Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Ríkisstjórnin lækkar laun (lífeyri) aldraðra og öryrkja!

laugardagur, 7. febrúar 2009

 
 
Ríkisstjórnin lofaði því fyrir kosningar,að hún mundi standa vörð um velferðarkerfið.Þetta loforð hefur verið margítrekað.Samfylkingin hefur  margsinnis lýst því yfir, að hún muni standa vörð um um almannatryggingar og kjör þeirra lægst launuðu. En nú er verið að svíkja þessi loforð. Nú ræðst ríkisstjórnin á kjör aldraðra og öryrkja og lækkar laun (lífeyrir) þeirra verulega.Er engu að treysta lengur.Var ekki verið að tala um nýja tíma.Átti það ekki að vera liðin tíð, að unnt væri að svíkja kosningaloforð. Átti það ekki að tilheyra fortiðinni, að unnt væri að segja eitt við kjosendur og gera annað eftir kosningar.Ég helt það.Eitt veit ég: Stjórnvöld komast ekki upp með það lengur að svíkja kjósendur.Sú ríkisstjórn, sem gerir það verður sett til hliðar.
 
Tekjutrygging skert-aukin skerðing vegna atvinnutekna
 
Samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum á að skerða tekjutryggingu aldraðra og öryrkja,það á  einnig að auka skerðingu  lífeyris eldri borgara  á ný vegna atvinnutekna og það á að taka upp skerðingu á grunnlífeyri  eldri borgara vegna tekna úr lífeyrissjóði.Á  valdatímabili Sjálfstæðisflokksins  1995 til 2007 varð engin skerðing á grunnlífeyri vegna tekna úr lífeyrissjóði.Það skýtur´því skökku við,að félagshyggjustjórn skuli taka upp slíka skerðingu. Það er stefna Landssambands eldri borgara,að afnema með öllu skerðingu lífeyris aldraðra vegna tekna úr lífeyrissjóði.Samtökin líta svo á,að lífeyrisþegar eigi lífeyrinn, sem safnast hefur upp í lífeyrissjóðum og því megi ekki skerða tryggingabætur,þegar  þessi lífeyrir er greiddur út. En hér stefnir ríkisstjórnin í öfuga átt.
 
Almenningur vil réttlátan niðurskurð
 
Mönnum er ljóst,að ríkisstjórnin verður að spara í ríkisrekstrinum og það verður að eyða fjárlagahallanum á ákveðnu árabili.En almenningur vill, að staðið sé að sparnaði og skattahækkunum á réttlátan hátt.Fólk vill ekki að byrjað sé á því að skera niður almannatryggingar og kjör aldraðra og öryrkja.En það er einmitt það,sem ríkisstjórnin er að gera. Hún ætlar að skera niður almannatryggingar um  3,1  milljarð á þessu ári og vegaframkvæmir um 3,5 milljarða í ár en það er lítiið um annan niðurskurð að ræða á þessu ári.Niðurskurður annarra ráðuneyta á fyrst og fremst að byrja á næsta ári. Þetta er ekki að hlífa velferðarkerfinu.Þetta heitir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Það á að skera niður kjör aldraðra og öryrkja um 1,8 milljarða á þessu ári. Það hefði mátt sleppa því með öllu og halda kjörum aldraðra og öryrkja óbreyttum.
 
Launþegar fá kauphækkun eða halda óbreyttum launum--eldri borgarar lækka!
 
Alþýðusamband Ísland hefur lagt á það þunga áherslu, að umsamin launahækkun launþega á almennum vinnumarkaði kæmi til framkvæmda nú  en henni var frestað í upphafi árs. Ekki veit ég hvernig það mál stendur þegar þessi grein birtist. En ég tel víst, að annað hvort haldist laun á almennum vinnumarkaði óbreytt eða þá að þau hækki í áföngum.Ég spyr því: Eiga laun aldraðra og öryrkja að lækka á sama tíma og kaup launþega almennt hækkar eða  verður óbreytt? Hvernig dettur ríkisstjórninni í hug,að aldraðir og öryrkjar sætti sig við það, hvernig dettur ríkisstjórninni í hug,að almenningur sætti við við  það, að níðst sé á kjörum aldraðra og öryrkja? Almenningur sættir sig ekki við það.Og ef þetta gengur fram er verið að bjóða heim nýrri búsáhaldabyltingu. Almenningur sættir sig ekki við áframhaldandi ranglæti í þjóðfélagingu. Almenningur sættir sig ekki við,að ríkið skerði kjör aldraðra og örykja í landinu á sama tíma og launþegar almennt halda óbreyttum kjörum eða fá launahækkun.Ef ráðherrarnir ætla að skerða kjör aldraðra og öryrkja skulu þeir fyrst leggja ráðherrabílunum,lækka eigin laun og skera hraustlega niður öll laun í ríkiskerfinu ( og bönkuinum) ekki aðeins niður í laun forsætirráðherra heldur niður í   400-500 þúsund á mánuði.Og ríkisstjórnin verður þá fyrst að skera niður í öllum öðrum ráðuneytum ,ekki á blaði heldur í framkvæmd.. Fjármálaráðherra hefur sagt,að ekki verði hreyft við taxtalaunum opinberra starfsmanna. En lífeyrir aldraðra og öryrkja er sambærilegur taxtalaunum.Ef ekki má hreyfa við taxtalaunum hjá opinberum starfsmönnum má heldur ekki hreyfa við lífeyri aldraðra og öryrkja.Hann er í lágmarki.Það verður því að draga til baka kjaraskerðingu lífeyrisþega.
 
Björgvin Guðmundsson
 
Birt í Morgunblaðinu 2.júlí 2009
 


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn