Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Lýðræðið fótum troðið

þriðjudagur, 11. maí 2004

 

 

Það er nú orðið ljóst,að þrýsta á fjölmiðlafrumvarpinu gegnum þingið með hraði.Ríkisstjórnin virðist telja,að málið þoli ekki langa og vandaða umræðu.Allherjarnefnd gerði nokkrar  veigalitlar breytingar á frumvarpinu. Má segja,að eftir þær sé öruggt að frumvarpið lendi ekki á neinum öðrum en Norðurljósum.

 

Frv. verra en talið var

 

Kristinn H.Gunnarsson þingmaður Framsóknar,sagði í gær,10.mai,að frumvarpið væri mikið verra en hann hefði talið. Hann sagði,að það væri engin leið að  gera vitrænar breytingar á frumvarpinu.Það væri svo slæmt. Það bryti bæði í bága við stjórnarskrána og EES samninginn.

  Í nefndaráliti meirihluta allsherjarnefndar kemur fram,að vera kunni að frumvarpið brjóti gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar en þá verði að koma til skaðabætur.Með öðrum orðum: Það er í lagi að bjóta stjórnarskrána ef skaðabætur verða greiddar! Nær hefði verið að breyta frumvarpinu þannig,að það bryti örugglega ekki stjórnarskrána.

 

Enginn þorir að hafa sjálfstæða skoðun nema Kristinn

 

Menn hafa orðið áhyggjur af stjórnarfarinu og þingræðinu. Svo virðist sem enginn þingmaður þori að hafa sjálfstæða skoðun í fjölmiðlamálinu nema Kristinn H.Gunnarsson. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast múlbundnir,þar á meðal hinir nýju ungu þingmenn. Og hið sama er að segja um þingmenn Framsóknar.Í báðum flokkum  virðast foringjarnir hafa einræðisvald.Ráðherrar Framsóknar þora ekki að hafa sjálfstæða skoðun af ótta við að missa ráðherrastólinn. Óbreyttir þingmenn Framsóknar þora ekki að hreyfa sig af ótta við foringjann. Þeir ganga með ráðherra í maganum. Það  er aðeins einn þingmaður í öllu stjórnarliðinu sem þorir að segja skoðun sína á fjölmiðlafrumvarpinu en það  er Kristinn H.Gunnarsson.

 

Markmiðið að leggja Norðurljós í rúst

 

  Það virðist markmið ríkisstjórnarinnar að leggja Norðurljós í rúst.Sjálfstæðisflokkurinn vill, að Skjár 1 nái yfirráðum í Norðurljósum en á Skjá 1 eru Sjálfstæðismenn við völd. Framsókn drattast með  og fylgir Sjálfstæðisflokknum að málum.Það er vegna þess,að Framsókn á að fá fundarstjóra ríkisstjórnarinnar!

 

Björgvin Guðmundsson


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn