Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Guðni í Sunnu.Merkur brautryðjandi í ferðamálum

laugardagur, 6. janúar 2007

 

Meðal bóka, sem komu út fyrir jolin, er bókinGuðni í Sunnu”. Ég fékk strax áhuga á þessari bók  og gafst tækifæri til þess lesa hana yfir jólin.Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með bókina. Hún er  skemmtileg aflestrar enda hefur Guðni Þórðarson frá mörgu segja frá litríkum blaðamannsferli,  ferðaskrifstofurekstri og flugrekstri. Guðni  telst merkur brautryðjandi á sviði íslenskra ferðamála..

 

Heimur flokksblaðanna

 

 Guðni var kornungur ráðinn blaðamaður á Tímann. Kynntist ég honum, er ég hóf  störf sem blaðamaður á Alþýðublaðinu  árið 1953. Á þessum tíma voru  Tíminn og Alþýðublaðið flokksblöð,Tíminn gefinn út af Framsóknaflokknum og Alþýðublaðið gefið út af Alþýðuflokknum. Guðni gefur lesendum innsýn í þennan heim flokksblaða og flokksforingja. Hann skýrir frá því, Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, hafi ráðið sig sem blaðamann á Tímann og síðar hafi Hermann ráðið hann sem framkvæmdastjóra Tímans en þá var Hermann forsætisráðherra. Sama kerfi ríkti við útgáfu Alþýðublaðsins.Guðmundur Í. Guðmundsson var formaður blaðstjórnar Alþýðublaðsins þó hann væri utanríkisráðherra. Þannig gáfu æðstu embættismenn landsins, forsætis-og utanríkisráðherra, sér tíma til þess vasast í dagblaðaútgáfu fyrir flokka sína. Slíkt væri óhugsandi í dag.

 

Frumkvöðull í myndablaðamennsku

 

  Guðni Þórðarson vakti strax athygli sem blaðamaður.Voru það einkum myndskreyttar stórar greinar hans um menn og málefni, sem vöktu eftirtekt en hann tók ljósmyndirnar sjálfur.Var þetta nýjung í íslenskri blaðamennsku, sem Guðni varð fyrstur til þess kynna hér. Kynntist hann þessari ljósmyndablaðamennsku í Bandaríkjunum.

 Guðni ferðaðist mikið til útlanda sem blaðamaður og hafði mörg járn í eldinum sem ungur maður. Er ég fór í mína fyrstu utanlandsferð 1954 til Danmerkur, var ég samferða Guðna í flugvélinni til Kaupmannahafnar en hann hélt þá áfram til Hamborgar í viðskiptaerindum, var þá huga innflutningi. Hann var þegar þá orðið vel sigldur þó kornungur væri.

 

Brautryðjandi í hópferðum til sólarlanda

 

 Ferðalög Guðna til útlanda vöktu áhuga hans  á ferðamálum. Hann var fljótlega beðinn vera fararstjóri í utanlandsferðum og í framhaldi af því ákvað hann 1959 stofna ferðaskrifstofu. Valdi hann nafnið Sunna á skrifstofuna en það nafn er úr Hávamálum. Guðni varð fyrstur Íslendinga til þess skipuleggja  hópferðir til sólarlanda og lagði strax áherslu á hafa ferðirnar ódýrar þannig, þær yrðu  viðráðanlegar almenningi. Hann miðaði verðið við mánaðarlaun Sóknarkvenna, þ.e. verð á  orlofsferð til sólarlanda, t.d. til Mallorka, sem var uppáhaldsstaðurinn lengi vel. En Guðni varð fyrstur til þess skipuleggja hópferðir til Mallorka. Guðni Þórðarson vann mjög merkilegt brauðryðjendastarf við skipuleggja ódýrar sólarlandaferðir og orlofsferðir til annarra landa. Það segja, hann hafi gert slíkar ferðir almenningseign. En sjálfsögðu lögðu aðrir ferðamálafrömuðir hönd á plóginn á þessu sviði eins og  t.d.Ingólfur Guðbrandsson og Ásbjörn Magnússon.

 

Stofnaði flufélagið Air Viking

 

  Umsvif  Guðna Þórðarsonar í ferðaskrifstofurekstri urðu fljótlega mjög mikil  og leiddu til þess hann stofnaði sitt eigið flugfélag, Air Viking. Keypti Guðni 3 þotur  fyrir þann flugrekstur.Guðni lýsir rekstri Sunnu og Air Viking vel í bók sinni.Á þeim tíma, sem Guðni starfaði við þennan rekstur voru strong gjaldeyrishöft í gildi og allar lántöku erlendis háðar leyfum.Á þessum tíma sat viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks við  völd í landinu. Það var ekki vel séð af öllum,   Guðni Þórðarson skyldi hefja millilandaflug og  rjúfa þá einokun, sem verið hafði í flugrekstrinum. Með því  var vegið Kolkrabbanum.Guðni tók ekki aðeins viðskipti frá Flugleiðum heldur einnig frá dótturfyrirtæki þess, Ferðaskrifstofunni Úrval. Guðni lýsir því vel í bók sinni hvernig samgönguráðherra reyndi torvelda og stöðva rekstur hans. Og hvað eftir annað var honum neitað um gjaldeyrisyfirfærslur vegna leigu á flugvélum og skemmtiferðaskipum. Þurfti Guðni iðulega ganga á fund Gylfa Þ.Gíslasonar viðskiptaráðherra til þess leiðréttingu mála  sinna .Guðni ber Gylfa vel söguna. Guðni skýrir frá því í bók sinni, Seðlabankinn  (og Alþýðubankinn)  í samráði við samgönguráðuneytið hafi lokum stöðvað flugrekstur hans.Birtir Guðni minnisblað ráðuneytisstjóra samngönguráðuneytis því til staðfestingar. Var ákveðið af þessum aðilum loka öllum reikningum Air Viking í Alþýðubankanum vegna skulda því,er sagt var.Skuldir Air Viking voru þó ekki meiri í bankanum en margra annarra fyrirtækja,sem voru í viðskiptum við bankann.Vegna þessara aðgerða stöðvaðist flugreksturinn fljótlega. Samgönguráðuneytið hafi einnig ætlað taka ferðaskrifstofuleyfið af Sunnu en fallið hafi verið frá því. .Guðni segir í bók sinni, hér  hafi verið um hreinar ofsóknir ræða gegn honum og fyrirtækjum hans  til verndar Kolkrabbanum.

 

Ævintýri líkast

 

 Í bókinni er skýrt frá ýmsum öðrum atvinnurekstri, sem Guðni stundaði eða átti aðild .  Það sjá í bókinni, ævi Guðna hefur verið   ævintýri líkust. Hann er kominn af alþýðufólki og  hóf sig upp fyrir eigin verðleika og  iðjusemi.Hvað eftir annað var reynt stöðva hann en hann lét aldrei bugast. Hann er enn þrátt fyrir háan aldur. Bókin,Guðni í Sunnu,svíkur engan.

 

Björgvin Guðmundsson

Birt í Morgunblaðinu 6.janúar 2007

  



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn