Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Stöðva verður "eignaupptöku" lífeyris strax

sunnudagur, 15. desember 2013

Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar.Launþegar samþykktu að greiða ákveðið hlutfall launa sinna í lífeyrissjóð gegn ákveðnu mótframlagi atvinnurekenda.Síðan áttu launþegar að fá lífeyrinn úr lífeyrissjóðnum greiddan að fullu, þegar þeir færu á eftirlaun.Þá áttu þeir að fá greiddan þennan viðbótarlífeyri ásamt lífeyri almannatrygginga. Gerist þetta ekki svona? Nei ekki aldeilis. Launþegi, sem hefur 70 þús. kr. á mánuði í lífeyri úr lífeyrissjóði, fær engan lífeyri úr almannatryggingum.Ríkisvaldið dregur af þessum eftirlaunamanni nákvæmlega jafnháa upphæð hjá Tryggingastofnun ríkisins eins og nemur lífeyri hans frá lífeyrissjóði. Launþeginn, sem samviskusamlega hefur greitt í lífeyrirsjóð alla sína starfsævi, fær því ekkert hærri lífeyri alls frá almannatryggingum og lífeyrissjóði en sá, sem aldrei hefur greitt eina krónu í lífeyrissjóð. Það er líkast því sem lífeyrir þessa manns í lífeyrissjóðnum hafi verið gerður upptækur! Menn spyrja: Er þetta löglegt.Er þetta ekki eignaupptaka? Ég hallast að því, að svo sé Lífeyrissjóðskerfið gæti sprungið! Það verður að stöðva þessa “ eignaupptöku” þegar í stað.Ríkisvaldið verður strax að stöðva það, að Tryggingastofnun ríkisins geti skert lífeyri þeirra eldri borgara, sem fá lífeyri úr lífeyrissjóði .Gerist það ekki, verður uppreisn gegn lífeyrissjóðakerfinu. Það er svo mikil óánægja í dag með þessar skerðingar, að það er rétt með naumindum að launþegar fást til þess að greiða iðgjöldin í lífeyrissjóðina .Launþegum finnst eins og það sé verið að blekkja þá, það sé verið að plata þá. Inn í þessa óánægju blandast óánægjan með stjórnarfyrirkomulag lífeyrissjóðanna. Sjóðfélagarnir sjálfir kjósa ekki stjórnarmenn lífeyrissjóða beinni kosningu heldur eru það ASÍ og SA, sem kjósa stjórnarmenn lífeyrissjóðanna. Þessu verður að breyta. Sjóðfélagar eiga sjálfir að kjósa stjórnarmennina, alla eða flesta. Ég er ekki viss um, að forusta aðila vinnumarkaðarins geri sér ljóst hvað mikil óánægja er í dag með lífeyrissjóðskerfið. Mitt mat er það, að ef ekki verður strax brugðist við og skerðingar tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði stöðvaðar, geti lífeyrissjóðskerfið hæglega sprungið. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík ályktaði um mál þetta 13.desember sl.Þar sagði svo: Jafnframt fer kjaranefndin fram á það, að ríkisstjórnin stöðvi þegar í stað skerðingu lífeyris aldraðra frá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Þessi skerðing er svo mikil í dag, að hún eyðir með öllu ávinningi margra ellilífeyrisþega af því að hafa greitt í lífeyrissjóð. Í þessu sambandi vísar kjaranefndin í ályktun aðalfundar FEB í Reykjavík á þessu ári um þetta efni. Það er einnig krafa eldri borgara, að hætt verði að skerða lífeyri vegna atvinnutekna aldraðra.Það á ekki að refsa eldri borgurum fyrir að vinna. Björgvin Guðmundsson Birt í DV 10.desember 2013 Loforðin við lífeyrisþega verði efnd Í aðdraganda þingkosninganna sl. vor gáfu núverandi stjórnarflokkar öldruðum og öryrkjum mjög ákveðin kosningaloforð. Stærsta kosningaloforðið var, að kjaragliðnunin, sem varð sl. 4 ár, skyldi leiðrétt strax. Með kjaragliðnun er átt við það, að kaup láglaunafólks hækkar mun meira en lífeyrir aldraðra og öryrkja. Lögum samkvæmt á lífeyrir að hækka í samræmi við hækkun lægstu launa og í samræmi við hækkun neysluverðs.En skorið var á þessi tengsl í kreppunni og lífeyrir aldraðra og öryrkja frystur. Til þess að leiðrétta þessa kjaragliðnun þarf að hækka lífeyrinn um 20% strax. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn lofuðu fyrir kosningar að framkvæma þessa leiðréttingu. Það var ekki aðeins, að frambjóðendur flokkanna gæfu þessi loforð heldur var það einnig samþykkt á flokksþingum beggja flokkanna fyrir kosningar, að umrædd kjaragliðnun yrði leiðrétt strax, kæmust þessi flokkar til valda. Nú er komið að skuldadögum. Aldraðir og öryrkjar geta ekki beðið. Þeir krefjast þess, að staðið verði við þessi loforð strax. Björgvin Guðmundsson Birt í DV 10.des. 2013


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn