Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Samskip sigla fram úr Eimskip

föstudagur, 22. apríl 2005

Mikil gróska hefur verið í starfsemi íslensku skipafélaganna undanfarin ár.Félögin hafa gert útrás á erlenda markaði og hafa þau á stuttum tíma náð undraverðum árangri erlendis.Einkum hefur verið mikill vöxtur í starfsemi Samskipa. Undir forustu Ólafs Ólafssonar sem forstjóra félagsins og sem stjórnarformanns hefur átt sér stað gífurleg uppbygging hjá félaginu bæði erlendis og innan lands.Það er ekki langt síðan Samskip börðust fyrir lífi sínu.En stjórnendum félagsins tókst að snúa rekstri félagsins við.Og litla skipafélagið, Samskip,sem spratt upp úr Skipadeild SÍS, er nú með álíka mikla veltu og Eimskip og allt bendir til þess að Samskip sigli fram úr Eimskip á þessu ári að því er veltu varðar.Þetta er hreint ævintýri og enginn hefði trúað því fyrir nokkrum árum,að þetta gæti átt sér stað. Veltan 23 milljarðar 2004 Heildarvelta Samskipa nam 23 milljörðum króna árið 2004.Hagnaður af rekstri félagsins það ár nam 708 milljónum kr. Var þetta besta árið í sögu félagsins.Veltan hefur haldið áfram að aukast og er hún nú að verða meiri en hjá risanum í skipaflutningum,Eimskip.Á 4 árum hefur velta Samskipa tvöfaldast.Það er aukin starfsemi erlendis,sem skýrir aukningu í rekstri félagsins að mestu.Félagið er með skrifstofur í Skotlandi,Englandi,Þýskalandi,Úkrainu og í Kína. Horfir félagið nú mjög til viðskipta í Asíu en þar eru miklir vaxtarmöguleikar.Samskip tóku yfir rekstur á hollensku flutningafyrirtæki í byrjun sl. árs,Nedshipping Liner Agencies. Einnig eiga Samskip 80% í öðru hollensku flutningafyrirtæki,Van Dieren Maritime BV.Þá keyptu Samskip þýska skipafélagið Bischoff Group og tryggði sér með þeim kaupum stórflutninga í austurvegi. Samskip eiga hlut í fleiri erlendum skipafélögum og hefur útrás félagsins verið mikil og vaxandi.T.d. eiga Samskip 40% í frystiflutningfélaginu Silver Sea. Eimskip stærri í innanlandsflutningum Eimskip er stærra en Samskip í innanlandsflutningum,þe. hefur stærri hlutdeild í innanlandsmarkaðnum.En Samskip hafa einnig verið að gera góða hluti innan lands. Félagið rekur í dag stærstu vörumiðstöð landsins. Segja má að bylting hafi orðið í innflutningi og geymslu á vörum hjá skipafélögunum. Bæði stóru félögin reka í dag nokkurs konar “ vöruhótel” . Þau geyma vörur fyrir heildsala í miklu magni á þessum “hótelum” í tollvörugeymslu. Heildsalar eða stórverslanir í matvöru þurfa því ekki að liggja með vörur í miklu magni á lager. Vörurnar eru einfaldlega leystar út hjá skipafélögunum eftir hendinni,þegar þeirra er þörf.Þetta sparar mikið og gerir kleift að lækka vöruverð. Samskip hafa komið sér upp glæsilegum aðalstöðum í Reykjavík,þar sem nánast allt annað en frystigeymslur eru undir einu þaki og þar er vörumiðstöð félagsins til húsa með 23400 brettapláss.Stórhýsi Samskipa við Kjalarvog í Reykjavík er nokkurs konar tákn um velgengni félagsins um leið og það er hagkvæmur vinnustaður og hýsir nútíma,fullkomna vörumiðstöð. Samkeppni ætti að lækka flutningsgjöld Samkepni stóru skipafélaganna fer nú harðnandi. Það er af hinu góða. Væntanlega leiðir aukin samkeppni til lægri flutningsgjalda og lægra vöruverðs,sem þannig gæti gagnast neytendum. Útrás félaganna erlendis þarf að vera íslenskum neytendum til góða.Markmiðið má ekki vera það eitt að auka gróðann og auka fjárfestingar. Markmiðið á einnig að vera það að þjóna íslenskum neytendum betur og lækka verð til þeirra.------------------------ Birt í Mbl. 19.apríl 2005 Björgvin Guðmundsson


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn