 Hvað finnst þér um ráð heimsins í dag? Hvernig líst þér á ákvarðanir æðsta manns voldugasta ríkis heimsins? Bera þær viskunni vott? Eru þær í anda Gullnu reglunnar: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“1 Eru ákvarðanir hans himneskar eða heimskar? Hvernig hugnast þér að vera í nánu bandalagi við slíkan mann og þjóð hans? Honum hefur tekist að draga þjóð okkar á asnaeyrum inn í stríð og ófriðarfen sem enginn eygir lausn á.
Þannig mælti sr. Örn Bárður prestur í Nesprestakalli í predikun í gær 18.apríl . Var presturinn mjög harðorður í garð stjórnvalda. |