upp á hreinan meirihluta þessara flokka í Reykjavík.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Óskar Bergsson,sem skipaði annað sætið á lista Framsóknar í Reykjavík segir í Fréttablaðinu 1.júní 2006,að Framsókn sé sigurvegari kosninganna í Reykjavík,ekki vegna þess að Framsókn hafi fengið svo mörg atkvæði, nei vegna þess að Framsókn tókst að skríða upp í hjá íhaldinu í Reykjavík og mynda stjórn með þeim! Sérkennileg skilgreining á kosningasigri.Sem sagt: Verstu úrslit Framsóknar í Reykjavík frá 1942 þýða að mati Óskars kosningasigur vegna þess að Framsókn tókst að smeygja sér upp í hjá íhaldinu! Ekki er von til þess að mikið breytist hjá Framsókn þó fylgið hrynji af þeim með slíkum skilgreiningum.

Framsókn fékk 6,3% í Reykjavík nú en 8,3% í kosningunum 1990.

Samfylkingin fékk 27,4% nú,í fyrsta sinn,sem flokkurinn bauð fram sjálfstætt í borginni.

Vinstri græn fengu 13,5%.

Frjálslyndir fengu rúm 10%.

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn