Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnMun Samfylkingin standa sig betur í stjórn en Framsókn?

miðvikudagur, 23. janúar 2008

 
 
 
 

Á meðan ríkisstjórn  Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sat við völd í landinu gagnrýndi  ég oft Framsóknarflokkinn harðlega fyrir íhaldsstefnu og fyrir að hafa yfirgefið upphaflega stefnu sína, samvinnustefnu  og félagshyggju. Ég taldi Framsókn of leiðitama Sjálfstæðisflokknum og hafa setið alltof lengi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Nú hefur orðið breyting á. Framsókn er komin í stjórnarandstöðu en Samfylkingin situr í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.Hefur ekki oðið mikil breyting við þetta? Ekki verður þess vart enn. Stefnan er svipuð og áður.

 

Samkomulagið við LEB drýgra en  yfirlýsingin 5. des.!

 

Ef við lítum á þau mál,sem jafnaðarmenn bera helst fyrir brjósti, málefni aldraðra,   öryrkja og láglaunafólks  blasir eftirfarandi við: Lífeyrir  aldraðra og öryrkja hefur ekkert hækkað frá því að ríkisstjórnin tók við völdum. Ekkert hefur enn verið gert í kjaramálum  láglaunafólks. Skattleysismörkin eru óbreytt, 90 þúsund krónur á mánuði en hækkun þeirra væri  mikil kjarabót fyrir láglaunafólk og þar á meðal  fyrir aldraða og öryrkja. Ég verð að viðurkenna, að ástandið í kjaramálum þessa fólks hefur ekkert batnað við tilkomu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Það er sama ástand og verið hefði með Framsókn áfram í stjórn. Samkomulag það sem gert var 2006 milli Landssambands eldri borgara og fyrrri ríkissjórnar fól í sér meiri kjarabætur fyrir aldraða en  yfirlýsing sú  er núverandi ríkisstjórn gaf 5.desember sl. um aðgerðir í þágu aldraðra og öryrkja næsta vor.

 

Byrjað á öfugum enda

 

Ég taldi víst, þegar Samfylkingin  gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í maí eftir þingkosningar, að  lífeyrir aldraðra yrði stórhækkaður á  árinu eins og kosningaloforð voru gefin um.En þær vonir hafa brugðist. Í staðinn ákvað ríkisstjórnin að draga úr skerðingum tryggingabóta ( lífeyris) hjá þeim,  sem væru á vinnumarkaði. Það er gott svo langt sem það nær en ég tel,að hér sé byrjað á öfugum enda. Það á að byrja á því að leiðrétta lífeyrinn svo hann dugi til  sómasamlegrar  framfærslu.Síðan eða samhliða má draga úr skerðingum og tekjutengingum.Það er ekki unnt að ganga út frá því, að allir ellilífeyrisþegar séu á vinnumarkaði.

 

Neysluútgjöld komin í 226 þús.á mánuði

 

 Samfylkingin gagnrýndi harðlega í þingkosningunum vorið 2007, að  lífeyrir aldraðra hefði ekki hækkað í samræmi við vísitöluhækkanir. Lífeyrir aldraðra hefði dregist  aftur úr í launaþróuninni. Samfylkingin sagði: Við ætlum að leiðrétta þetta. Samfylkingin sagðist ætla að  láta lífeyri aldraðra duga fyrir framfærslukostnaði í samræmi við opinera neyslukönnun Ný neyslukönnun Hagstofunnar var birt 18.desember 2007. Samkvæmt henni eru neysluútgjöld einstaklinga komin upp í 226 þúsund á mánuði,  til jafnaðar, að viðbættri verðlagshækkun frá því könnunin var gerð.Skattar eru ekki meðtaldir.Samfylkingin sagðist vilja leiðrétta lifeyri aldraðra í áföngum. Formaður Landssambands eldri borgara, Helgi K.Hjálmsson, segir, að hækka þurfi lífeyri   aldraðra í 200 þúsund á mánuði..

 60+ , samtök aldraðra i Samfylkingunni, samþykkti í nóvember 2007, að  hækka ætti lífeyri aldraðra í þá upphæð, er næmi neysluútgjöldum  einstaklinga   og að fyrsti áfangi þeirrar hækkunar ætti að taka gildi fyrir lok ársins 2007.Það varð ekki.

 

Farið á svig við samþykkt 60+

 

Því miður  var í fyrstu  aðgerðum ríkisstjórnarinnar algerlega farið á svig við  framangreinda samþykkt 60+ og einnig  gengið gegn  kosningaloforðum Samfylkingarinnar  í þessu efni.

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir aldraða og öryrkja, sem taka eiga gildi  á tímabilinu 1.apríl n.k. til loka árs 2008  taka aðeins til þeirra, sem eru á vinnumarkaði. Það á að draga úr skerðingu tryggingabóta hjá þeim sem eru  á aldrinum 67-70 ára  og vilja vinna. Ríkisstjórnin hefur  ákveðið 100 þúsund króna frítekjumark á mánuði fyrir þennan hóp eldri borgara. Einnig á að afnema skerðingu tryggingabóta  aldraðra vegna tekna maka.Þar er   um mikið réttlætismál að ræða. Hæstiréttur hefur úrskurðað, að  það brjóti í bága við stjórnarskrána að skerða lífeyri öryrkja vegna tekna maka þeirra.Það sama hlýtur að gilda um ellilífeyrisþega. Þess vegna hefði

 þessi breyting átti að taka gildi strax í kjölfar  dóms Hæstaréttar en mörg ár eru liðin síðan sá dómur var kveðinn upp.Rannsóknarsetur verslunarinnar á Bifröst gerði könnun á því hve margir eldri borgarar mundu nýta sér það  að vinna,  ef skerðing tryggingabóta vegna atvinnutekna þeirra, yrði afnumin  eða lækkuð.Í ljós kom,að 30%  mundu nýta  sér það. Rannsóknarsetur verslunarinnar segir, að  það mundi þýða 4 milljarða auknar skatttekjur fyrir ríkissjóð.Samkvæmt því mundi það kosta ríkið lítið sem ekki neitt að  draga úr skerðingu tryggingabóta á þann hátt sem ríkisstjórnin hefur boðað.

 

Af því sem hér hefur verið rakið er ljóst,að Samfylkigin hefur ekki á síðustu 7 mánuðum staðið sig betur í velferðarmálum i ríkisstjórn en Framsókn gerði.Ríkisstjórnin  verður ekki dæmd af orðum og yfirlýsingum. Hún verður dæmd af verkum sínum.Samylkingin verður að taka sig mikið á  í velferðarmálum til þess að standa undir væntingum og kosningaloforðum.Um síðustu áramót tók Jóhanna Sigurðardóttir  við lífeyristryggingum almannatrygginga.Það er nú í hennar verkahring að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja á þann hátt,að unnt verði að lifa mannsæmandi lífi af honum.Ef Jóhanna stendur sig í þessu verkefni getur hún bætt stöðu Samfylkingarinnar í velferðarmálunum. Samfylkingin á eftir að sýna það,að  hún standi sig betur í ríkisstjórn en Framsóknarflokkurinn.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í  Morgunblaðinu 23.jan. 2008

 

 

 

 


No virus found in this incoming message.
Checked by AVG Free


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn