Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Þórólfur hafði ekki ákvörðunarvald um samráð olíufélaganna

fimmtudagur, 4. nóvember 2004

 

 

Samkeppnisráð hefur kveðið upp úrskurð í  máli olíufélaganna,þ.e. varðandi meint ólögmætt samráð félaganna.Komst samkeppnisráð að þeirri niðurstöðu,að félögin hefðu gerst sek um ólögmætt samráð um verð,skiptingu markaðar o.fl. Voru félögin af þessum sökuð sektuð um háar fjárhæðir eða um 1,1 milljarð hvert. Olíufélagið (Esso )og Olís fengu síðan mikla afslætti vegna samstarfs við samkeppnisyfirvöld. Skeljungur fékk engan afslátt.

 Skýrsla samkeppnisstofnunar um rannsókn á starfsemi olíufélaganna er mikil að vöxtum og leiðir í ljós mjög gróf brot félaganna á samkeppnislögum. Eru brotin framin á 10 ára tímabili. Forstjóri Samkeppnisstofnunar,Georg Ólafsson,lét svo ummmælt í viðtali við Sjónvarpið að hér væri um samsæri gegn íslenskum atvinnuvegum að ræða.Talið er að olíufélögin hafi með hinu ólögmæta samráði skaðað íslenskt þjóðfélag um 40-50 milljarða kr. Hagnaður olíufélaganna er talinn um 6,5 milljarðar.

  Lögreglurannsókn stendur enn yfir á þætti forstjóra olíufélaganna í máli þessu.Það er sjálfstætt mál að rannsaka hvort forstjórarnir hafa gerst sekir um refsiverða háttsemi.Af skýrslu samkeppnisstofnunar er ljóst,að forstjórarnir tóku allar ákvarðanir um hið ólögmæta samráð olíufélaganna.Ábyrgð þeirra er því mikil.

  Fjölmiðlar hafa gert mikið úr þætti  Þórólfs Árnasonar,borgarstjóra í máli þessu en hann var markaðsstjóri hjá Esso þegar hið ólögmæta samráð olíufélaganna átti sér stað. Er engu líkara en fjölmiðlar telji,að Þórólfur sé aðalsökudólgurinn í máli þessu en forstjórarnir “ stikk frí”! Hér  er málum að sjálfsögðu snúið algerlega á haus. Þórólfur  var aðeins undirmaður eða millistjórnandi hjá Esso. Hann vann undir stjórn forstjórans og bar enga ábyrgð á ákvörðunum forstjóra enda þótt Þórólfur hafi undirbúið fundi forstjóra um verðsamráð olíufélaganna  tók hann engar ákvarðanir um það og bar enga   ábyrgð á því.Geir Magnússon,fyrrverandi forstjóri Esso, segir,að Þórólfur hafi ekki haft ákvörðunarvald um verðsamráð.Þegar Þórólfur  var ráðinn borgarstjóri gerði hann R-listanum grein fyrir þætti sínum í  umræddi máli,sem var þá til rannsóknar  hjá samkeppnisyfirvöldum. R-listinn hafði þá tækifæri til þess að hætta við að ráða Þórólf. En R-listinn  tók skýringar Þórólfs gildar.Hið sama gerðist þegar frumrannsókn lauk sl. ár. Ekkert hefur breytst síðan. Hið eina,sem hefur breytst er það,að olíufélögin hafa verið sektuð og olíufélögin nýttu andmælarétt sinn.En samráð olíufélaganna lá fyrir þegar Þórólfur var ráðinn og  Þórólfur  gerði þá grein fyrir sínum þætti í því.Það er því ekki við Þórólf að sakast. Ef eitthvað er að  í máli þessu er það sök R-listans,sem réði Þórólf enda þótt hann hefði verið starfsmaður Esso,þegar ólögmætt samráð  átti sér stað.

 Fjölmiðlum hættir  við því að blása viss mál mikið upp og þeir vilja gjarnan hengja einhverja persónu,einkum ef hún er viðriðin stjórnmál.Það er athyglisvert,að í þessu máli hafa fjölmiðlar hundelt Þórólf Árnason en gefið forstjórum olíufélaganna frið. Það er vegna þess,að Þórólfur er borgarstjóri og það er vegna þess að hann er borgastjóri R-listans. En fjölmiðlar gleyma því,að Þórólfur er ekki stjórnmálamaður. Hann er embættismaður og ber ekki neina pólitíska ábyrgð. Þess vegna á ekki að meðhöndla hann eins og stjórnnmálamann.Það væri nær að athuga hvaða stjórnmálamenn  bera ábyrgð á einokun og verðsamráði olíufélaganna.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu 9.nóv. 2004

 

"Fjölmiðlum hættir við því að blása viss mál mikið  upp og þeir vilja gjarnan hengja einhverja persónu,einkum ef hún er viðriðin stjórnmál. Það er athyglisvert,að í þessu máli hafa fjölmiðlar hundelt Þórólf Árnason en gefið forstjórum olíufélaganna frið. Það er vegna þess að Þórólfur er borgarstjóri og það er vegna þess að hann er borgarstjóri R-listans.En fjölmiðlar gleyma því,að Þórólfur er ekki stjórnmálamaður. Hann er embættismaður og ber ekki neina pólitíska ábyrgð. Þess vegna á ekki að meðhöndla hann eins og stjórnmálamann. Það væri nær að athuga hvaða stjórnmálamenn bera ábyrgð á einokun og verðsamráði olíufélaganna. "

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn