Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Ójöfnuður hefur aukist á Íslandi sl. 14 ár

miðvikudagur, 7. febrúar 2007

 
clip_image001.jpg

Ríkisskattstjóri reiknaði út vorið 2006  Gini stuðul  frá 1993. Í ljós kom,að ójöfnuður á Íslandi hefur aukizt til muna ár fram af ári á þessu tímabili. Gini-stuðullinn er viðtekinn mælikvarði á misskiptingu tekna milli manna og er reiknaður úr gögnum um neyzluútgjöld heimilanna eða tekjur, ýmist samkvæmt neyzlukönnunum eða skattframtölum, og tekur í minnsta lagi gildið 0, ef allir hafa sömu tekjur eða neyzlu (fullkominn jöfnuður), og í mesta lagi 100, ef allar tekjur og neyzla falla einum manni í skaut (fullkominn ójöfnuður). Séu tekjur mælikvarðinn, er helzt miðað við heildartekjur að greiddum sköttum og þegnum bótum, svo að tekjujöfnunaráhrifum skatta- og tryggingakerfisins sé haldið til haga. Ef horft er til heimsins alls, nær Gini-stuðullinn frá 25 í Danmörku, Japan, Belgíu, Svíþjóð og Tékklandi, þar sem tekjuskiptingin er jöfnust, upp í 71 í Afríkulandinu Namibíu, þar sem hún er nú talin vera ójöfnust.

Misskipting eins og á Bretlandi.

Jöfnuður á Íslandi var löngum talinn svipaður og annars staðar um Norðurlönd, en svo er ekki lengur. Samkvæmt ríkisskattstjóra var Gini-stuðull Íslands árið 2005  36 eins og á Bretlandi, en þar er misskipting tekna meiri en annars staðar í Evrópu nema í Eistlandi, Portúgal og Tyrklandi. Tölurnar um Ísland eiga við ráðstöfunartekjur sambýlisfólks með fjármagnstekjum samkvæmt skattframtali ásamt barna- og vaxtabótum að frádregnum tekju-, eignar- og fjármagnstekjuskatti. Tölur ríkisskattstjóra sýna, að jöfnunaráhrif skatta- og tryggingakerfisins hafa minnkað jafnt og þétt allt tímabilið. Breytingar á skattkerfinu og tryggingakerfinu undangengin ár hafa því dregið úr jöfnuði. Íslenzki Gini-stuðullinn hefur að jafnaði hækkað um eitt stig á ári og vel það síðan 1993.Svo skyndileg umskipti í tekjuskiptingu hafa ekki nokkurn tímann átt sér stað í nokkru nálægu landi, þótt misskipting tekna hafi víða færzt í vöxt að undanförnu vegna tækniframfara og aukinna viðskipta. Tíu stiga munur á Gini-stuðlum milli landa svarar til munarins á jöfnuði í tekjuskiptingu í Noregi og á Bretlandi. Ójöfnuður er mun meiri en annars staðar í okkar heimshluta, án þess að frá því væri greint á áberandi stað í opinberum hagskýrslum áður.

(Byggt á upplýsingum ríkisskattstjóra og heimasíðu Þorvaldar Gylfasonar prófessors)

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn