Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Utanstefnur:Sjónarspil í New York

fimmtudagur, 2. mars 2006

 

 

Steingrímur J.Sigfússon formaður Vinstri grænna gagnrýnir harðlega það, sem hann kallar utanstefnur hinar nýju.Þar á hann við það,að erlendur  auðhringur skuli kalla á íslenskan ráðherra  til New York til þess að tilkynna honum og öðrum fulltrúum Íslands hvað auðhringurinn hafi ákveðið varðandi byggingu nýs álvers á Íslandi.Undir þessa gagnrýni Steingríms skal tekið hér. Þetta er mjög ósmekklegt og hefur ekki tíðkast áður.Eðlilegra hefði verið,að fjallað væri um þessi mál á Íslandi. Og Íslendingar eiga sjálfir að ákveða þau skilyrði,sem þeir vilja setja fyrir byggingu álverksmiðja á Ísland. Þeir eiga ekki að taka við boðskap erlendra aðila þar um.

 

 Algert sjónarspil

 

Svo virðist sem íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að setja á svið sjónarspil varðandi næstu álverksmiðju  á Íslandi.Margir aðilar á Íslandi vilja nú fá til sín nýja álverksmiðju. En það er ekki rúm í íslenska hagkerfinu fyrir allar þessar verksmiðjur og það er heldur ekki til orka fyrir þær allar.En ríkisstjórnin lætur eins og  allir geti fengið álverksmiðju.Og til þess að halda blekkingaleiknum áfram bregður ríkisstjórnin á það ráð að setja á svið mikið sjónarspil í New York. Fulltrúar Skagafjarðar,Akureyrar og Húsavíkur eru boðaðir þangað ásamt iðnaðarráðherra og fulltrúum ráðuneytisins!Til hvers var verið að boða  fulltrúa þriggja héraða á Norðurlandi til New York. Jú,til þess að láta þá halda að þeir væru allir inni í myndinni enda þótt Alcoa væri fyrir löngu búið að ákveða að hafa nýja álverksmiðju við Húsavík.Og þessir fulltrúar allir voru boðaðir til New York til þess að  ríkisstjórnin gæti þvegið hendur sínar og sagt: Það er  Alcoa,sem ákveður staðsetninguna. Við ráðum engu þar um!Og til hvers er verið að sviðsetja leiksýningu um byggingu álverksmiðju einhvern tímann í framtíðinni? Það er blásið í lúðra í New York og skrifað undir eitthvert plagg um að “athuga eigi” með byggingu álverksmiðju við Húsavík.Þetta er fáránlegt.Hvers vegna þarf að skrifa undir plagg um athugun? Að sjálfsögðu geta allar erlendar álverksmiðjur athugað möguleika á byggingu álverksmiðja hér á landi.Það þarf ekki undirskrift í New York um það. Það hefur engin  ákvörðun verið tekin um byggingu nýrrar álverksmiðju á Norðurlandi.Málið er enn á athugunarstigi. Ef til kemur verður ekki byrjað á þessari álverksmiðju fyrr en eftir 4 ár. Þetta er því algert sjónarspil.

 

   Björgvin Guðmundsson



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn