Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnÁ Ísland að taka upp evru?

fimmtudagur, 25. september 2008

 

Samtök atvinnulífsins hafa lagt til við ASÍ, að  aðilar vinnumarkaðarins beiti sér fyrir því, að nýr gjaldmiðill verði tekinn upp, þar eð krónan dugi ekki lengur.Þetta eru talsverð tíðindi.Ekki liggur að vísu alveg fyrir hvort samtökin verði sammála um að beita sér fyrir upptöku evru eða annars erlends gjaldmiðils. En líklegt er, að svo verði.Ef taka á upp evru verður það ekki gert án aðildar að Evrópusambandinu.Um það efni hafa fengist skýr svör frá ESB. Björn Bjarnason ráðherra hefur að vísu  lagt til, að kannað verði hvort unnt sé að taka upp evru án aðildar að ESB. Hann telur möguleika  á því, að EES-ríki geti fengið að taka upp evru án aðildar að ESB.Ég tel þetta ólíklegt en sjálfsagt er að láta á það reyna. Ef samstaða verður um að  taka upp nýjan gjaldmiðil tel ég líklegast,að evra verði fyrir valinu.Við erum í Evrópska efnahagssvæðinu og mest af okkar viðskiptum eru við ríki ESB.Líklegt er, að Ísland gangi í ESB innan ekki mjög langs tíma. Þess vegna væri óskynsamlegt að taka upp annan gjaldmiðil en evru.

 

Fengjum aðild að stjórn ESB

 

Hver eru rökin fyrir aðild að ESB? Þau eru helst þessi:1. Við fengjum aðild að stjórn ESB,þingi, framkvæmdastjórn og öðrum stofnunum sambandsins.Í dag verðum við að taka við tilskipunum  ESB án þess að eiga aðild að stjórn sambandsins.2.Við fengjum aðild að Myntbandalagi Evrópu og gætum tekið  upp evru.3. Við fengjum væntanlega tollfrelsi fyrir þær fáu sjávarafurðir,sem enn eru utan  fríverslunarsamnings Íslands og ESB. Helstu rökin gegn aðild að ESB eru þessi:1. Við yrðum að lúta sjávarútvegsstefnu ESB og  sætta okkur við að  veiðiheimildir til veiða við Island. yrðu gefnar út í Brussel.2.Við yrðum að sætta okkur við yfirþjóðlegt vald ESB.. Varðandi rökin gegn aðild að ESB  skipta sjávarútvegsmálin mestu máli. Ekki yrði mikil breyting á yfirþjóðlegu valdi ESB yfir Íslandi. Við lútum því þegar í dag og þar   yrði sáralítil breyting á.

Margir telja,að Ísland mundi fá allar eða nær allar heimildir til veiða við Ísland vegna veiðireynslu Íslendinga hér. Þessir aðilar telja,að Ísland hafi ekkert að óttast í þessu efni. Margir áhrifamenn ESB hafa tekið undir þetta.

 

Fengi  Ísland undanþágu?

 

 Ef Ísland sækir um aðild að ESB mun það sjálfsagt reyna að fá undanþágur fyrir sinn sjávarútveg. Það fæst ekkert upp um það fyrirfram hvort Ísland fær undanþágur eða  ekki. Það má reyna að fá undanþágu á þeim grundvelli, að Ísland sé  á fjarlægum norðurslóðum og að Ísland sé fámennt eyríki.Svíar   fengu undanþágur fyrir sinn landbúnað , m.a.á þeim  grundvelli að  landbúnaður þeirra væri

a fjarlægum norðurslóðum. Gallinn varðandi Ísland er sá, að sjávarútvegur okkar stendur mjög vel og Ísland er mjög ríkt   þjóðfélag. Þetta veikur undanþágubeiðnir  okkar.

 

Ég tel,að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB og láta reyna á  það hvað fengist út úr samningaviðræðum um aðild.Ég tel ekki að við getum sætt okkur við hvað sem er í því efni.Niðurstaða í sjávarútvegsmálum getur skipt sköpum.  Síðan  ætti að   leggja samninganiðurstöður ( aðildarsamning) undir þjóðaratkvæði.Þjóðin ætti þannig að ráða því hvort og á hvaða grundvelli Ísland gengi í ESB.

 

 

Björgvin GuðmundssonN�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn