Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnLífeyrir aldraðra hækki í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar

laugardagur, 10. desember 2011

Þrír stjórnmálaflokkar halda landsþing í haust,Samfylkingin,Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn.Fróðlegt verður að sjá hvernig þessir flokkar taka á málefnum aldraðra og raunar á velferðarmálum yfirleitt.Stjórnarflokkarnir segjast vilja koma hér á norrænu velferðarsamfélagi en ekkert hefur þokast í þá átt enn.Fremur hefur miðað aftur á bak en áfram í þeim efnum. Eldri borgarar hafa til þessa treyst fremur á “vinstri flokkana” en hægri flokkana í lífeyrismálum. En þeir munu áreiðanlega fylgjast vel með landsfundi Sjálfstæðisflokksins að þessu sinni ekki síður en hinum landsfundunum, og einkum þeim málum, er varða eldri borgara. Klipið af kjarabótum eldri borgara Fyrir frumkvæði Landssambands eldri borgara og Félags eldri borgara í Reykjavík tryggði ASÍ í viðræðum við ríkisstjórnina, að eldri borgarar fengu nokkurn veginn sömu kjarabætur í júní á þessu ári og launþegar fengu samkvæmt nýjum kjarasamningum.Velferðarráðherra tókst þó að klípa lítillega af kjarabótum þeirra verst stöddu meðal eldri borgara, þar eð lægstu bætur þeirra ( lágmarksframfærslutrygging) hækkuðu um 6,5% á sama tíma og lægstu laun hækkuðu um 10,3%. En í stórum dráttum má segja, að leiðrétting bóta hafi verið hliðstæð leiðréttingum launa. Eldri borgarar fengu hins vegar enga leiðréttingu til samræmis við verðlagshækkanir og launahækkanir láglaunafólks undanfarandi sl. 2 ár en þær launahækkanir námu 16%. Áætlun um hækkun lífeyris aldraðra Mikið vantar upp á það, að lífeyrir aldraðra dugi til þess að eldri borgarar geti lifað sómasamlegu lífi og með reisn síðasta hluta ævi sinnar.Nauðsynlegt er að gera áætlun um myndarlega hækkun á þessum lífeyri.Slík áætlun gæti falist i því að lyfta lífeyri aldraðra myndarlega á 3 árum þannig að lífeyririnn hækkaði í áföngum upp í meðaltalsútgjöld einstaklinga til neyslu samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar. Þessi upphæð var samkvæmt síðustu könnun 290 þús.á mánuði án skatta. Ég tel, að þessi neyslukönnun eigi eins við eldri borgara og aðra landsmenn. Raunar eru sumir liðir könnunarinnar of lágir að því er eldri borgara varðar.Eldri borgarar nota t.d. mun meiri lyf og læknishjálp en gert er ráð fyrir í neyslurannsókn Hagstofunnar. Neyslukönnun Hagstofunnar er eina könnunin, sem unnt er að miða við, þegar lífeyrir aldraðra er ákveðinn. Nýlega var birt neysluviðmið, sem var samhljóða neyslukönnun Hagstofunnar.Það þarf því ekki að búa til nýtt viðmið til þess að sýna neyslu eða framfærslukostnað.Við þurfum ekki á neinu fátæktarviðmiði að halda. Afturkalla á kjaraskerðinguna frá 2009 Ísland er nú að komast út úr kreppunni og hagvöxtur er byrjaður.Seðlabankinn spáir 2,5% hagvexti á þessu ári en hagvöxtur í Danmörku er aðeins 1 %.Það er því tímabært að afturkalla kjaraskerðingu eldri borgara frá 1.júlí 2009 og hætta að refsa þeim eldri borgurum sem vilja fara út á vinnumarkaðinn. Og þeir eldri borgarar, sem sviptir voru öllum bótum hjá TR 2009 eiga að fá þær aftur.Almannatryggingarnar eiga að vera fyrir alla en ekki fyrir ákveðinn hóp manna.Það var skýrt tekið fram, þegar tryggingarnar voru stofnaðar. Björgvin Guðmundsson


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn