Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Skattar á láglaunafólki og barnafólki of háir

mánudagur, 19. maí 2008

 
 
 

.

Nýlega kom  út skýrsla um skattamál hjá OECD. Þar kemur fram, að skattar hér á landi hafa hækkað á láglaunafólki og barnafólki en lækkað  á þeim hæst launuðu.Hlutfall skatta hækkaði hjá  barnafólki á árunum 2000 til 2006 sem er þveröfugt við þróun í flestum ríkjum OECD. Þetta kemur skýrt fram í  hinni nýju skýrslu stofnunarinnar.Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ sagði skýrsluna áfellisdóm yfir fyrri skattstefnu stjórnvalda og segir hana endurspegla að skattaumbætur á umræddum árum hafi ekki gagnast láglaunafólki.

Stefán Ólafsson hafði rétt fyrir sér

Um þetta atriði var deilt fyrir fáum árum en þá hélt Stefán Ólafsson prófessor því einmitt fram, að skattar hefðu hækkað á þeim lægst launuðu hér en  lækkað á þeim hæst launuðu. Fjármálaráðherra mótmælti þessu þá. En nú er sem sagt kominn úrskurður um þetta deilumál frá OECD. Stefán Ólafsson hafði á réttu að standa. Áður hafði komið fram hjá OECD, að heildarskattbyrðin hefði aukist  á Íslandi miðað við Evrópumeðaltal.
Miðað við staðtölur OECD jókst skattbyrðin  hér úr 38% af landsframleiðslu 1990 í 48% af landsframleiðslu 2006.Á sama tíma hefur skattbyrðin á evrusvæðinu aukist úr 43% af landsframleiðslu í 45%. Skattbyrðin á Íslandi er því komin upp fyrir Evrópumeðaltal. Hækkun á skattbyrði um 10 prósentustig af landsframleiðslu er mjög mikil hækkun. Á tímabilinu 1994 til 2004 hækkuðu skattar á þeim lægst launuðu um  14-15 prósentustig.En á þeim hæst launuðu lækkuðu þeir um 3,3 prósentustig. Á eldri borgurum hækkuðu skattar mjög mikið á sama tímabili eða á 66-70  ára um 9,1%stig, á 71-75 ára um 13,1%stig og á 76 ára og eldri hafa skattar hækkað um 13,8%stig .En á sama tíma lækkuðu skattar á þeim hæst launuðu sem fyrr segir! 

Eykur ríkisstjórnin jöfnuð?

Ríkisstjórn  Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks lýsir því yfir í stjórnarsáttmála sínum, að  stjórnin leggi áherslu á að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Ríkisstjórnin segir, að hún muni stefna að því að lækka skatta á einstaklingum á kjörtímabilinu, m.a. með því að hækka skattleysismörk.Nú hefur rikisstjórnin ákveðið að hækka skattleysismörkin um 2o þús. kr. á mánuði  í áföngum á næstu 3 árum auk verðlagshækkana. Þau munu því fara  í 115-120 þúsund á mánuði að því tímabili loknu. Það er of lítil hækkun. Ef skattleysismörk hefðu fylgt launavísistölu frá 1988 væru þau í dag 150 þúsund  á mánuði. Ég tel, að  það eigi að hækka þau upp í þá upphæð.Auk þess eru þessar aðgerðir í skattamálum einstaklinga alltof dreifðar.Þær þurfa að koma fyrr til framkvæmda. Skattur á fyrirtæki   á að lækka  strax næsta ár úr 18% í 15%. Hvers vegna er staðið mikið betur að skattalækkun fyrirtækja en einstaklinga? Það er ekki stefna Samfylkingarinnar að skattalækkanir fyrirtækja eigi að hafa forgang.Skattalækkanir eintaklinga eiga að gerast samhliða eða fyrr. Það er mín skoðun

Hækka þarf lífeyri aldraðra og öryrkja

Það verður fylgst mjög vel með því hvernig það stefnumál  ríkisstjórnarinnar að auka jöfnuð í þjóðfélaginu verður efnt.Hvernig er auðveldast að auka jöfnuð í þjóðfélaginu? Það verður best gert með aðgerðum   á sviði almannatrygginga og skattamála. Það þarf að stórhækka bætur  elli-og örorkulífeyrisþega  svo þær dugi fyrir framfærslukostnaði og afnema  allar skerðingar á lífeyri almannatrygginga.Skerðingar vegna tekna úr lífeyrissjóðum á að fella niður.Þess er að vænta, að  frekari aðgerðir á þessu sviði sjái dagsins ljós strax í sumar. Aðgerðir í trygginga-og skattmálum  geta haft  mikil jöfnunaráhrif.

 

Björgvin Guðmundsson 

 

Birt í Morgunblaðinu 19.mai  2008 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn