Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Alþingi sniðgengið

föstudagur, 21. nóvember 2003

 

 

Sverrir Hermannsson fyrrverandi ráðherra og alþingismaður hefur undanfarið ritað athyglisverðar greinar í Morgunblaðið um samskipti  alþingis og framkvæmdavaldsins. Hefur Sverrir fært sterk rök fyrir því,að vegur alþingis hafi farið minnkandi  og að framkvæmdavaldið hafi í æ ríkari mæli sniðgengið alþingi.Sverrir segir,að Bjarni  heitinn Benediktsson,hefði aldrei  sniðgengið alþingi á sama hátt og núverandi valdhafar hafi gert.  Í grein í Mbl. 16.oktober sl. segir Sverrir orðrétt: “ Hvarflar að einhverjum,að Bjarni Benediktsson hefði einn með  Guðmundi Í. ákveðið austur í Prag að breyta utanríkisstefnu  Íslands í grundvallaratriðum án samráðs við og samþykktar alþingis eins og  formenn ríkisstjórnarflokkanna  gerðu með því að gera Ísland að aðila að  árásarstríðinu í Írak?”

 

Alþingi skipi rannsóknarnefnd

 

  Ég tek undir gagnrýni Sverris Hermannssonar í þessu efni. Ég hefi áður ritað greinar um þetta mál hér í Mbl. Og hefi þar gagnrýnt harðlega hvernig staðið var að ákvörðun um að Ísland styddi  innrásina í Írak.Í því efni var alþingi og utanríkismálanefnd sniðgengið. M.a. varpaði ég fram þeirri tillögu,að alþingi skipaði  rannsóknarnefnd til þess að rannsaka hvort rétt hafi verið staðið að  ákvörðun um að láta Ísland styðja  árás á Írak.Mig undrar mjög hve alþingismenn hafa lítið látið þetta mál til sín taka. Að vísu  hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt  vinnubrögð valdhafa í þessu  efni en það vantar allan þunga í þá gagnrýni. Helzt eru það Vinstri grænir,sem hafa  gagnrýnt  athæfi valdhafanna með miklum þunga.

 

Varðar þingræðið og lýðræðið

 

 Ef alþingismenn líða það,að framkvæmdavaldið sniðgangi  alþingi í stórum málum eins og ákvörðun um að styðja árás á annað ríki  þá mun framkvæmdavaldið ganga á lagið og valta yfir alþingi í æ fleiri málum. Það er einhver sljóleiki ríkjandi á alþingi í þessum efnum. Það er eins og alþingismenn geri sér ekki ljóst hvað það er alvarlegt mál,að  ríkisstjórn  hundsi alþingi  og taki sjálf ákvörðun um mál,sem heyra undir alþingi. Hér er um sjálft þingræðið og lýðræðið að tefla.

Ég hefi áður gagnrýnt það,að ríkisstjórnin tilkynnti  við upphaf nýs valdatímabils hver ætti að verða forseti alþingis eftir 2 ár. Það er ekki ríkisstjórnar að ákveða það.Það er alþingis. Og það er óvirðing  við alþingi að tilkynna í dag hvað alþingi  eigi eða muni gera eftir 2 ár  varðandi skipan  þingforseta. Mörg fleiri dæmi má nefna til marks um  það,að alþingi er sniðgengið og því er sýnd óvirðing af framkvæmdavaldinu.

 

 Sverrir Hermannson á þakkir skilið fyrir að ræða þetta  mál á skilmerkilegan hátt í Morgunblaðinu. Hann hefur tekið upp skelegga vörn fyrir alþingi Íslendinga og bent á,að núverandi ríkisstjórn  hafi með hastarlegum hætti yfirgengið alþingi. Eðlilegt hefði verið að  einhverjir alþingismenn hefðu tekið þetta mál upp á sama hátt og Sverrir hefur gert.

 

Ríkisstjórnin brýtur stjórnarskrána

 

Núverandi stjórnarflokkar hafa verið svo lengi við völd,að þeir telja sig geta sniðgengið alþingi og  jafnvel einnig geta gert athugasemdir við  úrskurði dómstólanna.Má í því sambandi nefna sem dæmi öryrkjadóminn svonefnda og afstöðu ríkisstjórnarinnar til hans. Ríkisstjórnin vildi ekki una þeim dómi.Sett voru lög á alþingi 2001,sem draga áttu úr því að niðurstaða dóms Hæstaréttar næði fram að ganga. Hinn 16.oktober sl. kvað Hæstiréttur upp dóm, sem  sagði,að ákveðin ákvæði laganna frá 2001 brytu í bága við stjórnarskrána! Halldór Ásgrímsson sagði,er lögin voru sett 2001,að ef þau brytu í bága við stjórnarskrána þyrfti ekki aðeins einn ráðherra að segja af sér heldur fleiri.Gaf hann í skyn,að öll ríkisstjórnin yrði þá að segja af sér. Nú liggur fyrir,að lögin brjóta í bága við stjórnarskrána. Verður fróðlegt að sjá hvaða ráðherrar segja af sér.

 

Björgvin Guðmundsson

viðskiptafræðingur

Birt í Mbl. 2003 

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn