Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnForseti Íslands hefur valdið

föstudagur, 14. maí 2004

 Forseti Íslands synjaði í gær,2.júní 2004,staðfestingar á lögum um fjölmiðla. Fer málið því fyrir þjóðaratkvæði.Hér fer á eftir grein um mál þetta:

 

Ágreiningur er milli lögspekinga um það hvort forseti Íslands hafi  vald til þess að neita að staðfesta lög og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigurður Líndal fyrrverandi lagaprófessor telur,að forsetinn hafi þetta vald samkvæmt stjórnarskránni. Þór Vilhjálmsson telur,að forsetinn hafi ekki þetta vald.

 

  Vegna fjölmiðlafrumvarpsins

 

Mál  þetta er komið upp nú vegna fjölmiðlafrumvarpsins. Mikill meirihluti þjóðarinnar  telur samkvæmt skoðanakönnunum að forsetinn eigi að neita að skrifa undir lög um eignarhald á fjölmiðlum og vísa því til þjóðarinnar.Sigurður Líndal telur,að mál þetta sé að mörgu leyti heppilegt til þess að leggja undir þjóðaratkvæði. Hér sé um mörg grundvallaratriði að tefla svo sem tjáningarfrelsi,eignarréttarákvæði o.fl. Sigurður Líndal telur,að frumvarpið um eignarhald á fjölmiðlum brjóti í bága við stjórnarskrána.

 

 Málið á að fara undir þjóðaratkvæði

 

Ég er sammmála Sigurði Líndal í þessu máli .  Ég tel eðlilegt,að þetta stóra mál fari undir þjóðaratkvæði.En til þess að svo verði þarf forseti Íslands að neita að skrifa undir lögin um fjölmiðlana og þá fer málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég tel ákvæði stjórnarskrárinnar alveg skýr í þessu efni. Forseti Íslands hefur valdið.  Svo virðist sem meirihlutinn á Alþingi ætli að keyra í gegnum þingið lög,sem mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur. Undir slíkum kringumstæðum er mjög eðlilegt að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla.

 

Gæti leitt til stjórnarskipta

 

Ef forseti Íslands neitar að skrifa undir fjölmiðlalögin gæti það haft miklar pólitískar afleiðingar.Engin lög eru til um þjóðaratkvæðagreiðslu  vegna málskots. Ríkisstjórnin gæti neitað að setja slík lög. Ríkisstjórnin gæti reynt að hindra þjóðaratkvæðagreiðslu. Í slíku tilviki ætti forseti Íslands engan annan kost en að leysa stjórnina frá störfum og skipa nýja til þess að annast þjóðaratkvæðagreiðsluna. Slík ríkisstjórn þyrfti ekki að starfa nema stutt- ef til vill aðeins fram til 15.september! En menn sjá í hendingu hvílík ógnarátök yrðu í stjórnmálunum,ef atburðarásin yrði sú,sem hér hefur verið lýst.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu 20.mai  2004N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn