Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnÓsammála Birgi Hermannsyni

þriðjudagur, 27. janúar 2004

 

 

Birgir Hermannson,stjórnmálafræðingur,fyrrverandi aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar sem umhverfismálaráðherra, gagnrýnir kosningabaráttu Samfylkingarinnar fyrir síðustu þingkosningar og sérstaklega gagnrýnir hann Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.

 Birgir setur gagnrýni sína fram  í tímaritinu,Ritið, en Morgunblaðið birtir frétt um grein Birgis.Birgir Hermannson gagnrýnir það,að Ingibjörg Sólrún skyldi látin skipa 5.sæti á framboðslista Samfylkingar í Reykjavík og einnig gagnrýnir hann Borgarnesræður Ingibjargar.

 

AUÐVELT AÐ VERA VITUR EFTIR Á

 

Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Ef Ingibjörg Sólrún hefði náð kjöri og ég tala nú ekki um,ef hún hefði orðið forsætisráðherra,þá hefðu allir verið ánægðir og Birgir Hermannsson einnig. En  það vantaði aðeins herslumuninn á það að Ingibjörg Sólrún næði inn á þing og þess vegna eru margir óánægðir og þar á meðal Birgir. Ingibjörg Sólrún skipaði  5.sætið vegna þess að prófkjörum var lokið, þegar hún ákvað að fara í framboð og hún vildi ekki íta einhverjum út sem náð hafði sæti ofar á lista.Ingibjörg Sólrún hætti við að fara í prófkjör af tillitssemi við Framsóknarflokkinn og Vinstri græna,samstarfsaðila Samfylkingarinnar í R-listanum en þessir flokkar báðir lögðust gegn því að Ingibjörg Sólrún sæktist eftir efsta sæti framboðslista í Reykjavík.Það er almennt viðurkennt,að Ingibjörg Sólrún dró mikið fylgi að Samfylkingunni í Reykjavík.

 

BORGARNESRÆÐURNAR GÓÐAR

 

 Ég tel,að Borgarnesræður Ingibjargar Sólrúnar hafi verið mjög athyglisverðar og góðar. Hún hreyfði þar nýju efni: Stjórnunarstíl Sjálfstæðisflokksins ( og Davíðs)  og lýðræði almennt. Hún gagnrýndi það,að stjórnvöld væru að skipta fyrirtækjum í flokka eftir því hvort þau væru þóknanleg valdhöfum eða ekki. Hún sagði, að setja ætti skýrar eftirlitsreglur og hafa öflugt eftirlit með fyrirtækjum en að öðru leyti ættu valdhafar ekki að skipta sér af fyrirtækjum. Í dag telja allir að þetta hafi verið sjálfsagt umræðuefni,einkum nú þegar á ný er ráðist á viss fyrirtæki og skyndilega sett fram krafa um lög gegn hringamyndun og um eignarhald á fjölmiðlum. Það,sem var að  í kosningabaráttunni, var það,að forusta Samfylkingar og frambjóðendur fylgdu ekki eftir efninu í ræðum Ingibjargar Sólrúnar og Vinstri grænir tóku ekki undir gagnrýni Ingibjargar Sólrúnar af annarlegum ástæðum.

 

Björgvin Guðmundsson

 N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn