Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnMikil ólga í Framsókn vegna brottvikningar Sifjar

föstudagur, 20. ágúst 2004

 

 

Það hefur legið í loftinu um nokkurt skeið,að Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins ætlaði að víkja Sif Friðleifsdóttur úr ríkisstjórninni 15.september n.k.,þegar Framsókn missir einn ráðherra vegna samninga við Sjálfstæðisflokkinn.Í gær, 19.ágúst 2004, lét Halldór höggið ríða og tilkynnti ákvörðun sína á fundi þingflokks Framsóknar.Látið var líta út sem þetta væri ákvörðun þingflokksins en í rauninni var það formaður Framsóknar sem réði þessu.

 Allir ráðherrar Framsóknar að Sif undanskilinni studdu ákvörðun formannsins,svo og formaður þingflokksins,Hjálmar Árnason og formaður fjárlaganefndar,Magnús Stefánsson.Allir þessir menn  eiga allt sitt undir formanni flokksins komið.Kristinn H.Gunnarsson var ekki sáttur við þessa ákvörðun formannsins.Hann lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali eftir fundinn,að það væri of lítið að hafa aðeins eina konu í ráðherraliði Framsóknar. Líklegt má telja,að Jónína Bjartmars hafi einnig verið ósátt við ákvörðun formannsins. Og Sif sjálf lýsti því yfir í gær,að hún væri ósátt við afgreiðslu málsins. Það var viðurkennt,að ágreiningur hefði verið um ákvörðun formanns flokksins í þingflokknum.

 

Ólga í Framsókn

 

 Mikil ólga er í Framsókn vegna máls þessa. 40 áhrifamiklar konur í Framsóknarflokknum birtu auglýsingu í Fréttablaðinu,þar sem þær skora á þingflokk Framsóknarflokksins að skerða ekki hlut  kvenna í ráðherraliði Framsóknar.Forustumenn samtaka kvenna innan Framsóknar hafa lýst hinu sama yfir og sagt,að samkvæmt lögum Framsóknarflokksins ættu konur að hafa 40 % embætta flokksins.Þær voru undir því marki áður en Sif var vikið úr stjórninni og fara langt undir það mark. Fleiri áhrifamiklir aðilar innan Framsóknar hafa látið hið sama í ljós. En forusta Framsóknar hefur blásið á allar mótmælaraddir.Formaður flokksins hafði fyrir löngu ákveðið málið og því varð ekki breytt. Engin rök hafa verið flutt til stuðnings því,að Sif ætti fremur að víkja en einhver annar ráðherra.Ekki hefur verið unnt að rökstyðja það,að  hún væri verri ráðherra eða hefði minni hæfileika en hinir ráðherrar Framsóknar. Geðþóttáakvörðun virðist hafa ráðið í máli þessu. Helst virðist sem það hafi ráðið,að  þeir skyldu sitja sem væru þægir forustunni.

 

 

Björgvin Guðmundsson


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn