|
Kvótamálinu verður ekki sópað undir teppiðmánudagur, 25. júní 2007
| 
Gagnrýnendum kvótakerfisins hefur bætst nýr og öflugur liðsmaður.Sá heitir Sturla Böðvarsson og er forseti alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra. Þetta er mikið fagnaðarefni, ekki síst vegna þess,að Samfylkingin hefur að verulegu leyti brugðist í baráttunni gegn kvótakerfinu undanfarin misseri. Fyrir kosningarnar 2003 barðist Samfylkingin af miklum þrótti gegn hinu rangláta kvótakerfi og setti fram skýrar hugmyndir um það hvernig ætti að vinda ofan af því. En fyrir kosningarnar núna minntust frambjóðendur Samfylkingarinnar varla á kvótakerfið og lítið sem ekkert er að finna um það í stjórnarsáttmála nýju stjórnarinnar.Olli það mér miklum vonbrigðum af ekki skyldu vera ákvæði í stjórnarsáttmálanum um endurskoðun kvótakerfisins. Hið eina sem þar var að finna var að athuga ætti hver áhrif kerfisins hefðu verið á byggðir landsins. Það þarf ekki að athuga það. Það liggur fyrir t.d. á Flateyri og vítt og breytt um byggðir landsins. Þar er sem sviðin jörð eftir afleiðingar kvótakerfisins. Stór útgerðarfyrirtæki hafa keypt upp fiskiskipin ásamt kvótum í smærri byggðum um allt land og farið síðan á brott með kvótana og skilið byggðirnar eftir kvótalausar. Það var ekki ætlunin þegar kvótakerfið var sett á fót,að þetta yrðu afleiðingar kerfisins. Þess vegna þarf að endurskoða kefið eða lögleiða nýtt. Sturla Böðvarsson hefur hér lög að mæla.
Leiðrétta þarf ójöfnuðinn
Samfylkingin lagði mikla áherslu á það fyrir kosningar,að ójöfnuður hefðu aukist mikið í þjóðfélaginu m.a. vegna tilkomu kvótakerfisins. Samfylkingin kvaðst vilja leiðrétta þennan ójöfnuð. Það er unnt að gera með aðgerðum í skattmálum,málefnum almannatrygginga og með leiðréttingu á kvótakerfinu.Ákvæði eru í stjórnarsáttmálanum um leiðréttingar í skattmálum og á almannatryggingum en ekki varðandi kvótakerfið. Það eru mikil vonbrigði. En kvótamálinu verður ekki sópað undir teppið.Ef ríkisstjórnin ætlar ekki að leiðrétta þetta rangláta kefi mun þjóðin taka til sinna ráða. Ræða Sturlu Böðvarsssonar er til marks um það að í öllum flokkum sjá menn ranglæti þessa kerfis og menn sjá einnig nú,að kerfið hefur ekki dugað til þess að vernda þorskstofninn. Hafrannróknarstofnun leggur nú til,að veiðarnar verði skornar niður um þriðjung á næsta fiskveiðiári og aðeins verði leyft að veiða 130 þúsund tonn í þorskígildum.Tillaga Hafró leiðir í ljós,að ástand fiskistofnanna er mjög slæmt eftir að kvótakerfið hefur verið við líði um langt skeið. Kerfinu hefur mistekist að vernda fiskistofnana. Kerfinu hefur mistekist ætlunarverk sitt en það hefur innleitt mikið ranglæti í íslenskt samfélag,fært mikil auðæfi á fárra hendur og “lögleitt” stórfellt brask með veiðiheimildir,sem verður að stöðva. Ástandið á Flateyri og raunar í Vestmannaeyjum líka hefur opnað augu marga fyrir því að þetta kvótakerfi getur ekki gengið lengur. Því verður að gerbreyta eða afnema á vissum aðlögunartíma. Þó ríkisstjórnin sjái þetta ekki þá sér allur almenningur það.Ég segir eins og Sturla Böðvarsson : Það verður að stokka fiskveiðistjórnarkerfið upp ef byggðir landsins eiga ekki að hrynja.
Björgvin Guðmundsson |
| Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|