Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Komið að skuldadögum hjá stjórnmálamönnum

föstudagur, 24. mars 2006

Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkkurinn sé nú að fá áhuga á málefnum aldraðra, korteri fyrir kosningar. Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi flokksforustu Sjálfstæðisaflokksins harðlega á fundi á Akureyri rétt fyrir síðustu helgi,m.a. gagnrýndi hann flokkinn fyrir að standa ekki við ályktanir síðasta landfundar um hækkun lífeyris fyrir aldraða. Mbl. tekur undir gagnrýni Vilhjálms á Sjálfstæðisflokkinn.

Fyrir nokkru skrifaði undirritaður eftirfarandi grein á heimasíðu Félags eldri borgara ( www.feb.is)Greinin birtist einnig í Fréttablaðinu 24.mars sl.

Kosningar nálgast . Sveitarstjórnarkosningar verða í vor og alþingiskosningar vorið 2007.Stjórnmálamenn verða þá standa fyrir máli sínu frammi fyrir kjósendum.Það er því gott tækifæri láta stjórnmálamenn standa við loforð sín við aldraðra og öryrkja.Það er einnig tímabært knýja á um svör stjórnmálamanna um það hvernig og hvenær þeir ætla bæta kjör þessara hópa.

 

Fylgja þarf tillögum eftir

 

  Stjórnarandstaðan hefur flutt margar tillögur um bæta kjör aldraðra. Samfylkingin flutti tillögu  á síðasta hausti um afkomutryggingu aldraðra en samkvæmt henni átti tryggja öldruðum lágmarkslífeyri, sem væri sem næst því sem þeir þyrftu sér til framfærslu. Frjálslyndir og Vinstri grænir hafa einnig flutt tillögur um bæta kjör aldraðra. En gallinn er ,   þessum tillögum er ekki fylgt nægilega vel á eftir. Þær eru lagðar fram á alþingi og vísað til nefnda en síðan ekki söguna meir. Ríkisstjórnin svæfir þessar tillögur í nefnd og það heyrist ekkert meira um þær.Stjórnarandstaðan fylgir þessum tillögum ekki nærri nógu vel eftir. Það á stanslaust knýja á um þessi mál,flytja stöðugar fyrirspurnir og ekki linna látum fyrr en það liggur skýrt fyrir hvort ríkisstjórnin vill samþykkja .þessar tillögur eða synja þeim.

 

Efna verður loforð og fyrirheit

 

  Talsmenn ríkisstjórnarinnar tala eins og þeir vilji bæta kjör eldri borgara. Og Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti tillögur á síðasta landsfundi flokksins um úrbætur í málefnum eftirlaunafólks.En er komið skuldadögum. er komið því efna verður loforð og fyrirheit um bætt kjör eldri borgara.

 

Eiga  eldri borgarar bjóða fram?

 

 Ólafur Ólafsson núverandi formaður Landssambands eldri borgara og fyrrverandi formaður Félags eldri borgara (FEB) í Reykjavík  varpaði fram þeirri hugsmynd þegar hann var formaður FEB,að eldri borgarar ættu   bjóða fram við kosningar, ef málefnum þeirra yrði ekki komið í lag. Það var róttæk og góð tillaga. Og hún á fullan rétt á sér enn í dag.Hún á rétt á sér á meðan stjórnvöld nánast hundsa samtök eldri borgara. En það gera þau. 

Það verður að breyta um vinnubrögð

Samráðsnefndir stjórnvalda og eldri borgara  hafa ekki starfað eins og ákveðið var í upphafi. Og er sagt,að eldri borgarar fái eitthvað heyra næsta haust! Það er of seint. Þetta er hundsa eldri borgara. Og sumir ráðherrar hafa nánast rekið eldri borgara út af skrifstofum sínum, þegar þeir hafa viljað ræða málin.Það er  hundsa eldi borgara. Eldri borgarar geta ekki látið bjóða sér þetta lengur. Þeir þurfa breyta um vinnubrögð.  Þeir verða leggja fram skýrar kröfur um aðgerðir strax, t.d. hækkun um 17000 kr. á mánuði strax á lífeyri aldraðra. Ekki hækkun í haust eða um áramót.Nei,hækkun strax. Það  eru nógir peningar til í þjóðfélaginu. Og ef stjórnvöld verða ekki við kröfum eldri borgara strax á grípa til róttækra aðgerða.

 

Björgvin Guðmundsson

Birt í Fréttablaðinu 24..mars  2006



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn